Íslenski boltinn

Guðmundur Steinn: Ég biðla til dómara að gefa mér breik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur og félagar fyrr í sumar.
Guðmundur og félagar fyrr í sumar. KA.IS/EGILL BJARNI FRIÐJÓNSSON

Guðmundur Steinn skoraði markið sem tryggði Akureyringum eitt stig í Garðabænum núna fyrr í kvöld. Guðmundur var sáttur þrátt fyrir að hann hefði viljað meira.

„Við erum ágætlega sáttir að ná inn marki í lokin en úr því sem komið var, manni fleiri í fyrri hálfleik þá hefðum við viljað klárað þetta en við verðum að sætta okkur við 1-1,“ sagði Guðmundur í viðtali eftir leik.

Guðmundur var spurður út í vítaspyrnudóminn, hvort að Erlendur gerði rétt með að dæma vítaspyrnu.

„Mér fannst það. Ég get þó alveg viðurkennt það miðað við viðbrögð margra inn á vellinum þá augljóslega fannst þeim það ekki. Mér fannst hann [Brynjar Gauti] narta aftan í hælana á honum [Hallgrími Mar].“

Guðmundur hefur verið óheppinn fyrir framan markið það sem af er sumri en var þó sáttur að finna netið í kvöld. „Það er alltaf gaman að skora og það breytist ekki. Auðvitað er búið dæma eitthvað af mörkum af. Maður þarf að hreinsa það úr hausnum,“ sagði Guðmundur og átti þá við öll þau mörk sem hafa verið dæmd af honum hingað til. Guðmundur biðlar til dómara að gefa honum meiri séns.

„Í fyrra voru dæmd mörk af mér sem voru bara vitleysa. Í ár er þetta búið að vera skrítið, þetta eru ekki atvik sem snúa að mér heldur eru aðrir í teignum að togast á. Ég get ekki sagt hvað er rétt eða rangt í því. Þetta er bara skrítið. Ég biðla til dómara að gefa mér smá breik því maður horfir á leik eftir leik þar einhver er hálfan meter fyrir innan og fær dæmt mark og eitthvað svona en það dettur ekkert fyrir mig.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×