Hærri atvinnuleysisbætur dragi úr eftirspurn í störf Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 09:07 Ásgeir Jónsson seðlabankastjórinn lagar jakkann á kynningarfundi um stýrivaxtaákvörðun. vísir/vilhelm Seðlabankastjóri tekur í sama streng og fjármálaráðherra og Samtök atvinnulífsins í umræðunni um hækkun atvinnuleysisbóta. Slíkt geti mögulega dregið úr hvata fólks til að halda aftur á vinnumarkað og orðið til þess að atvinnuleysi verði langvarandi. Alþingismenn, stéttarfélög og ýmsir hagfræðingar hafa kallað eftir því að bæturnar verði hækkaðar. Fyrir því séu ekki aðeins mannúðarrök heldur jafnframt hagfræðileg, eins og Ólafur Kjaran Árnason hagfræðingur rakti í nýlegri grein. Alþýðusamband Íslands tekur í sama streng, hvergi í heiminum hafi sú aðferð að „svelta fólk út af bótum skilað árangri.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra nefndi tvær aðstæður fyrir því að hann teldi hækkun atvinnuleysisbóta ekki ákjósanlega á þessum tímapunkti. Að hans áliti þurfi að vera „ákveðinn munur á atvinnuleysisbótum og lágmarkslaunum, til þess að það sé einhver „nauðsynlegur hvati“ til þess að stíga inn á vinnumarkaðinn og út úr bótakerfinu.“ Jafnframt hugnist fjármálaráðherra ekki að „leggja viðbótarálögur á atvinnurekendur vegna atvinnutryggingagjalds en það er það síðasta sem ég tel að muni hjálpa okkur við að skapa ný störf, að auka enn frekar álögur á atvinnulífið,“ sagði Bjarni í Bítinu á dögunum. Samtök atvinnulífsins hafa talað á svipuðum nótum: „Fjöldi rannsókna hefur sýnt að háar bætur í samhengi við laun á vinnumarkaði dragi úr hvata til atvinnuleitar og hafi þannig áhrif til aukins atvinnuleysis með tilheyrandi útgjöldum úr sameiginlegum sjóðum. Einnig hefur verið sýnt fram á að það sé samband milli lengdar bótatímabils og lengdar tímabils atvinnuleysis.“ Ekki fjárhagslegur hvati fyrir ungt fólk Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, aðspurður í Fréttablaðinu, segir að hækkun atvinnuleysisbóta geti mögulega leitt til þess að atvinnuleysi dragist á langinn. „Hin almenna regla er sú að hækkun atvinnuleysisbóta dregur úr eftirspurn eftir störfum – miðað við hvað bætur eru nú háar bendir ekkert til annars en það gerist nú,“ segir Ásgeir. Slíkt geti orðið til þess að atvinnuleysið verði langvarandi. Lágar atvinnuleysisbætur geti orðið til þess að halda aftur af einkaneyslu - „en ég held að það eigi ekki við hér á landi,“ bætir Ásgeir við. Að sama skapi segist hann við blaðið hafa „verulegar áhyggjur“ af því að ungt fólk eigi í erfiðleikum með að hefja starfsferil sinn. Fyrstu skrefin á vinnumarkaði skili litlum peningalegum ávinningi. Greint var frá því gær að til standi að framlengja rétt til tekjutengdra atvinnuleysisbóta úr þremur mánuðum í sex. Þá verði hlutabótaúrræðið framlengt sömuleiðis. Vinnumarkaður Félagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Stjórnvöld hækki hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta BHM hefur skorað á stjórnvöld að hækka hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta og lengja tímabil tekjutengingar þannig að bæta megi afkomuöryggi fólks sem misst hafi vinnuna vegna samdráttar af völdum kórónuveirufaraldursins. 18. ágúst 2020 09:02 Segir hærri atvinnuleysisbætur geta stuðlað að auknu atvinnuleysi Forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins segir það varhugavert að hækka atvinnuleysisbætur. Það geti leitt til aukins atvinnuleysis og stuðlað að því að færri störf verði búin til auk þess sem það geti orðið þungur baggi fyrir ríkið. 13. ágúst 2020 13:00 Bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki á illa að fara Spáð er allt að níu prósenta atvinnuleysi í ágúst og óttast er að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Forseti ASÍ segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki eigi illa að fara. 15. júlí 2020 20:00 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Seðlabankastjóri tekur í sama streng og fjármálaráðherra og Samtök atvinnulífsins í umræðunni um hækkun atvinnuleysisbóta. Slíkt geti mögulega dregið úr hvata fólks til að halda aftur á vinnumarkað og orðið til þess að atvinnuleysi verði langvarandi. Alþingismenn, stéttarfélög og ýmsir hagfræðingar hafa kallað eftir því að bæturnar verði hækkaðar. Fyrir því séu ekki aðeins mannúðarrök heldur jafnframt hagfræðileg, eins og Ólafur Kjaran Árnason hagfræðingur rakti í nýlegri grein. Alþýðusamband Íslands tekur í sama streng, hvergi í heiminum hafi sú aðferð að „svelta fólk út af bótum skilað árangri.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra nefndi tvær aðstæður fyrir því að hann teldi hækkun atvinnuleysisbóta ekki ákjósanlega á þessum tímapunkti. Að hans áliti þurfi að vera „ákveðinn munur á atvinnuleysisbótum og lágmarkslaunum, til þess að það sé einhver „nauðsynlegur hvati“ til þess að stíga inn á vinnumarkaðinn og út úr bótakerfinu.“ Jafnframt hugnist fjármálaráðherra ekki að „leggja viðbótarálögur á atvinnurekendur vegna atvinnutryggingagjalds en það er það síðasta sem ég tel að muni hjálpa okkur við að skapa ný störf, að auka enn frekar álögur á atvinnulífið,“ sagði Bjarni í Bítinu á dögunum. Samtök atvinnulífsins hafa talað á svipuðum nótum: „Fjöldi rannsókna hefur sýnt að háar bætur í samhengi við laun á vinnumarkaði dragi úr hvata til atvinnuleitar og hafi þannig áhrif til aukins atvinnuleysis með tilheyrandi útgjöldum úr sameiginlegum sjóðum. Einnig hefur verið sýnt fram á að það sé samband milli lengdar bótatímabils og lengdar tímabils atvinnuleysis.“ Ekki fjárhagslegur hvati fyrir ungt fólk Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, aðspurður í Fréttablaðinu, segir að hækkun atvinnuleysisbóta geti mögulega leitt til þess að atvinnuleysi dragist á langinn. „Hin almenna regla er sú að hækkun atvinnuleysisbóta dregur úr eftirspurn eftir störfum – miðað við hvað bætur eru nú háar bendir ekkert til annars en það gerist nú,“ segir Ásgeir. Slíkt geti orðið til þess að atvinnuleysið verði langvarandi. Lágar atvinnuleysisbætur geti orðið til þess að halda aftur af einkaneyslu - „en ég held að það eigi ekki við hér á landi,“ bætir Ásgeir við. Að sama skapi segist hann við blaðið hafa „verulegar áhyggjur“ af því að ungt fólk eigi í erfiðleikum með að hefja starfsferil sinn. Fyrstu skrefin á vinnumarkaði skili litlum peningalegum ávinningi. Greint var frá því gær að til standi að framlengja rétt til tekjutengdra atvinnuleysisbóta úr þremur mánuðum í sex. Þá verði hlutabótaúrræðið framlengt sömuleiðis.
Vinnumarkaður Félagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Stjórnvöld hækki hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta BHM hefur skorað á stjórnvöld að hækka hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta og lengja tímabil tekjutengingar þannig að bæta megi afkomuöryggi fólks sem misst hafi vinnuna vegna samdráttar af völdum kórónuveirufaraldursins. 18. ágúst 2020 09:02 Segir hærri atvinnuleysisbætur geta stuðlað að auknu atvinnuleysi Forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins segir það varhugavert að hækka atvinnuleysisbætur. Það geti leitt til aukins atvinnuleysis og stuðlað að því að færri störf verði búin til auk þess sem það geti orðið þungur baggi fyrir ríkið. 13. ágúst 2020 13:00 Bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki á illa að fara Spáð er allt að níu prósenta atvinnuleysi í ágúst og óttast er að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Forseti ASÍ segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki eigi illa að fara. 15. júlí 2020 20:00 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Stjórnvöld hækki hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta BHM hefur skorað á stjórnvöld að hækka hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta og lengja tímabil tekjutengingar þannig að bæta megi afkomuöryggi fólks sem misst hafi vinnuna vegna samdráttar af völdum kórónuveirufaraldursins. 18. ágúst 2020 09:02
Segir hærri atvinnuleysisbætur geta stuðlað að auknu atvinnuleysi Forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins segir það varhugavert að hækka atvinnuleysisbætur. Það geti leitt til aukins atvinnuleysis og stuðlað að því að færri störf verði búin til auk þess sem það geti orðið þungur baggi fyrir ríkið. 13. ágúst 2020 13:00
Bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki á illa að fara Spáð er allt að níu prósenta atvinnuleysi í ágúst og óttast er að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Forseti ASÍ segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki eigi illa að fara. 15. júlí 2020 20:00