Innlent

Jarðskjálfti vestan við Kleifarvatn

Sylvía Hall skrifar
Skjálftarnir mældust við Kleifarvatn.
Skjálftarnir mældust við Kleifarvatn. DataWrapper

Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 varð klukkan 16:23 í dag vestan við Kleifarvatn. Annar jarðskjálfti var rúmu korteri seinna klukkan 16:39 og mældist sá 3,0.

Á vef Veðurstofunnar segir að tilkynningar hafi borist um að skjálftarnir hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi. Minni eftirskjálftar hafi fylgt í kjölfarið og búist er við því að fleiri eftirskjálftar verði.

Samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar má rekja virknina til spennubreytinga vegna endurtekinna kvikuinnskota á Reykjanesskaganum. Kvikuinnskotin hófust í lok janúar á þessu ári.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×