Kerecis tryggt sér þrjá milljarða Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 06:23 Starfsmenn Kerecis að störfum á Ísafirði. kerecis Lækningavörufyrirtækið Kercis segist hafa tryggt sér 3 milljarða króna lánsfjármögnun. Henni er ætlað að fjármagna veltufjárþörf fyrirtæksins og segir stofnandi Kerecis að innspýtingin muni styðja við frekari vöxt í Bandaríkjunum, þar sem stærsta markað fyrir vörur þess sé að finna. Kerecis er lækningafyrirtæki sem vinnur stoðefni og önnur efni úr roði. Stoðefnin eru búin til úr húð eða öðrum vefjabútum með því að fjarlægja allar frumur og öll ofnæmisvaldandi efni þannig að eftir stendur stoðgrind búin til úr millifrumuefni. Kerecis hefur þróað og verndað með einkaleyfum tækni til að búa til stoðefni úr roði. Í orðsendingu frá fyrirtækinu segir að bandaríski bankinn Silicon Valley Bank láni félaginu allt að 2,2 milljarða króna í formi ádráttarláns (e. revolving credit) og að auki taki fyrirtækið 800 milljón króna lán, sem að stærstum hluta sé lán frá hluthöfum með breytirétti. Þessi lánsfjármögnun komi í kjölfar 2,2 milljarða dala hlutafjáraukningar „C“ sem fyrirtækið tilkynnti um í byrjun árs 2019. Einn þriðji hluti þeirrar upphæðar var skuldbreyting á breytiréttarlánum og tveir þriðju fjárfesting með reiðufé. 90 prósent tekna frá Bandaríkjunum Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og stjórnarformaður Kerecis, lætur hafa eftir sér í orðsendingunni að áfram aukist eftirspurnin í sáraroð fyrirtækisins og því hafi fyrrnefnd veltufjárþörf aukist. „Þessi 3 milljarða króna lánsfjármögnun tryggir okkur veltufé fyrir næstu misseri og gerir okkur kleift að halda áfram að stækka fyrirtækið hratt og koma sáraroðinu til fleiri og fleiri sjúklinga í Bandaríkjunum þar sem megin-markaður okkar er,” segir Guðmundur. Yfir 90 prósent af tekjum Kerecis koma af Bandaríkjamarkaði en vörur þess eru engu að síður markaðssettar víða um heim. Þær eru í dag einkum notaðar til að meðhöndla þrálát sár, t.d. sykursýkissár, bráðaáverka og í skurðstofuaðgerðum Sjávarútvegur Heilbrigðismál Nýsköpun Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Lækningavörufyrirtækið Kercis segist hafa tryggt sér 3 milljarða króna lánsfjármögnun. Henni er ætlað að fjármagna veltufjárþörf fyrirtæksins og segir stofnandi Kerecis að innspýtingin muni styðja við frekari vöxt í Bandaríkjunum, þar sem stærsta markað fyrir vörur þess sé að finna. Kerecis er lækningafyrirtæki sem vinnur stoðefni og önnur efni úr roði. Stoðefnin eru búin til úr húð eða öðrum vefjabútum með því að fjarlægja allar frumur og öll ofnæmisvaldandi efni þannig að eftir stendur stoðgrind búin til úr millifrumuefni. Kerecis hefur þróað og verndað með einkaleyfum tækni til að búa til stoðefni úr roði. Í orðsendingu frá fyrirtækinu segir að bandaríski bankinn Silicon Valley Bank láni félaginu allt að 2,2 milljarða króna í formi ádráttarláns (e. revolving credit) og að auki taki fyrirtækið 800 milljón króna lán, sem að stærstum hluta sé lán frá hluthöfum með breytirétti. Þessi lánsfjármögnun komi í kjölfar 2,2 milljarða dala hlutafjáraukningar „C“ sem fyrirtækið tilkynnti um í byrjun árs 2019. Einn þriðji hluti þeirrar upphæðar var skuldbreyting á breytiréttarlánum og tveir þriðju fjárfesting með reiðufé. 90 prósent tekna frá Bandaríkjunum Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og stjórnarformaður Kerecis, lætur hafa eftir sér í orðsendingunni að áfram aukist eftirspurnin í sáraroð fyrirtækisins og því hafi fyrrnefnd veltufjárþörf aukist. „Þessi 3 milljarða króna lánsfjármögnun tryggir okkur veltufé fyrir næstu misseri og gerir okkur kleift að halda áfram að stækka fyrirtækið hratt og koma sáraroðinu til fleiri og fleiri sjúklinga í Bandaríkjunum þar sem megin-markaður okkar er,” segir Guðmundur. Yfir 90 prósent af tekjum Kerecis koma af Bandaríkjamarkaði en vörur þess eru engu að síður markaðssettar víða um heim. Þær eru í dag einkum notaðar til að meðhöndla þrálát sár, t.d. sykursýkissár, bráðaáverka og í skurðstofuaðgerðum
Sjávarútvegur Heilbrigðismál Nýsköpun Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira