Giannis í hóp með Jordan, Olajuwon, Garnett og Robinson Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. ágúst 2020 23:00 Giannis Antetokounmpo er fyrsti leikmaður Milwaukee Bucks í 36 ár sem er valinn varnarmaður ársins í NBA. getty/Ashley Landis Giannis Antetokounmpo, leikmaður Milwaukee Bucks, fékk yfirburðakosningu í valinu á besta varnarmanni NBA-deildarinnar í körfubolta. Mike Budenholzer tilkynnti Antetokounmpo þetta að viðstöddum leikmönnum og starfsfólki Milwaukee á mánudaginn. Í gær gaf NBA-deildin það svo formlega út að Grikkinn hefði verið valinn varnarmaður ársins. The 2019-20 #KiaDPOY is @Giannis_An34! #NBAAwards pic.twitter.com/lhzlxAc4yR— NBA (@NBA) August 25, 2020 Antetokounmpo fékk 432 stig í kjörinu. Anthony Davis, leikmaður Los Angeles Lakers, kom næstur með 200 stig. Rudy Gobert, miðherji Utah Jazz, varð í 3. sæti með 187 stig en hann var valinn varnamaður ársins 2018 og 2019. Antetokounmpo átti hvað stærstan þátt í að Milwaukee var með besta varnarlið NBA í vetur. Hann tók 13,6 fráköst að meðaltali í leik og mótherjar Milwaukee voru aðeins með 36,3 prósent skotnýtingu þegar Antetokounmpo var næsti varnarmaður við þá. Gríski landsliðsmaðurinn er aðeins annar leikmaður Milwaukee sem er valinn varnarmaður ársins í NBA. Sidney Moncrief var sá fyrsti til að hljóta verðlaunin tímabilið 1982-83. Hann fékk þau aftur tímabilið 1983-84. Antetokounmpo var valinn verðmætasti leikmaður NBA á síðasta tímabili (MVP). Hann er aðeins sá fimmti í sögu deildarinnar sem er bæði valinn verðmætasti leikmaður NBA og besti varnarmaðurinn. Hinir fjórir eru Michael Jordan, Hakeem Olajuwon, Kevin Garnett og David Robinson. Giannis Antetokounmpo is the 5th player to win both NBA MVP and NBA DPOY in a career, joining Kevin Garnett, Hakeem Olajuwon, Michael Jordan and David Robinson. As a reminder, the Defensive Player of the Year has only been awarded since the 1982-83 season. pic.twitter.com/GYTdH9JJlG— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 25, 2020 Jordan og Olajuwon eru þeir einu sem hafa verið valdir verðmætasti leikmaður NBA og besti varnarmaðurinn á sama tímabilinu. Antetokounmpo bætist væntanlega í þann hóp en yfirgnæfandi líkur er á að hann verði valinn verðmætasti leikmaður tímabilsins 2019-20. Antetokounmpo og félagar í Milwaukee mættu ekki til leiks gegn Orlando Magic í kvöld í mótmælaskyni. NBA Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - Stjarnan | Meistararnir komnir í gang? Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum KR - Valur | Hnífjöfn fyrir grannaslag Njarðvík - Ármann | Færi á fyrsta sigri? Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Sjá meira
Giannis Antetokounmpo, leikmaður Milwaukee Bucks, fékk yfirburðakosningu í valinu á besta varnarmanni NBA-deildarinnar í körfubolta. Mike Budenholzer tilkynnti Antetokounmpo þetta að viðstöddum leikmönnum og starfsfólki Milwaukee á mánudaginn. Í gær gaf NBA-deildin það svo formlega út að Grikkinn hefði verið valinn varnarmaður ársins. The 2019-20 #KiaDPOY is @Giannis_An34! #NBAAwards pic.twitter.com/lhzlxAc4yR— NBA (@NBA) August 25, 2020 Antetokounmpo fékk 432 stig í kjörinu. Anthony Davis, leikmaður Los Angeles Lakers, kom næstur með 200 stig. Rudy Gobert, miðherji Utah Jazz, varð í 3. sæti með 187 stig en hann var valinn varnamaður ársins 2018 og 2019. Antetokounmpo átti hvað stærstan þátt í að Milwaukee var með besta varnarlið NBA í vetur. Hann tók 13,6 fráköst að meðaltali í leik og mótherjar Milwaukee voru aðeins með 36,3 prósent skotnýtingu þegar Antetokounmpo var næsti varnarmaður við þá. Gríski landsliðsmaðurinn er aðeins annar leikmaður Milwaukee sem er valinn varnarmaður ársins í NBA. Sidney Moncrief var sá fyrsti til að hljóta verðlaunin tímabilið 1982-83. Hann fékk þau aftur tímabilið 1983-84. Antetokounmpo var valinn verðmætasti leikmaður NBA á síðasta tímabili (MVP). Hann er aðeins sá fimmti í sögu deildarinnar sem er bæði valinn verðmætasti leikmaður NBA og besti varnarmaðurinn. Hinir fjórir eru Michael Jordan, Hakeem Olajuwon, Kevin Garnett og David Robinson. Giannis Antetokounmpo is the 5th player to win both NBA MVP and NBA DPOY in a career, joining Kevin Garnett, Hakeem Olajuwon, Michael Jordan and David Robinson. As a reminder, the Defensive Player of the Year has only been awarded since the 1982-83 season. pic.twitter.com/GYTdH9JJlG— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 25, 2020 Jordan og Olajuwon eru þeir einu sem hafa verið valdir verðmætasti leikmaður NBA og besti varnarmaðurinn á sama tímabilinu. Antetokounmpo bætist væntanlega í þann hóp en yfirgnæfandi líkur er á að hann verði valinn verðmætasti leikmaður tímabilsins 2019-20. Antetokounmpo og félagar í Milwaukee mættu ekki til leiks gegn Orlando Magic í kvöld í mótmælaskyni.
NBA Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - Stjarnan | Meistararnir komnir í gang? Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum KR - Valur | Hnífjöfn fyrir grannaslag Njarðvík - Ármann | Færi á fyrsta sigri? Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Sjá meira