Gekk úr myndveri til að sýna leikmönnum stuðning Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2020 13:00 Inside the NBA á TNT nýtur mikilla vinsælda vestanhafs. getty/Kevin Winter Kenny Smith gekk úr myndveri í þættinum Inside The NBA á TNT til að sýna leikmönnum NBA-deildarinnar stuðning eftir að þeir neituðu að spila í gær til að mótmæla skotárás lögreglumanns á Jacob Blake og kynþáttamisrétti í Bandaríkjunum. Leikmenn Milwaukee Bucks mættu ekki til leiks gegn Orlando Magic í gærkvöldi í mótmælaskyni og í kjölfarið var öðrum leikjum kvöldsins frestað. Atburðir gærkvöldsins vöktu mikla athygli og af því tilefni bauð TNT upp á aukaþátt af Inside the NBA. Þar voru þeir Shaquille O'Neal, Kenny Smith og Charles Barkley á sínum stað ásamt stjórnandanum Ernie Johnson. „Það er eins og hausinn á mér sé að fara að springa þegar ég hugsa um það sem er í gangi,“ sagði Smith þegar hann tók til máls. „Ég held það sé best fyrir mig, sem svartan mann og fyrrverandi leikmann, að styðja leikmennina og vera ekki hér í kvöld,“ sagði Smith sem tók í kjölfarið af sér hljóðnemann og gekk úr myndverinu. .@TheJetOnTNT stands with the NBA players. pic.twitter.com/39Sby1D5kn— NBA on TNT (@NBAonTNT) August 26, 2020 Johnson sagðist virða ákvörðun Smiths sem varð tvisvar sinnum NBA-meistari með Houston Rockets á 10. áratug síðustu aldar. Bæði fyrrverandi og núverandi leikmenn í NBA hafa hrósað Milwaukee-mönnum fyrir að mæta ekki til leiks og greinilegt er að körfuboltasamfélagið vestanhafs stendur saman í þessu máli. Leikmenn NBA-deildarinnar funduðu í gær þar sem m.a. var rætt um að hætta við úrslitakeppnina til að knýja fram breytingar. LeBron James hjá Los Angeles Lakers og Kawhi Leonard hjá Los Angeles Clippers eiga báðir að hafa lagt þetta til. Lögreglumaður skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið er hann fór inn í bíl sinn í Kenosha í Wisconsin á sunnudaginn. Þrjú af börnum hans voru í bílnum. Blake lifði af en er lamaður fyrir neðan mitti. Í kjölfar skotárásarinnar brutust út mikil mótmæli víðs vegar um Bandaríkin. NBA Tengdar fréttir LeBron James og Kawhi Leonard töluðu um að klára ekki úrslitakeppnina Leikmenn Los Angeles liðanna í NBA-deildinni fóru fyrir því að mótmæli óréttlætinu í Bandaríkjunum með því að neita að spila úrslitakeppnina sem var komin á fulla ferð. 27. ágúst 2020 08:30 Flóðbylgja frestana í bandarísku íþróttalífi eftir ákvörðun Bucks í gær Íþróttamenn og íþróttalið í Bandaríkjunum stóðu með Milwaukee Bucks liðinu í nótt og það var því ekkert af þeim leikjum sem áttu að fara fram í öðrum íþróttagreinum í landinu. 27. ágúst 2020 07:00 Öllum leikjum kvöldsins frestað Öllum þremur leikjum kvöldsins sem áttu að fara fram í úrslitakeppni NBA körfuboltanum hefur nú verið frestað. 26. ágúst 2020 21:18 Milwaukee mætti ekki til leiks í mótmælaskyni Ekkert verður úr fimmta leik Milwaukee Bucks og Orlando Magic í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en leikmenn Milwaukee ætla ekki að spila leikinn vegna réttindabaráttu svarta. 26. ágúst 2020 20:31 Doc Rivers: Trump og hans fólk tala um ótta en það erum við sem eru drepin Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers, hélt hjartnæma og áhrifamikla einræðu um ástandið í Bandaríkjunum eftir sigur liðsins í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. 26. ágúst 2020 15:30 LeBron eftir leikinn í nótt: Við svarta fólkið í Bandaríkjunum erum skíthrædd LeBron James talaði um stöðu síns fólks í Bandaríkjunum og komandi kosningar í nóvember í viðtali eftir stórleik sinn og Lakers liðsins í nótt. 25. ágúst 2020 10:00 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Sjá meira
Kenny Smith gekk úr myndveri í þættinum Inside The NBA á TNT til að sýna leikmönnum NBA-deildarinnar stuðning eftir að þeir neituðu að spila í gær til að mótmæla skotárás lögreglumanns á Jacob Blake og kynþáttamisrétti í Bandaríkjunum. Leikmenn Milwaukee Bucks mættu ekki til leiks gegn Orlando Magic í gærkvöldi í mótmælaskyni og í kjölfarið var öðrum leikjum kvöldsins frestað. Atburðir gærkvöldsins vöktu mikla athygli og af því tilefni bauð TNT upp á aukaþátt af Inside the NBA. Þar voru þeir Shaquille O'Neal, Kenny Smith og Charles Barkley á sínum stað ásamt stjórnandanum Ernie Johnson. „Það er eins og hausinn á mér sé að fara að springa þegar ég hugsa um það sem er í gangi,“ sagði Smith þegar hann tók til máls. „Ég held það sé best fyrir mig, sem svartan mann og fyrrverandi leikmann, að styðja leikmennina og vera ekki hér í kvöld,“ sagði Smith sem tók í kjölfarið af sér hljóðnemann og gekk úr myndverinu. .@TheJetOnTNT stands with the NBA players. pic.twitter.com/39Sby1D5kn— NBA on TNT (@NBAonTNT) August 26, 2020 Johnson sagðist virða ákvörðun Smiths sem varð tvisvar sinnum NBA-meistari með Houston Rockets á 10. áratug síðustu aldar. Bæði fyrrverandi og núverandi leikmenn í NBA hafa hrósað Milwaukee-mönnum fyrir að mæta ekki til leiks og greinilegt er að körfuboltasamfélagið vestanhafs stendur saman í þessu máli. Leikmenn NBA-deildarinnar funduðu í gær þar sem m.a. var rætt um að hætta við úrslitakeppnina til að knýja fram breytingar. LeBron James hjá Los Angeles Lakers og Kawhi Leonard hjá Los Angeles Clippers eiga báðir að hafa lagt þetta til. Lögreglumaður skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið er hann fór inn í bíl sinn í Kenosha í Wisconsin á sunnudaginn. Þrjú af börnum hans voru í bílnum. Blake lifði af en er lamaður fyrir neðan mitti. Í kjölfar skotárásarinnar brutust út mikil mótmæli víðs vegar um Bandaríkin.
NBA Tengdar fréttir LeBron James og Kawhi Leonard töluðu um að klára ekki úrslitakeppnina Leikmenn Los Angeles liðanna í NBA-deildinni fóru fyrir því að mótmæli óréttlætinu í Bandaríkjunum með því að neita að spila úrslitakeppnina sem var komin á fulla ferð. 27. ágúst 2020 08:30 Flóðbylgja frestana í bandarísku íþróttalífi eftir ákvörðun Bucks í gær Íþróttamenn og íþróttalið í Bandaríkjunum stóðu með Milwaukee Bucks liðinu í nótt og það var því ekkert af þeim leikjum sem áttu að fara fram í öðrum íþróttagreinum í landinu. 27. ágúst 2020 07:00 Öllum leikjum kvöldsins frestað Öllum þremur leikjum kvöldsins sem áttu að fara fram í úrslitakeppni NBA körfuboltanum hefur nú verið frestað. 26. ágúst 2020 21:18 Milwaukee mætti ekki til leiks í mótmælaskyni Ekkert verður úr fimmta leik Milwaukee Bucks og Orlando Magic í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en leikmenn Milwaukee ætla ekki að spila leikinn vegna réttindabaráttu svarta. 26. ágúst 2020 20:31 Doc Rivers: Trump og hans fólk tala um ótta en það erum við sem eru drepin Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers, hélt hjartnæma og áhrifamikla einræðu um ástandið í Bandaríkjunum eftir sigur liðsins í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. 26. ágúst 2020 15:30 LeBron eftir leikinn í nótt: Við svarta fólkið í Bandaríkjunum erum skíthrædd LeBron James talaði um stöðu síns fólks í Bandaríkjunum og komandi kosningar í nóvember í viðtali eftir stórleik sinn og Lakers liðsins í nótt. 25. ágúst 2020 10:00 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Sjá meira
LeBron James og Kawhi Leonard töluðu um að klára ekki úrslitakeppnina Leikmenn Los Angeles liðanna í NBA-deildinni fóru fyrir því að mótmæli óréttlætinu í Bandaríkjunum með því að neita að spila úrslitakeppnina sem var komin á fulla ferð. 27. ágúst 2020 08:30
Flóðbylgja frestana í bandarísku íþróttalífi eftir ákvörðun Bucks í gær Íþróttamenn og íþróttalið í Bandaríkjunum stóðu með Milwaukee Bucks liðinu í nótt og það var því ekkert af þeim leikjum sem áttu að fara fram í öðrum íþróttagreinum í landinu. 27. ágúst 2020 07:00
Öllum leikjum kvöldsins frestað Öllum þremur leikjum kvöldsins sem áttu að fara fram í úrslitakeppni NBA körfuboltanum hefur nú verið frestað. 26. ágúst 2020 21:18
Milwaukee mætti ekki til leiks í mótmælaskyni Ekkert verður úr fimmta leik Milwaukee Bucks og Orlando Magic í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en leikmenn Milwaukee ætla ekki að spila leikinn vegna réttindabaráttu svarta. 26. ágúst 2020 20:31
Doc Rivers: Trump og hans fólk tala um ótta en það erum við sem eru drepin Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers, hélt hjartnæma og áhrifamikla einræðu um ástandið í Bandaríkjunum eftir sigur liðsins í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. 26. ágúst 2020 15:30
LeBron eftir leikinn í nótt: Við svarta fólkið í Bandaríkjunum erum skíthrædd LeBron James talaði um stöðu síns fólks í Bandaríkjunum og komandi kosningar í nóvember í viðtali eftir stórleik sinn og Lakers liðsins í nótt. 25. ágúst 2020 10:00