Starfsmaður íþróttahúss sakaður um að hafa löðrungað níu ára dreng Sylvía Hall skrifar 28. ágúst 2020 16:23 Málinu er ekki lokið að sögn bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Vísir/Vilhelm Starfsmaður í íþróttahúsi í Reykjanesbæ er sakaður um að hafa slegið níu ára dreng í andlitið þegar hann var í íþróttum á skólatíma. Atvikið átti sér stað í lok maímánaðar en að sögn móður drengsins sagði starfsmaðurinn drenginn og vini hans hafa verið óþekka eftir íþróttatíma og hann hafi þurft að „grípa aðeins í hann“. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir málið til meðferðar. Móðir drengsins greinir frá atvikum málsins í færslu á Facebook-síðu sinni í gær og hefur færslan vakið hörð viðbrögð. Gagnrýnir hún að starfsmaðurinn hafi verið mættur aftur til starfa í haust þegar skólahald byrjaði á ný, en hann hafði verið látinn fara á meðan rannsókn stóð yfir. Ekkert réttlæti að maðurinn starfi með börnum ef hann getur ekki haft stjórn á skapi sínu. „Það barst ekki kæra frá skólanum og maðurinn fékk sér lögfræðing, þannig ekkert var hægt að gera nema gefa honum áminningu. Áminningu fyrir að slá 9 ára gamalt barn utanundir. Það varð einhver misskilningur á milli skólans og forstöðumannsins til þess að engin kæra barst,“ skrifar Kristín Helga Magnúsdóttir, móðir drengsins. Í framhaldinu hafi verið lagt til að hún og sonur hennar myndu eiga fund með manninum, sem hún furðar sig á. Það sé ósanngjarnt að ætlast til að drengurinn sé settur í aðstæður „með fullorðnum manni sem beitti hann ofbeldi“ og þannig væri verið að setja ábyrgðina um farsæl málalok á barnið. Hún segist hafa tekið þá ákvörðun að senda drenginn ekki í íþróttir á meðan maðurinn starfar í íþróttahúsinu. Hann sé hræddur við að fara í íþróttir vegna mannsins og hún ætli ekki að bjóða honum upp á það að hann gæti mögulega rekist á hann á skólatíma. Atvikið átti sér stað á skólatíma en drengurinn gengur í Holtaskóla.Facebook/Holtaskóli Málinu ekki lokið Starfsmaðurinn sem um ræðir starfar hjá íþróttamannvirkjum Reykjanesbæjar og er málið til meðferðar innan stjórnsýslu bæjarins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir það vera í eðlilegum farvegi en því sé ekki lokið. „Þetta eru í rauninni tvö mál; þetta er annars vegar mál skólans gagnvart barninu og fjölskyldunni og foreldrum, í því sér skólinn um samskiptin. Hins vegar er þetta starfsmannamál – aðilinn er starfsmaður íþróttamannvirkja Reykjanesbæjar og þar er þetta starfsmannamál,“ segir Kjartan í samtali við Vísi. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.Vísir/Einar Helga Hildur Snorradóttir, skólastjóri Holtaskóla, sagðist ekki geta tjáð sig um einstök mál þegar blaðamaður hafði samband. Móðir drengsins starfar hjá velferðarsviði Reykjanesbæjar og vinnur því í ráðhúsinu líkt og bæjarstjórinn. Hann segist ekki hafa rætt við hana um málið, enda sjái skólinn um samskiptin við foreldra. „Skólayfirvöld hafa verið í sambandi við móðurina, ég hef ekki verið í sambandi við hana að öðru leyti en því að hún vinnur hér í ráðhúsinu. Hún er ekki í því máli sem slík. Ég hef ekki blandað mér beint í þau samskipti.“ Kjartan segist ekki vita til þess að fleiri mál hafi komið upp í tengslum við þennan tiltekna starfsmann. Það séu þó dæmi um að tilkynningar hafi borist frá foreldrum vegna samskipta barna við starfsmenn. „Það hafa komið upp í gegnum tíðina í kerfinu hjá okkur þar sem samskipti starfsmanna við börn eða unglinga hafa kannski ekki verið eins og við hefðum kosið.“ Skóla - og menntamál Reykjanesbær Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira
Starfsmaður í íþróttahúsi í Reykjanesbæ er sakaður um að hafa slegið níu ára dreng í andlitið þegar hann var í íþróttum á skólatíma. Atvikið átti sér stað í lok maímánaðar en að sögn móður drengsins sagði starfsmaðurinn drenginn og vini hans hafa verið óþekka eftir íþróttatíma og hann hafi þurft að „grípa aðeins í hann“. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir málið til meðferðar. Móðir drengsins greinir frá atvikum málsins í færslu á Facebook-síðu sinni í gær og hefur færslan vakið hörð viðbrögð. Gagnrýnir hún að starfsmaðurinn hafi verið mættur aftur til starfa í haust þegar skólahald byrjaði á ný, en hann hafði verið látinn fara á meðan rannsókn stóð yfir. Ekkert réttlæti að maðurinn starfi með börnum ef hann getur ekki haft stjórn á skapi sínu. „Það barst ekki kæra frá skólanum og maðurinn fékk sér lögfræðing, þannig ekkert var hægt að gera nema gefa honum áminningu. Áminningu fyrir að slá 9 ára gamalt barn utanundir. Það varð einhver misskilningur á milli skólans og forstöðumannsins til þess að engin kæra barst,“ skrifar Kristín Helga Magnúsdóttir, móðir drengsins. Í framhaldinu hafi verið lagt til að hún og sonur hennar myndu eiga fund með manninum, sem hún furðar sig á. Það sé ósanngjarnt að ætlast til að drengurinn sé settur í aðstæður „með fullorðnum manni sem beitti hann ofbeldi“ og þannig væri verið að setja ábyrgðina um farsæl málalok á barnið. Hún segist hafa tekið þá ákvörðun að senda drenginn ekki í íþróttir á meðan maðurinn starfar í íþróttahúsinu. Hann sé hræddur við að fara í íþróttir vegna mannsins og hún ætli ekki að bjóða honum upp á það að hann gæti mögulega rekist á hann á skólatíma. Atvikið átti sér stað á skólatíma en drengurinn gengur í Holtaskóla.Facebook/Holtaskóli Málinu ekki lokið Starfsmaðurinn sem um ræðir starfar hjá íþróttamannvirkjum Reykjanesbæjar og er málið til meðferðar innan stjórnsýslu bæjarins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir það vera í eðlilegum farvegi en því sé ekki lokið. „Þetta eru í rauninni tvö mál; þetta er annars vegar mál skólans gagnvart barninu og fjölskyldunni og foreldrum, í því sér skólinn um samskiptin. Hins vegar er þetta starfsmannamál – aðilinn er starfsmaður íþróttamannvirkja Reykjanesbæjar og þar er þetta starfsmannamál,“ segir Kjartan í samtali við Vísi. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.Vísir/Einar Helga Hildur Snorradóttir, skólastjóri Holtaskóla, sagðist ekki geta tjáð sig um einstök mál þegar blaðamaður hafði samband. Móðir drengsins starfar hjá velferðarsviði Reykjanesbæjar og vinnur því í ráðhúsinu líkt og bæjarstjórinn. Hann segist ekki hafa rætt við hana um málið, enda sjái skólinn um samskiptin við foreldra. „Skólayfirvöld hafa verið í sambandi við móðurina, ég hef ekki verið í sambandi við hana að öðru leyti en því að hún vinnur hér í ráðhúsinu. Hún er ekki í því máli sem slík. Ég hef ekki blandað mér beint í þau samskipti.“ Kjartan segist ekki vita til þess að fleiri mál hafi komið upp í tengslum við þennan tiltekna starfsmann. Það séu þó dæmi um að tilkynningar hafi borist frá foreldrum vegna samskipta barna við starfsmenn. „Það hafa komið upp í gegnum tíðina í kerfinu hjá okkur þar sem samskipti starfsmanna við börn eða unglinga hafa kannski ekki verið eins og við hefðum kosið.“
Skóla - og menntamál Reykjanesbær Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira