Kjúklingur innkallaður níu sinnum oftar vegna gruns um salmonellu hér á landi en í Danmörku á síðastliðnum tólf mánuðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2020 19:30 Brigitte Brugger er sérgreinadýralæknir alifuglasjúkdóma hjá MAST. STÖÐ2 Á síðustu tólf mánuðum hefur Matvælastofnun tilkynnt níu sinnum um grun um salmonellu í kjúklingi. Á sama tímabili barst matvælastofnuninni í danmörku ein slík tilkynning. Sérgreinadýralæknir segir að innköllunum á kjúklingakjöti vegna gruns um salmonellu hafi fjölgað frá árinu 2019. „Þessi aukning hefur verið skoðuð frá árinu 2019 og ástæðan hefur hreinlega ekki fundist nema að við vitum að það eru bú sem hafa verið smituð í mörg ár sem hafa ekki náð að losa sig við smit,“ sagði Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir alifuglasjúkdóma hjá MAST. Á síðustu tólf mánuðum hefur Matvælastofnun tilkynnt níu sinnum um grun um salmonellu í kjúklingi.STÖÐ2 27 kjúklingabú eru hér á landi. Athygli vekur að allar tilkynningarnar níu koma frá tveimur sláturhúsum. Það er hjá Matfugli og Reykjagarði. Framkvæmdastjóri Matfugls segir hart tekið á málum þegar grunur um salmonellu kemur upp. „Það eru tíu til ellefu ár síðan þetta barst með sojamjöli sem kom til landsins og hafði ekki verið passað nógu vel upp á í fóðurframleiðslu hjá þeim aðila og við erum en nað glíma við það. Við tökum deildir og erum óhræddir við að taka deildir úr framleiðslu ef þetta kemur upp,“ sagði Sveinn V. Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls. Salmonellan virðist liggja í dvala og blossa upp við ákveðnar aðstæður. Varðandi muninn á tíðni tilkynninga hérlendis og t.d. í Danmörku segir Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs að hann gæti m.a. legið í því að hérlendis sé meira lagt upp úr eftirliti og tilkynningaskyldu en erlendis. Auk þess séu ekki notuð sýklalyf í alifuglabúskap hérlendis til að fyrirbyggja sýkingar í fuglum að hans sögn. Brigitte segir þó að sambærilegar reglur um sýnatöku séu hér og í nágrannalöndunum. „Þegar salmonella finnst þá er tilteknu húsi lokað,“ sagði Brigitte. Starfsemi fer þó áfram fram í húsum í kring. En er það ekkert varhugavert að vera með framleiðslu á svæðinu í kring þegar það er svona mikil hætta á smiti? „Það getur verið ástæða til að endurskoða þetta á þessum búum af því að það hefur verið aukning frá árinu 2019,“ sagði Brigitte. Dýr Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Á síðustu tólf mánuðum hefur Matvælastofnun tilkynnt níu sinnum um grun um salmonellu í kjúklingi. Á sama tímabili barst matvælastofnuninni í danmörku ein slík tilkynning. Sérgreinadýralæknir segir að innköllunum á kjúklingakjöti vegna gruns um salmonellu hafi fjölgað frá árinu 2019. „Þessi aukning hefur verið skoðuð frá árinu 2019 og ástæðan hefur hreinlega ekki fundist nema að við vitum að það eru bú sem hafa verið smituð í mörg ár sem hafa ekki náð að losa sig við smit,“ sagði Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir alifuglasjúkdóma hjá MAST. Á síðustu tólf mánuðum hefur Matvælastofnun tilkynnt níu sinnum um grun um salmonellu í kjúklingi.STÖÐ2 27 kjúklingabú eru hér á landi. Athygli vekur að allar tilkynningarnar níu koma frá tveimur sláturhúsum. Það er hjá Matfugli og Reykjagarði. Framkvæmdastjóri Matfugls segir hart tekið á málum þegar grunur um salmonellu kemur upp. „Það eru tíu til ellefu ár síðan þetta barst með sojamjöli sem kom til landsins og hafði ekki verið passað nógu vel upp á í fóðurframleiðslu hjá þeim aðila og við erum en nað glíma við það. Við tökum deildir og erum óhræddir við að taka deildir úr framleiðslu ef þetta kemur upp,“ sagði Sveinn V. Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls. Salmonellan virðist liggja í dvala og blossa upp við ákveðnar aðstæður. Varðandi muninn á tíðni tilkynninga hérlendis og t.d. í Danmörku segir Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs að hann gæti m.a. legið í því að hérlendis sé meira lagt upp úr eftirliti og tilkynningaskyldu en erlendis. Auk þess séu ekki notuð sýklalyf í alifuglabúskap hérlendis til að fyrirbyggja sýkingar í fuglum að hans sögn. Brigitte segir þó að sambærilegar reglur um sýnatöku séu hér og í nágrannalöndunum. „Þegar salmonella finnst þá er tilteknu húsi lokað,“ sagði Brigitte. Starfsemi fer þó áfram fram í húsum í kring. En er það ekkert varhugavert að vera með framleiðslu á svæðinu í kring þegar það er svona mikil hætta á smiti? „Það getur verið ástæða til að endurskoða þetta á þessum búum af því að það hefur verið aukning frá árinu 2019,“ sagði Brigitte.
Dýr Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira