Íslenski boltinn

Rúnar: Þetta minnti á æfingaleik að vetri til

Andri Már Eggertsson skrifar
Rúnar Kristinsson getur ekki verið sáttur með varnarleik sinna manna í kvöld.
Rúnar Kristinsson getur ekki verið sáttur með varnarleik sinna manna í kvöld. VÍSIR/DANÍEL

Á Meistaravöllum fór fram skemmtilegasti leikur sumarsins þegar KR og Valur áttust við í sannkölluðum toppslag.

Leikurinn endaði með 5-4 sigri Vals og var því talsvert mikið um góðan sóknarleik hjá báðum liðum meðan varnarleikur liðanna laut í lægra haldi.

„Þetta var skrítin leikur og slakur leikur hjá mínu liði, við vorum lélegir varnarlega þó við skoruðum 4 mörk þá má segja að bæði lið hafi verið léleg að verjast,” sagði Rúnar svekktur með niðurstöðuna

Þetta var ekki eðlilegur varnarleikur hjá eins góðum liðum og áttust við hér í kvöld. Valur voru þó klókari en KR og skoruðu 5 mörk marki meira en KR sem eiga þó alltaf að geta treyst á að ná í úrslit þegar lið skora 4 mörk.

„Það er ekki alltaf þannig að maður þurfi að gera breytingu þó maður fái mark á sig, við ræddum þetta í hálfleik en við biðum síðan kom mark strax og þá kýldum við á þetta sem breytti ekki miklu því þeir skoruðu fljótlega aftur,” sagði Rúnar um skiptingu liðsins í kjölfarið á 4 marki Vals.

Varnarleikur KR hefur ekki verið til útflutnings, liðið hefur fengið á sig 11 mörk í tveimur leikjum og er því ljóst að margt þarf að lagast hjá KR liðinu varnarlega.

„Þetta er mjög erfitt og skrítið tímabil það er lítið jafnvægi í því sem við erum að gera. Við æfum ekki í nokkra daga, förum síðan að æfa og tala nú ekki um þau stopp sem hafa verið og allt byrjar upp á nýtt,” sagði Rúnar

„Ég ætla ekki að nota þetta sem afsökun fyrir tapinu en þetta hjálpar liðunum ekki, þetta er allt annar leikur með enga áhorfendur og er þetta bara eins og æfingaleikur á vetri til þá sérstaklega fyrri hálfleikurinn sem var fáranlegur á mælikvarða þessa liða.”


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×