Körfubolti

Segir úrslitakeppni NBA halda áfram um helgina

Sindri Sverrisson skrifar
Leikmenn NBA-deildarinnar hafa reynt að beita sér í réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum.
Leikmenn NBA-deildarinnar hafa reynt að beita sér í réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum. VÍSIR/GETTY

Körfuboltamenn NBA-liðanna hafa ákveðið að byrja aftur að spila í úrslitakeppninni sem hlé varð á í gær þegar þremur leikjum var frestað vegna mótmæla leikmanna.

Þetta hefur ESPN eftir heimildum. Þar segir að úrslitakeppnin gæti haldið áfram strax á morgun, en að frekar megi búast við því á laugardag eða sunnudag.

Leikmenn funduðu í dag og annar fundur verður síðar í dag, með tveimur fulltrúum frá hverju liði.

Upphafið að frestunum leikja í gær má rekja til þess að leikmenn Milwaukee Bucks neituðu að mæta til leiks gegn Orlando Magic, til að styðja við réttindabaráttu svartra. Krefjast þeir réttlætis fyrir Jacob Blake sem skotinn var sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum þegar hann fór inn í bílinn sinn þar sem þrjú börn hans voru. Blake var óvopnaður.


Tengdar fréttir

Öllum leikjum kvöldsins frestað

Öllum þremur leikjum kvöldsins sem áttu að fara fram í úrslitakeppni NBA körfuboltanum hefur nú verið frestað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×