Starfsmaður íþróttahúss sakaður um að hafa löðrungað níu ára dreng Sylvía Hall skrifar 28. ágúst 2020 16:23 Málinu er ekki lokið að sögn bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Vísir/Vilhelm Starfsmaður í íþróttahúsi í Reykjanesbæ er sakaður um að hafa slegið níu ára dreng í andlitið þegar hann var í íþróttum á skólatíma. Atvikið átti sér stað í lok maímánaðar en að sögn móður drengsins sagði starfsmaðurinn drenginn og vini hans hafa verið óþekka eftir íþróttatíma og hann hafi þurft að „grípa aðeins í hann“. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir málið til meðferðar. Móðir drengsins greinir frá atvikum málsins í færslu á Facebook-síðu sinni í gær og hefur færslan vakið hörð viðbrögð. Gagnrýnir hún að starfsmaðurinn hafi verið mættur aftur til starfa í haust þegar skólahald byrjaði á ný, en hann hafði verið látinn fara á meðan rannsókn stóð yfir. Ekkert réttlæti að maðurinn starfi með börnum ef hann getur ekki haft stjórn á skapi sínu. „Það barst ekki kæra frá skólanum og maðurinn fékk sér lögfræðing, þannig ekkert var hægt að gera nema gefa honum áminningu. Áminningu fyrir að slá 9 ára gamalt barn utanundir. Það varð einhver misskilningur á milli skólans og forstöðumannsins til þess að engin kæra barst,“ skrifar Kristín Helga Magnúsdóttir, móðir drengsins. Í framhaldinu hafi verið lagt til að hún og sonur hennar myndu eiga fund með manninum, sem hún furðar sig á. Það sé ósanngjarnt að ætlast til að drengurinn sé settur í aðstæður „með fullorðnum manni sem beitti hann ofbeldi“ og þannig væri verið að setja ábyrgðina um farsæl málalok á barnið. Hún segist hafa tekið þá ákvörðun að senda drenginn ekki í íþróttir á meðan maðurinn starfar í íþróttahúsinu. Hann sé hræddur við að fara í íþróttir vegna mannsins og hún ætli ekki að bjóða honum upp á það að hann gæti mögulega rekist á hann á skólatíma. Atvikið átti sér stað á skólatíma en drengurinn gengur í Holtaskóla.Facebook/Holtaskóli Málinu ekki lokið Starfsmaðurinn sem um ræðir starfar hjá íþróttamannvirkjum Reykjanesbæjar og er málið til meðferðar innan stjórnsýslu bæjarins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir það vera í eðlilegum farvegi en því sé ekki lokið. „Þetta eru í rauninni tvö mál; þetta er annars vegar mál skólans gagnvart barninu og fjölskyldunni og foreldrum, í því sér skólinn um samskiptin. Hins vegar er þetta starfsmannamál – aðilinn er starfsmaður íþróttamannvirkja Reykjanesbæjar og þar er þetta starfsmannamál,“ segir Kjartan í samtali við Vísi. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.Vísir/Einar Helga Hildur Snorradóttir, skólastjóri Holtaskóla, sagðist ekki geta tjáð sig um einstök mál þegar blaðamaður hafði samband. Móðir drengsins starfar hjá velferðarsviði Reykjanesbæjar og vinnur því í ráðhúsinu líkt og bæjarstjórinn. Hann segist ekki hafa rætt við hana um málið, enda sjái skólinn um samskiptin við foreldra. „Skólayfirvöld hafa verið í sambandi við móðurina, ég hef ekki verið í sambandi við hana að öðru leyti en því að hún vinnur hér í ráðhúsinu. Hún er ekki í því máli sem slík. Ég hef ekki blandað mér beint í þau samskipti.“ Kjartan segist ekki vita til þess að fleiri mál hafi komið upp í tengslum við þennan tiltekna starfsmann. Það séu þó dæmi um að tilkynningar hafi borist frá foreldrum vegna samskipta barna við starfsmenn. „Það hafa komið upp í gegnum tíðina í kerfinu hjá okkur þar sem samskipti starfsmanna við börn eða unglinga hafa kannski ekki verið eins og við hefðum kosið.