Fellibylurinn Lára sækir í sig veðrið Andri Eysteinsson skrifar 26. ágúst 2020 23:24 Íbúar á strandsvæðum hafa verið beðnir um að yfirgefa heimili sín. Vísir/AP Fellibylurinn Lára sem stefnir hraðbyri að ströndum Bandarísku ríkjanna Texas og Louisiana hefur sótt í sig veðrið í dag og flokkast nú sem fjórða stigs fellibylur. Þá hafa veðurfræðingar varað við því að flætt gæti vegna veðurofsans og vatnsyfirborðið í kjölfarið náð allt að sex metra hæð og segja nær ómögulegt að lifa slíkt flóð af. Yfir sex hundruð þúsund manns var gert að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins í dag en samkvæmt fréttum AP fréttaveitunnar mælist vindhraði Láru nú um 61 m/s og enn er talið að vindhraði geti aukist nokkuð áður en að Lára nær landi. Þá er gert ráð fyrir mikilli úrkomu eða allt að fjörutíu sentimetrum á sumum stöðum. Eins og áður segir flokkast Lára nú sem fjórða stigs fellibylur en samkvæmt skilgreiningum birtum á vef AP segir að hörmulegar skemmdir geti orðið geti orðið vegna slíkra krafta. Búast megi við því að veggir húsa geti hrunið og þök rifnað af. Tré yrðu líklegast rifin upp með rótum og rafmagnsstaurar fallið. Rafmagnsleysið sem orsakist af slíkri eyðileggingu gæti varið í vikur eða mánuði. Stærsti hluti svæðis sem yrði slíku veðri að bráð yrði óbyggilegur í langan tíma. Yfirborð vatns hefur þegar tekið að rísa í strandbæjum Texas og Louisiana en flóðaviðvaranir hafa verið gefnar út lengra inn til landsins. Búist er við því að fellibylurinn gangi yfir og muni valda mikilli úrkomu í ríkjum á borð við Missouri, Tennessee og Kentucky sem eru landlukt. Þá hefur fellibylurinn einnig mikil áhrif á orkuframleiðslu Bandaríkjanna en loka hefur þurft fyrir um 84% þeirrar olíuframleiðslu sem Bandaríkin standa fyrir í Mexíkóflóa og 300 olíu- og gasborpallar hafa verið rýmdir. Lára hefur ekki náð landi á meginland Ameríku en hefur fellibylurinn þegar kostað 23 lífið á eyjunni Hispaníólu þar sem að 20 létust á Haítí á vesturhluta eyjunnar og þrír í austurhlutanum, Dóminíkanska Lýðveldinu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hvatt íbúa við strandlengjuna að fylgja fyrirmælum yfirvalda ríkjanna og yfirgefa heimili sín. Slíkt getur þó reynst íbúum erfitt með stuttum fyrirvara en AP hefur greint frá því að hótelherbergi hafi fyllst innar í landinu og einnig að fjárhagsstaða hefti möguleika margra íbúa svæðanna, sér í lagi eftir að atvinnuleysi jókst í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Búist er við því að Lára muni valda flóðum inn til landsins á leið sinni í gegnum Bandaríkin. Fellibylurinn er talinn það kraftmikill að hann muni enn teljast til hitabeltisstorms þegar á austurströndina er komið og gæti hann einnig valdið eyðileggingu á þeim slóðum. Bandaríkin Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Fellibylurinn Lára sem stefnir hraðbyri að ströndum Bandarísku ríkjanna Texas og Louisiana hefur sótt í sig veðrið í dag og flokkast nú sem fjórða stigs fellibylur. Þá hafa veðurfræðingar varað við því að flætt gæti vegna veðurofsans og vatnsyfirborðið í kjölfarið náð allt að sex metra hæð og segja nær ómögulegt að lifa slíkt flóð af. Yfir sex hundruð þúsund manns var gert að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins í dag en samkvæmt fréttum AP fréttaveitunnar mælist vindhraði Láru nú um 61 m/s og enn er talið að vindhraði geti aukist nokkuð áður en að Lára nær landi. Þá er gert ráð fyrir mikilli úrkomu eða allt að fjörutíu sentimetrum á sumum stöðum. Eins og áður segir flokkast Lára nú sem fjórða stigs fellibylur en samkvæmt skilgreiningum birtum á vef AP segir að hörmulegar skemmdir geti orðið geti orðið vegna slíkra krafta. Búast megi við því að veggir húsa geti hrunið og þök rifnað af. Tré yrðu líklegast rifin upp með rótum og rafmagnsstaurar fallið. Rafmagnsleysið sem orsakist af slíkri eyðileggingu gæti varið í vikur eða mánuði. Stærsti hluti svæðis sem yrði slíku veðri að bráð yrði óbyggilegur í langan tíma. Yfirborð vatns hefur þegar tekið að rísa í strandbæjum Texas og Louisiana en flóðaviðvaranir hafa verið gefnar út lengra inn til landsins. Búist er við því að fellibylurinn gangi yfir og muni valda mikilli úrkomu í ríkjum á borð við Missouri, Tennessee og Kentucky sem eru landlukt. Þá hefur fellibylurinn einnig mikil áhrif á orkuframleiðslu Bandaríkjanna en loka hefur þurft fyrir um 84% þeirrar olíuframleiðslu sem Bandaríkin standa fyrir í Mexíkóflóa og 300 olíu- og gasborpallar hafa verið rýmdir. Lára hefur ekki náð landi á meginland Ameríku en hefur fellibylurinn þegar kostað 23 lífið á eyjunni Hispaníólu þar sem að 20 létust á Haítí á vesturhluta eyjunnar og þrír í austurhlutanum, Dóminíkanska Lýðveldinu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hvatt íbúa við strandlengjuna að fylgja fyrirmælum yfirvalda ríkjanna og yfirgefa heimili sín. Slíkt getur þó reynst íbúum erfitt með stuttum fyrirvara en AP hefur greint frá því að hótelherbergi hafi fyllst innar í landinu og einnig að fjárhagsstaða hefti möguleika margra íbúa svæðanna, sér í lagi eftir að atvinnuleysi jókst í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Búist er við því að Lára muni valda flóðum inn til landsins á leið sinni í gegnum Bandaríkin. Fellibylurinn er talinn það kraftmikill að hann muni enn teljast til hitabeltisstorms þegar á austurströndina er komið og gæti hann einnig valdið eyðileggingu á þeim slóðum.
Bandaríkin Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira