Fólk verði að vera meðvitað um þyngri greiðslubyrði ef vextir hækka Sylvía Hall skrifar 28. ágúst 2020 14:41 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Íslandsbanki Bankastjóri Íslandsbanka segir að lántakar þurfi að vera meðvitaðir um að vextir geti hækkað aftur, með tilheyrandi áhrifum á greiðslubyrði. Ef svo færi þyrfti fólk að vera með ákveðið svigrúm í heimilisbókhaldinu til að geta staðið við skuldbindingar sínar. Birna Einarsdóttir bankastjóri var í viðtali í Bítinu í morgun. Þar sagðist hún vissulega hafa áhyggjur af því að greiðslur af óverðtryggðum lánum geti hækkað verulega verði stýrivextir hækkaðir. Færst hefur í aukana að fólk taki óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri Seðlabankans, benti á það í viðtali við Morgunblaðið að afborganir gætu hækkað verulega. Allt að 50 prósent samkvæmt útreikningum blaðsins. „Núna er vaxtarstigið með þessum hætti og við sjáum það að 50 prósent af þeim lánum sem við erum að veita núna eru óverðtryggð. Það gæti náttúrulega gerst að vextir hækki aftur, við höfum alveg séð það í sögulegu samhengi,“ sagði Birna. Hún sagði fólk þurfa að hafa það í huga að vextirnir gætu hækkað aftur. „Auðvitað er freistandi að taka stærri lán í dag því vextir eru svo lágir, en það þarf að hafa það í huga að vextir geta farið upp aftur. Til þess að þú getir staðið við þínar skuldbindingar þá þarf að vera svolítið svigrúm til viðbótar við það sem þú ert að greiða í dag.“ Hún sagði hærri vexti einnig hafa áhrif á verðtryggð lán en það gerðist þó hægar en í tilfelli óverðtryggðra. Meiri stöðugleiki væri að þessu leyti í verðtryggðum lánum en það væru þó ánægjuefni að fleiri væru að taka óverðtryggð lán. Hún telur þó fólk vera skynsamt í þessum efnum. „Það er búið að vera mikið um endurfjármagnanir og það er mjög mikið að gerast á fasteignamarkaði – það er mikil aukning. Mér finnst ekki hægt að segja að allir séu að fara bratt. Mér finnst allir fara með eigið fé í því sem þeir eru að gera og passa sig.“ Bítið Efnahagsmál Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka segir að lántakar þurfi að vera meðvitaðir um að vextir geti hækkað aftur, með tilheyrandi áhrifum á greiðslubyrði. Ef svo færi þyrfti fólk að vera með ákveðið svigrúm í heimilisbókhaldinu til að geta staðið við skuldbindingar sínar. Birna Einarsdóttir bankastjóri var í viðtali í Bítinu í morgun. Þar sagðist hún vissulega hafa áhyggjur af því að greiðslur af óverðtryggðum lánum geti hækkað verulega verði stýrivextir hækkaðir. Færst hefur í aukana að fólk taki óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri Seðlabankans, benti á það í viðtali við Morgunblaðið að afborganir gætu hækkað verulega. Allt að 50 prósent samkvæmt útreikningum blaðsins. „Núna er vaxtarstigið með þessum hætti og við sjáum það að 50 prósent af þeim lánum sem við erum að veita núna eru óverðtryggð. Það gæti náttúrulega gerst að vextir hækki aftur, við höfum alveg séð það í sögulegu samhengi,“ sagði Birna. Hún sagði fólk þurfa að hafa það í huga að vextirnir gætu hækkað aftur. „Auðvitað er freistandi að taka stærri lán í dag því vextir eru svo lágir, en það þarf að hafa það í huga að vextir geta farið upp aftur. Til þess að þú getir staðið við þínar skuldbindingar þá þarf að vera svolítið svigrúm til viðbótar við það sem þú ert að greiða í dag.“ Hún sagði hærri vexti einnig hafa áhrif á verðtryggð lán en það gerðist þó hægar en í tilfelli óverðtryggðra. Meiri stöðugleiki væri að þessu leyti í verðtryggðum lánum en það væru þó ánægjuefni að fleiri væru að taka óverðtryggð lán. Hún telur þó fólk vera skynsamt í þessum efnum. „Það er búið að vera mikið um endurfjármagnanir og það er mjög mikið að gerast á fasteignamarkaði – það er mikil aukning. Mér finnst ekki hægt að segja að allir séu að fara bratt. Mér finnst allir fara með eigið fé í því sem þeir eru að gera og passa sig.“
Bítið Efnahagsmál Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira