Þriðjungur skólabarna í heiminum gat ekki stundað fjarnám Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2020 13:00 Faraldur kórónuveirunnar hefur áhrif á menntun 1,5 milljóna barna UNICEF Þriðjungur skólabarna í heiminum gat ekki stundað fjarnám þegar loka þurfi skólum í faraldri kórónuveirunnar. Verst er staða barna í Afríku sunnan Sahara en helmingur þeirra hefur engan aðgang að fjarkennslu. Nú þegar skólastarf er víða að hefjast á ný ríkir neyðarástand í menntamálum um allan heim. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu á vegum UNICEF sem kom út í dag um menntun barna á tímum faraldurs kórónuveirunnar. Skýrslan sýnir hversu gífurleg áhrf heimsfaraldurinn hefur haft og mun hafa á tækifæri barna til náms. Þegar skólar þurftu að loka til að hefta útbreiðslu faraldursins gat þriðjungur skólabarna ekki stundað fjárnám. Þriðjungur skólabarna í heiminum gat ekki stundað fjarnám þegar loka þurfi skólum í faraldri kórónuveirunnar.UNICEF „Það var einn og hálfur milljarður barna tekinn úr skólum í vor. Mörg eru ekki að snúa til baka í haust nema þá kannski í breyttri mynd. UNICEF er líka á áætla að allt að 24 milljónir barna muni aldrei aftur snúa til baka í skólann út af faraldrinum,“ sagði Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Með skýrslunni sendir UNICEF ákall til ríkisstjórna heimsins að efla fjarkennslu fyrir þau hundruð milljóna barna sem hafa ekki tólin og tækin sem þarf til að læra í fjarkennslu þar sem þau búa. Einnig er biðlað til ríkisstjórna að forgangsraða opnun skóla þegar mögulegt er að létta á aðgerðum. Verst er staða barna í Afríku sunnan Sahara.UNICEF Verst er staða barna í Afríku sunnan Sahara, en þar hafði helmingur skólabarna engan aðgang að fjarkennslu. „Um allan heim þá veita skólar skjól og stöðugleika fyrir börn. Þarna geta þau fengið stuðning ef þau þurfa til dæmis að komast yfir einhver áföll eða takast á við kvíða. Þarna fá mörg börn sína einu heitu máltíð dagsins. Skólar halda börnum frá vinnu. Þeir halda stúlkum frá barnahjónaböndum. Ef að skólarnir eru lokaðir eru börnin svipt þessum stöðugleika og þessu öryggi sem skólarnir veita,“ sagði Birna. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Þriðjungur skólabarna í heiminum gat ekki stundað fjarnám þegar loka þurfi skólum í faraldri kórónuveirunnar. Verst er staða barna í Afríku sunnan Sahara en helmingur þeirra hefur engan aðgang að fjarkennslu. Nú þegar skólastarf er víða að hefjast á ný ríkir neyðarástand í menntamálum um allan heim. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu á vegum UNICEF sem kom út í dag um menntun barna á tímum faraldurs kórónuveirunnar. Skýrslan sýnir hversu gífurleg áhrf heimsfaraldurinn hefur haft og mun hafa á tækifæri barna til náms. Þegar skólar þurftu að loka til að hefta útbreiðslu faraldursins gat þriðjungur skólabarna ekki stundað fjárnám. Þriðjungur skólabarna í heiminum gat ekki stundað fjarnám þegar loka þurfi skólum í faraldri kórónuveirunnar.UNICEF „Það var einn og hálfur milljarður barna tekinn úr skólum í vor. Mörg eru ekki að snúa til baka í haust nema þá kannski í breyttri mynd. UNICEF er líka á áætla að allt að 24 milljónir barna muni aldrei aftur snúa til baka í skólann út af faraldrinum,“ sagði Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Með skýrslunni sendir UNICEF ákall til ríkisstjórna heimsins að efla fjarkennslu fyrir þau hundruð milljóna barna sem hafa ekki tólin og tækin sem þarf til að læra í fjarkennslu þar sem þau búa. Einnig er biðlað til ríkisstjórna að forgangsraða opnun skóla þegar mögulegt er að létta á aðgerðum. Verst er staða barna í Afríku sunnan Sahara.UNICEF Verst er staða barna í Afríku sunnan Sahara, en þar hafði helmingur skólabarna engan aðgang að fjarkennslu. „Um allan heim þá veita skólar skjól og stöðugleika fyrir börn. Þarna geta þau fengið stuðning ef þau þurfa til dæmis að komast yfir einhver áföll eða takast á við kvíða. Þarna fá mörg börn sína einu heitu máltíð dagsins. Skólar halda börnum frá vinnu. Þeir halda stúlkum frá barnahjónaböndum. Ef að skólarnir eru lokaðir eru börnin svipt þessum stöðugleika og þessu öryggi sem skólarnir veita,“ sagði Birna.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira