Lára skilur eftir sig skemmdir og sex dauðsföll Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2020 14:35 AP/David J. Phillip Leifar fellibylsins Láru eru nú á leið austur yfir Bandaríkin. Fellibylurinn skilur eftir sig gífurlegar skemmdir í Louisiana eftir að hann náði langt inn á landi með tilheyrandi vindi, rigningu, sjávarflóðum og jafnvel hvirfilbyljum. Lára var einn af öflugri fellibyljum sem hefur náð landi í Bandaríkjunum, með allt að 67 m/s meðalvind og hafa sex dauðsföll verið rakin til óveðursins. Með ströndinni fóru heilu bæjirnir á kaf og eru ónýtir. AP fréttaveitan segir rúmlega 750 þúsund heimili og fyrirtæki án rafmagns í Louisiana, Texas og Arkansas. Þrátt fyrir það er útlit fyrir að skemmdirnar séu ekki jafn miklar og sérfræðingar höfðu óttast. Spár höfðu gert ráð fyrir að sjávarstaða gæti hækkað um allt að sex metra. Hún virðist þó ekki hafa hækkað nema fjóra. AP/Bill Feig „Það er ljóst að við urðum ekki fyrir þeim hörmulega skaða sem útlit var fyrir. En við urðum fyrir gífurlegum skaða,“ sagði John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana. Hann segir allt kapp nú lagt í að klára björgunarstörf og finna verustað fyrir þá fjölmörgu sem geta ekki haldið til á heimilum sínum vegna skemmda og flóða. Embættismenn á svæðinu hafa forðast það að opna hefðbundnar fjöldahjálparstöðvar vegna faraldurs Covid-19 og hafa þess í stað hótel og mótel eins mikið og auðið er. Minnst fjórir hinna látnu urðu urðu undir trjám. Þeirra á meðal eru 14 ára stúlka og 68 ára gamall maður. 24 ára maður dó úr kolsýrlingseitrun vegna ljósavélar sem hann keyrði á heimili sínu og einn drukknaði þegar bátur hans sökk í óveðrinu. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni. Meðal annars er rætt við konu sem lýsir því hvernig hún hélt til í skáp á heimili hennar á meðan fellibylurinn fór yfir. Bandaríkin Veður Tengdar fréttir „Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn“ Minnst sex eru látnir og gríðarlegt eignatjón hefir orðið í Louisiana-ríki Bandaríkjanna eftir að fellibylurinn Lára, einn sá kraftmesti sem skollið hefur á ströndum Bandaríkjanna, reið þar yfir. Ríkisstjórinn segir eyðilegginguna mikla, en þó minni en talið var líklegt að gæti orðið. 27. ágúst 2020 23:30 Fjórtán ára stúlka dó er tré féll á hana Fellibylurinn Lára hefur valdið minnst einu dauðsfalli og miklum skemmdum eftir að hann náði landi í Louisiana í Bandaríkjunum. Lára var fjórða stigs fellibylur þegar hann náði landi en hefur nú verið lækkaður niður í fyrstastigs fellibyl. 27. ágúst 2020 14:39 Lára gengin á land í Louisiana Fellibylurinn Lára hefur nú náð landi í Louisiana og Texas í Bandaríkjunum og er byrjaður að valda miklum skyndiflóðum. 27. ágúst 2020 07:31 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Leifar fellibylsins Láru eru nú á leið austur yfir Bandaríkin. Fellibylurinn skilur eftir sig gífurlegar skemmdir í Louisiana eftir að hann náði langt inn á landi með tilheyrandi vindi, rigningu, sjávarflóðum og jafnvel hvirfilbyljum. Lára var einn af öflugri fellibyljum sem hefur náð landi í Bandaríkjunum, með allt að 67 m/s meðalvind og hafa sex dauðsföll verið rakin til óveðursins. Með ströndinni fóru heilu bæjirnir á kaf og eru ónýtir. AP fréttaveitan segir rúmlega 750 þúsund heimili og fyrirtæki án rafmagns í Louisiana, Texas og Arkansas. Þrátt fyrir það er útlit fyrir að skemmdirnar séu ekki jafn miklar og sérfræðingar höfðu óttast. Spár höfðu gert ráð fyrir að sjávarstaða gæti hækkað um allt að sex metra. Hún virðist þó ekki hafa hækkað nema fjóra. AP/Bill Feig „Það er ljóst að við urðum ekki fyrir þeim hörmulega skaða sem útlit var fyrir. En við urðum fyrir gífurlegum skaða,“ sagði John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana. Hann segir allt kapp nú lagt í að klára björgunarstörf og finna verustað fyrir þá fjölmörgu sem geta ekki haldið til á heimilum sínum vegna skemmda og flóða. Embættismenn á svæðinu hafa forðast það að opna hefðbundnar fjöldahjálparstöðvar vegna faraldurs Covid-19 og hafa þess í stað hótel og mótel eins mikið og auðið er. Minnst fjórir hinna látnu urðu urðu undir trjám. Þeirra á meðal eru 14 ára stúlka og 68 ára gamall maður. 24 ára maður dó úr kolsýrlingseitrun vegna ljósavélar sem hann keyrði á heimili sínu og einn drukknaði þegar bátur hans sökk í óveðrinu. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni. Meðal annars er rætt við konu sem lýsir því hvernig hún hélt til í skáp á heimili hennar á meðan fellibylurinn fór yfir.
Bandaríkin Veður Tengdar fréttir „Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn“ Minnst sex eru látnir og gríðarlegt eignatjón hefir orðið í Louisiana-ríki Bandaríkjanna eftir að fellibylurinn Lára, einn sá kraftmesti sem skollið hefur á ströndum Bandaríkjanna, reið þar yfir. Ríkisstjórinn segir eyðilegginguna mikla, en þó minni en talið var líklegt að gæti orðið. 27. ágúst 2020 23:30 Fjórtán ára stúlka dó er tré féll á hana Fellibylurinn Lára hefur valdið minnst einu dauðsfalli og miklum skemmdum eftir að hann náði landi í Louisiana í Bandaríkjunum. Lára var fjórða stigs fellibylur þegar hann náði landi en hefur nú verið lækkaður niður í fyrstastigs fellibyl. 27. ágúst 2020 14:39 Lára gengin á land í Louisiana Fellibylurinn Lára hefur nú náð landi í Louisiana og Texas í Bandaríkjunum og er byrjaður að valda miklum skyndiflóðum. 27. ágúst 2020 07:31 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
„Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn“ Minnst sex eru látnir og gríðarlegt eignatjón hefir orðið í Louisiana-ríki Bandaríkjanna eftir að fellibylurinn Lára, einn sá kraftmesti sem skollið hefur á ströndum Bandaríkjanna, reið þar yfir. Ríkisstjórinn segir eyðilegginguna mikla, en þó minni en talið var líklegt að gæti orðið. 27. ágúst 2020 23:30
Fjórtán ára stúlka dó er tré féll á hana Fellibylurinn Lára hefur valdið minnst einu dauðsfalli og miklum skemmdum eftir að hann náði landi í Louisiana í Bandaríkjunum. Lára var fjórða stigs fellibylur þegar hann náði landi en hefur nú verið lækkaður niður í fyrstastigs fellibyl. 27. ágúst 2020 14:39
Lára gengin á land í Louisiana Fellibylurinn Lára hefur nú náð landi í Louisiana og Texas í Bandaríkjunum og er byrjaður að valda miklum skyndiflóðum. 27. ágúst 2020 07:31