“ Skóla - og menntamál Reykjanesbær Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Starfsmaður í íþróttahúsi í Reykjanesbæ er sakaður um að hafa slegið níu ára dreng í andlitið þegar hann var í íþróttum á skólatíma. Atvikið átti sér stað í lok maímánaðar en að sögn móður drengsins sagði starfsmaðurinn drenginn og vini hans hafa verið óþekka eftir íþróttatíma og hann hafi þurft að „grípa aðeins í hann“. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir málið til meðferðar. Móðir drengsins greinir frá atvikum málsins í færslu á Facebook-síðu sinni í gær og hefur færslan vakið hörð viðbrögð. Gagnrýnir hún að starfsmaðurinn hafi verið mættur aftur til starfa í haust þegar skólahald byrjaði á ný, en hann hafði verið látinn fara á meðan rannsókn stóð yfir. Ekkert réttlæti að maðurinn starfi með börnum ef hann getur ekki haft stjórn á skapi sínu. „Það barst ekki kæra frá skólanum og maðurinn fékk sér lögfræðing, þannig ekkert var hægt að gera nema gefa honum áminningu. Áminningu fyrir að slá 9 ára gamalt barn utanundir. Það varð einhver misskilningur á milli skólans og forstöðumannsins til þess að engin kæra barst,“ skrifar Kristín Helga Magnúsdóttir, móðir drengsins. Í framhaldinu hafi verið lagt til að hún og sonur hennar myndu eiga fund með manninum, sem hún furðar sig á. Það sé ósanngjarnt að ætlast til að drengurinn sé settur í aðstæður „með fullorðnum manni sem beitti hann ofbeldi“ og þannig væri verið að setja ábyrgðina um farsæl málalok á barnið. Hún segist hafa tekið þá ákvörðun að senda drenginn ekki í íþróttir á meðan maðurinn starfar í íþróttahúsinu. Hann sé hræddur við að fara í íþróttir vegna mannsins og hún ætli ekki að bjóða honum upp á það að hann gæti mögulega rekist á hann á skólatíma. Atvikið átti sér stað á skólatíma en drengurinn gengur í Holtaskóla.Facebook/Holtaskóli Málinu ekki lokið Starfsmaðurinn sem um ræðir starfar hjá íþróttamannvirkjum Reykjanesbæjar og er málið til meðferðar innan stjórnsýslu bæjarins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir það vera í eðlilegum farvegi en því sé ekki lokið. „Þetta eru í rauninni tvö mál; þetta er annars vegar mál skólans gagnvart barninu og fjölskyldunni og foreldrum, í því sér skólinn um samskiptin. Hins vegar er þetta starfsmannamál – aðilinn er starfsmaður íþróttamannvirkja Reykjanesbæjar og þar er þetta starfsmannamál,“ segir Kjartan í samtali við Vísi. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.Vísir/Einar Helga Hildur Snorradóttir, skólastjóri Holtaskóla, sagðist ekki geta tjáð sig um einstök mál þegar blaðamaður hafði samband. Móðir drengsins starfar hjá velferðarsviði Reykjanesbæjar og vinnur því í ráðhúsinu líkt og bæjarstjórinn. Hann segist ekki hafa rætt við hana um málið, enda sjái skólinn um samskiptin við foreldra. „Skólayfirvöld hafa verið í sambandi við móðurina, ég hef ekki verið í sambandi við hana að öðru leyti en því að hún vinnur hér í ráðhúsinu. Hún er ekki í því máli sem slík. Ég hef ekki blandað mér beint í þau samskipti.“ Kjartan segist ekki vita til þess að fleiri mál hafi komið upp í tengslum við þennan tiltekna starfsmann. Það séu þó dæmi um að tilkynningar hafi borist frá foreldrum vegna samskipta barna við starfsmenn. „Það hafa komið upp í gegnum tíðina í kerfinu hjá okkur þar sem samskipti starfsmanna við börn eða unglinga hafa kannski ekki verið eins og við hefðum kosið.“
Skóla - og menntamál Reykjanesbær Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira