Segir Bandaríkjamenn ekki verða örugga í „Bandaríkjum Joe Biden“ Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2020 08:20 Mike Pence flutti ræðu sína við Fort McHenry minnisvarðann í Baltimore. AP Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, varaði í nótt við að ofbeldisverk og mótmæli munu dreifast til fleiri bandarískra borga, fari svo að Joe Biden vinni sigur í forsetakosningunum í nóvember. „Sannleikurinn er sá að við þið verðið ekki örugg í Bandaríkjum Joe Biden,“ sagði varaforsetinn í ræðu sinni á landsþingi Repúblikanaflokksins sem að stærstum hluta fram í netheimum þessa dagana. Pence dró í ræðu sinni upp þá mynd að bandarískir kjósendur stæðu frammi fyrir vali milli raðar og reglu annars vegar og lögleysu hins vegar. Mikil mótmæli hafa verið í nokkrum borgum Bandaríkjanna síðustu daga í kjölfar þess að lögreglumaður skaut svartan mann í Wisconsin síðastliðinn sunnudag. Pence sagði að Bandaríkjamenn vissu fullvel að ekki þyrfti að velja milli þess að styðja við bakið á lögreglunni og þess að standa með svörtum Bandaríkjamönnum til að bæta lífsgæði borgaranna í borgum og bæjum. Hann gagnrýndi ennfremur Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, fyrir að orð hans um að þegjandi slagsíða sé gegn minnihlutahópum sé við lýði í bandarísku samfélagi, auk „kerfisbundis rasisma“. Pence flutti ræðu sína við Fort McHenry minnisvarðann í Baltimore. Flokksþingi Repúblikana lýkur í kvöld. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Samúðarkveðjur og faraldur í nútíð stóðu upp úr í ræðu Melaniu Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna biðlaði til þjóðar sinnar að láta af obeldi og glæpum í ræðu sinni í gærkvöldi 26. ágúst 2020 06:38 „Fínpússaður“ Trump til sýnis Fínpússuð útgáfa af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, var til sýnis á öðru kvöldi landsfundar Repúblikanaflokksins. Með því vilja Trump-liðar ná til kjósenda sem eru ekki sáttir við framferði forsetans. 26. ágúst 2020 10:32 Jákvæðninni kastað fyrir borð á „Trump sýningunni“ Fyrsta kvöld landsfundar Repúblikanaflokksins fór fram í gær og hlaut Donald Trump, forseti, formlega tilnefningu flokksins. 25. ágúst 2020 10:20 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, varaði í nótt við að ofbeldisverk og mótmæli munu dreifast til fleiri bandarískra borga, fari svo að Joe Biden vinni sigur í forsetakosningunum í nóvember. „Sannleikurinn er sá að við þið verðið ekki örugg í Bandaríkjum Joe Biden,“ sagði varaforsetinn í ræðu sinni á landsþingi Repúblikanaflokksins sem að stærstum hluta fram í netheimum þessa dagana. Pence dró í ræðu sinni upp þá mynd að bandarískir kjósendur stæðu frammi fyrir vali milli raðar og reglu annars vegar og lögleysu hins vegar. Mikil mótmæli hafa verið í nokkrum borgum Bandaríkjanna síðustu daga í kjölfar þess að lögreglumaður skaut svartan mann í Wisconsin síðastliðinn sunnudag. Pence sagði að Bandaríkjamenn vissu fullvel að ekki þyrfti að velja milli þess að styðja við bakið á lögreglunni og þess að standa með svörtum Bandaríkjamönnum til að bæta lífsgæði borgaranna í borgum og bæjum. Hann gagnrýndi ennfremur Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, fyrir að orð hans um að þegjandi slagsíða sé gegn minnihlutahópum sé við lýði í bandarísku samfélagi, auk „kerfisbundis rasisma“. Pence flutti ræðu sína við Fort McHenry minnisvarðann í Baltimore. Flokksþingi Repúblikana lýkur í kvöld.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Samúðarkveðjur og faraldur í nútíð stóðu upp úr í ræðu Melaniu Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna biðlaði til þjóðar sinnar að láta af obeldi og glæpum í ræðu sinni í gærkvöldi 26. ágúst 2020 06:38 „Fínpússaður“ Trump til sýnis Fínpússuð útgáfa af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, var til sýnis á öðru kvöldi landsfundar Repúblikanaflokksins. Með því vilja Trump-liðar ná til kjósenda sem eru ekki sáttir við framferði forsetans. 26. ágúst 2020 10:32 Jákvæðninni kastað fyrir borð á „Trump sýningunni“ Fyrsta kvöld landsfundar Repúblikanaflokksins fór fram í gær og hlaut Donald Trump, forseti, formlega tilnefningu flokksins. 25. ágúst 2020 10:20 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Samúðarkveðjur og faraldur í nútíð stóðu upp úr í ræðu Melaniu Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna biðlaði til þjóðar sinnar að láta af obeldi og glæpum í ræðu sinni í gærkvöldi 26. ágúst 2020 06:38
„Fínpússaður“ Trump til sýnis Fínpússuð útgáfa af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, var til sýnis á öðru kvöldi landsfundar Repúblikanaflokksins. Með því vilja Trump-liðar ná til kjósenda sem eru ekki sáttir við framferði forsetans. 26. ágúst 2020 10:32
Jákvæðninni kastað fyrir borð á „Trump sýningunni“ Fyrsta kvöld landsfundar Repúblikanaflokksins fór fram í gær og hlaut Donald Trump, forseti, formlega tilnefningu flokksins. 25. ágúst 2020 10:20