Haukarnir unnu tvö undirbúningsmót í ágúst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2020 13:30 Aron Kristjánsson hefur unnið nokkra titlana á Ásvöllum og er að byrja vel með liðið núna. Vísir/Daníel Aron Kristjánsson er að byrja vel með Haukaliðið sem hefur unnið bæði undirbúningsmót sín fyrir komandi tímabil í Olís deild karla í handbolta. Haukar tryggðu sér sigur á æfingamóti aðra helgina í röð þegar liðið vann FH í lokaleik Hafnarfjarðarmótsins á Ásvöllum. Haukaliðið hafði helgina á undan unnið Aftureldingu í úrslitaleik Ragnarsmótsins á Selfossi. Aron Kristjánsson tók aftur við Haukaliðinu í vor en þetta er í þriðja skiptið sem hann tekur við liðinu. Í hin tvö skiptin hefur hann búið til meistaralið á Ásvöllum og það lítur út fyrir að hann sé á góðri leið með liðið nú líka. Haukar unnu tveggja marka sigur á FH, 30-28, í Hafnarfjarðarslagnum sem var eins og venjulega lokaleikur hin árlega Hafnarfjarðamóts í handbolta. Haukum nægði jafntefli í leiknum og máttu í raun tapa leiknum þökk sé stórsigri liðsins á Aftureldingu. Heimamenn í Haukum voru sterkari í byrjun og náðu fjögurra marka forskoti snemma í leiknum. FH-ingar unnu sig inn í leikinn og náðu að jafna áður en var flautað til hálfleiks þar sem staðan var 17-17. Jafnt var með liðunum í seinni en Haukamenn þó alltaf skrefi á undan og unnu að lokum tveggja marka sigur 30-28 í jöfnum og spennandi leik. Stjarnan vann 25-24 sigur á Aftureldingu í hinum leik dagsins. Mosfellingar voru í við sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með 2 mörkum, 14-12 þegar flautað var til hálfleiks. Stjörnumönnum tókst að vinna sig inn í leikinn í seinni og unnu að lokum eins marks sigur 25-24. Haukar unnu alla þrjá leiki sína á mótinu og standa því uppi sem Hafnarfjarðarmótsmeistarar 2020. Afturelding. FH og Sjarnan unnu síðan öll einn leik hvert. Haukar unnu einnig sautján marka sigur á Aftureldingu og tveggja marka sigur á Stjörnunni. Að loknum leik var lið mótsins valið og er liðið skipað eftirfarandi leikmönnum. Meistarar Hauka áttu þrjá leikmenn í úrvalsliðinu eða markvörðinn Björgvin Páll Gústavsson, leikstjórnandann Tjörva Þorgeirsson og hægri hornamanninn Kristófer Mána Jónasson. Stjörnumenn áttu einnig þrjá leikmenn í liðinu eða vinstri hornamanninn Dag Gautason, línumanninn Sverri Eyjólfsson og besta varnarmanninn í Tandra Má Konráðssyni. FH átti besti vinstri skyttuna í Ásbirni Friðrikssyni og besta hægri skyttan var Birkir Benediktsson úr Aftureldingu. Hafnarfjarðarmótinu lauk í dag með tveimur leikjum. Í fyrri leik dagsins áttust við Stjarnan og Afturelding....Posted by Haukar Topphandbolti on Laugardagur, 29. ágúst 2020 Olís-deild karla Haukar Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Sjá meira
Aron Kristjánsson er að byrja vel með Haukaliðið sem hefur unnið bæði undirbúningsmót sín fyrir komandi tímabil í Olís deild karla í handbolta. Haukar tryggðu sér sigur á æfingamóti aðra helgina í röð þegar liðið vann FH í lokaleik Hafnarfjarðarmótsins á Ásvöllum. Haukaliðið hafði helgina á undan unnið Aftureldingu í úrslitaleik Ragnarsmótsins á Selfossi. Aron Kristjánsson tók aftur við Haukaliðinu í vor en þetta er í þriðja skiptið sem hann tekur við liðinu. Í hin tvö skiptin hefur hann búið til meistaralið á Ásvöllum og það lítur út fyrir að hann sé á góðri leið með liðið nú líka. Haukar unnu tveggja marka sigur á FH, 30-28, í Hafnarfjarðarslagnum sem var eins og venjulega lokaleikur hin árlega Hafnarfjarðamóts í handbolta. Haukum nægði jafntefli í leiknum og máttu í raun tapa leiknum þökk sé stórsigri liðsins á Aftureldingu. Heimamenn í Haukum voru sterkari í byrjun og náðu fjögurra marka forskoti snemma í leiknum. FH-ingar unnu sig inn í leikinn og náðu að jafna áður en var flautað til hálfleiks þar sem staðan var 17-17. Jafnt var með liðunum í seinni en Haukamenn þó alltaf skrefi á undan og unnu að lokum tveggja marka sigur 30-28 í jöfnum og spennandi leik. Stjarnan vann 25-24 sigur á Aftureldingu í hinum leik dagsins. Mosfellingar voru í við sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með 2 mörkum, 14-12 þegar flautað var til hálfleiks. Stjörnumönnum tókst að vinna sig inn í leikinn í seinni og unnu að lokum eins marks sigur 25-24. Haukar unnu alla þrjá leiki sína á mótinu og standa því uppi sem Hafnarfjarðarmótsmeistarar 2020. Afturelding. FH og Sjarnan unnu síðan öll einn leik hvert. Haukar unnu einnig sautján marka sigur á Aftureldingu og tveggja marka sigur á Stjörnunni. Að loknum leik var lið mótsins valið og er liðið skipað eftirfarandi leikmönnum. Meistarar Hauka áttu þrjá leikmenn í úrvalsliðinu eða markvörðinn Björgvin Páll Gústavsson, leikstjórnandann Tjörva Þorgeirsson og hægri hornamanninn Kristófer Mána Jónasson. Stjörnumenn áttu einnig þrjá leikmenn í liðinu eða vinstri hornamanninn Dag Gautason, línumanninn Sverri Eyjólfsson og besta varnarmanninn í Tandra Má Konráðssyni. FH átti besti vinstri skyttuna í Ásbirni Friðrikssyni og besta hægri skyttan var Birkir Benediktsson úr Aftureldingu. Hafnarfjarðarmótinu lauk í dag með tveimur leikjum. Í fyrri leik dagsins áttust við Stjarnan og Afturelding....Posted by Haukar Topphandbolti on Laugardagur, 29. ágúst 2020
Olís-deild karla Haukar Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Sjá meira