Ásdís endaði magnaðan feril með mögnuðum degi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 12:00 Ásdís Hjálmsdóttir Annerud með sínu fólki eftir lokamótið en myndin er af fésbókarsíðu hennar. Mynd/Fésbókin Ásdís Hjálmsdóttir Annerud endaði á dögunum magnaðan feril sinn þegar hún keppti í síðasta skiptið á Castorama mótinu í Svíþjóð. Ásdís Hjálmsdóttir Annerud er þekktust fyrir árangur sinn í spjótkasti en hún hefur einnig keppt í öðrum kastgreinum á ferlinum. Frjálsíþróttasambandið sagði frá mögnuðum endi á mögnuðum ferli hennar. Ásdís ákvað að enda síðasta mótið á því að keppa í öllum fjórum kastgreinunum á sama degi. Ásdís keppti þannig í kastgreinunum fjórum; kúluvarpi, spjótkasti, kringlukasti og sleggjukasti. Í kúluvarpi kastaði hún 15,78 metra, í spjótkasti 60,49 metra, í kringlukasti 52,29 metra og 42,43 metra í sleggjukasti. Ásdís Hjálmsdóttir Annerud keppti í gær í síðasta skiptið á ferlinum á Castorama mótinu í Svíþjóð. ...Posted by Frjálsíþróttasamband Íslands on Miðvikudagur, 26. ágúst 2020 Íslandsmet Ásdísar í spjótkasti er 63,43 metrar sem hún setti í Finnlandi í júlí árið 2017. Ásdís bætti metið fyrst árið 2005 þegar hún kastaði 57,10 metra og bætti það í heildina sjö sinnum. Ásdís á einnig Íslandsmetið í kúluvarpi utanhúss. Hún setti það í október á síðasta ári og þá hafði metið staðið í 27 ár. Ásdís hefur átt magnaðan íþróttaferil og verið með þeim fremstu í heiminum í sinni grein í meira en áratug. Hún hefur keppt á fimm Evrópumeistaramótum og fimm Heimsmeistaramótum. Á Evrópumotnu náði hún bestum árangri þegar hún lenti í áttunda sæti í Hollandi árið 2016 og á heimsmeistaramótinu var besti árangurinn hennar þegar hún varð ellefta í London 2017. Ásdís keppti á þrennum Ólympíuleikum, árin 2008, 2012 og 2016. Ásdís komst í úrslit á Ólympíuleikunum í London 2012. Ásdís hafði sett stefnuna á að keppa á sínum fjórðu leikum í Tókýó í sumar en þeim var frestað um eitt ár og fara því fram sumarið 2021. En þrennir Ólympíuleikar á ferlinum er árangur sem allir heimsklassa íþróttamenn geta verið stoltir af. Castorama record 3732 points What a way to finish! Right now I am in awe and have no words about how...Posted by Ásdís Hjálmsdóttir Annerud on Þriðjudagur, 25. ágúst 2020 Frjálsar íþróttir Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir Annerud endaði á dögunum magnaðan feril sinn þegar hún keppti í síðasta skiptið á Castorama mótinu í Svíþjóð. Ásdís Hjálmsdóttir Annerud er þekktust fyrir árangur sinn í spjótkasti en hún hefur einnig keppt í öðrum kastgreinum á ferlinum. Frjálsíþróttasambandið sagði frá mögnuðum endi á mögnuðum ferli hennar. Ásdís ákvað að enda síðasta mótið á því að keppa í öllum fjórum kastgreinunum á sama degi. Ásdís keppti þannig í kastgreinunum fjórum; kúluvarpi, spjótkasti, kringlukasti og sleggjukasti. Í kúluvarpi kastaði hún 15,78 metra, í spjótkasti 60,49 metra, í kringlukasti 52,29 metra og 42,43 metra í sleggjukasti. Ásdís Hjálmsdóttir Annerud keppti í gær í síðasta skiptið á ferlinum á Castorama mótinu í Svíþjóð. ...Posted by Frjálsíþróttasamband Íslands on Miðvikudagur, 26. ágúst 2020 Íslandsmet Ásdísar í spjótkasti er 63,43 metrar sem hún setti í Finnlandi í júlí árið 2017. Ásdís bætti metið fyrst árið 2005 þegar hún kastaði 57,10 metra og bætti það í heildina sjö sinnum. Ásdís á einnig Íslandsmetið í kúluvarpi utanhúss. Hún setti það í október á síðasta ári og þá hafði metið staðið í 27 ár. Ásdís hefur átt magnaðan íþróttaferil og verið með þeim fremstu í heiminum í sinni grein í meira en áratug. Hún hefur keppt á fimm Evrópumeistaramótum og fimm Heimsmeistaramótum. Á Evrópumotnu náði hún bestum árangri þegar hún lenti í áttunda sæti í Hollandi árið 2016 og á heimsmeistaramótinu var besti árangurinn hennar þegar hún varð ellefta í London 2017. Ásdís keppti á þrennum Ólympíuleikum, árin 2008, 2012 og 2016. Ásdís komst í úrslit á Ólympíuleikunum í London 2012. Ásdís hafði sett stefnuna á að keppa á sínum fjórðu leikum í Tókýó í sumar en þeim var frestað um eitt ár og fara því fram sumarið 2021. En þrennir Ólympíuleikar á ferlinum er árangur sem allir heimsklassa íþróttamenn geta verið stoltir af. Castorama record 3732 points What a way to finish! Right now I am in awe and have no words about how...Posted by Ásdís Hjálmsdóttir Annerud on Þriðjudagur, 25. ágúst 2020
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira