Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 4-5 | Valur hafði betur í ótrúlegum leik Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 26. ágúst 2020 19:30 Patrick var á skotskónum í kvöld. vísir/Daniel Þór Ágústsson Valsmenn unnu í kvöld mikilvægan sigur í toppbaráttunni í Pepsi Max deild karla. Valsmenn fóru í Vesturbæinn og unnu þar erkifjendur sína í KR 5-4 í mögnuðum fótboltaleik. Valsmenn eru þar af leiðandi með ágætis forskot á toppi Pepsi Max deildarinnar en þeir eru ekki búnir að tapa síðan að þeir töpuðu á móti ÍA í fjórðu umferð deildarinnar. KR eru aftur á móti verri málum en þeir eru nú í sjötta sæti en eiga þó leik til góðu. Fyrri hálfleikur leiksins var einn skemmtilegasti fyrri hálfleikur sem undirritaður hefur séð í nokkur ár í Pepsi Max deildinni. Bæði lið að sýna mikil gæði sóknarlega og skoruðu sitt hvor þrjú mörkin. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik, Valur náði að halda boltanum lengur í einu en KR voru stórhættulegir í sínum beinskeytta sóknarleik. Kristinn Freyr Sigurðsson kom Val yfir strax á 10. mínútu með mark eftir frábært uppspil. Valsmenn héldu boltanum í tæplega mínútu áður en þeir skoruðu og náðu að tengja saman 14 sendingar án þess að KR snertu boltann. Patrick Pedersen lagði upp markið en hann fékk boltann í vinstri horninu eftir laglega sendingu frá landa sínum, Rasmus Christensen. Patrick beið eftir hlaupinu frá Kristni og rúllaði honum síðan út á hann og Kristinn kláraði með innanfótarskoti. Fimm mínútum síðar var Siguður Egill Lárusson næstum því búinn að bæta í forystu gestanna. Birkir Már Sævarsson gaf fyrirgjöf og Beitir missti boltann beint á Sigurð Egil en Kennie Chopart náði að komast fyrir skotið frá Sigurði Agli og bjarga KR frá því að missa gestina alveg frá sér. KR bættu síðan við tveimur mörkum á ekki nema fimm mínútum. Atli Sigurjónsson skoraði fyrra markið eftir laglega stoðsendingu frá Kristján Flóka Finnbogasyni. Flóki kom út úr teig Vals og sótti boltann áður en hann renndi honum inn í teiginn þar sem Atli var tilbúinn með sinn baneitraða vinstri fót. Lasse Petry átti síðan ágætt færi fyrir Val í næstu sókn eftir þetta mark en það lýsir vel hvað það var mikið að gerast báðu megin í þessum svakalega fyrri hálfleik. Óskar Örn Hauksson kom KR-ingum yfir á 31. mínútu. Atli Sigurjónsson vann boltann á hættulegum stað eftir klaufalega sendingu frá Hauk Pál og kom boltanum beint á Pablo Punyed. Pablo gaf þá draumasendingu á Óskar sem var á fullri ferð í átt að markteig Vals. Óskar var rétt svo með nóg forskot á Birki Má til að geta skotið áður en Birkir komst í boltann og síðan varði Hannes boltann eiginlega inn. Úr fyrri leik liðanna.vísir/Daníel Gestirnir voru ekki nægilega ánægðir með stöðuna og tóku einungis fimm mínútur í að ná aftur í forystuna. Valgeir Lundal jafnaði í næstu sókn með frábæru marki. Kristinn Freyr Sigurðsson ætlaði að gefa á Patrick en Patrick náði ekki boltanum sem endaði á að rúlla yfir á Valgeir. Valgeir tók innanfótarskot í fyrst og setti glæsimark langt utan af velli. Þremur mínútum síðar voru Valsmenn aftur á stjá og nú var það Patrick Pedersen sem kom sér á blað. Lasse Petry gaf glæsilega sendingu yfir KR vörnina og einhvern veginn náði Patrick að taka niður boltann og vippa honum síðan yfir Beiti. Ótrúlegur viðsnúningur hjá Valsmönnum í þessum furðulega leik. Sjötta og síðasta mark fyrri hálfleiks skoraði Kennie Chopart. Kennie tók frákastið eftir að Valgeir Lundal skallaði í burtu fyrirgjöf frá Pablo Punyed og skoraði stórkostlegt mark. Kennie tók boltann á lofti með ristinni og setti boltann á stað þar sem Hannes gat ekki náð í hann. Valsmenn duttu neðar á völlinn í seinni hálfleik og treystu á hættulegar skyndisóknar og þéttan varnarleik. Það heppnaðist fullkomnlega en Patrick Pedersen kom Val aftur yfir eftir einungis fimm mínútur af seinni hálfleik. Patrick fékk flotta fyrirgjöf frá Sigurði Agli og skallaði boltann síðan örugglega framhjá Beiti í markinu. Patrick var næstum því búinn að fullkomna þrennuna nokkrum mínútum seinna þegar hann fékk færi einn á móti Beiti en Beitir náði að verja í tvígang. Eftir það þurftum við að bíða heilar 12 mínútur eftir næsta dauðafæri en það kom þegar Aron Bjarnason bætti í forystu Vals. Aron komst í gegn eftir að öll KR vörnin ákváðu að hann var rangstæður eftir að Haukur Páll skallaði boltann á miðjum vallarhelmingi KR. Einstaklega lélelgur varnarleikur hjá KR sem endurspeglaði leikinn þeirra bara ansi vel. Atli Sigurjónsson skoraði annað mark sitt í leiknum á 78. mínútu og minnkaði þar muninn. Markið var skrautlegt en Atli fylgdi eftir sínum eigin skalla. Atli skallaði fyrirgjöf frá Kennie Chopart í stöngina og náði síðan að fylgja eftir en Eiður Aron Sigurbjörnsson varnarmaður Vals hefði líklegast mátt gera betur þarna en hreyfðist ekkert frá því að boltinn fór í stöngina og þangað til að hann fór inn í markið. KR náðu að sækja aðeins meira undir lok leiksins. Kristinn Jónsson var tvisvar nálægt því að komast í hættuleg færi en varnarmenn Vals náðu alltaf að hreinsa í burtu áður en einhver alvöru hætta myndaðist undir lok leiksins. Lasse Petry var öflugur í kvöld.VÍSIR/DANÍEL Af hverju vann Valur? Varnarleikur KR var einfaldlega skelfilegur í kvöld og þess vegna vann Valur. Varnarleikur Vals var ekki mikið betri en hann var þó betri en hjá KR. KR vörnin var dugleg að hlýða Víði og fylgja tveggja metra reglunni en Patrick Pedersen fékk nokkrum sinnum að vera einn í teignum sem á náttúrulega aldrei að gerast. Valsmenn voru líka beittari sóknarlega og áttu fleiri færi sem urðu ekki að mörkum í leiknum. Hverjir stóðu upp úr? Patrick Pedersen var maður leiksins í kvöld en það var erfitt að velja á milli sóknarmanna Vals. Þeir Patrick, Kristinn, Aron og Sigurður voru allir að ná mjög vel saman og það skilaði sér í fullt af frábærum færum. Ef sóknarleikur Vals er svona í sumar þá eru miklar líkur á að titillinn sé á leiðinni á Hlíðarenda. Lasse Petry var líka flottur á miðjunni, hann átti frábæra stoðsendingu og stýrði spilinu vel á miðjunni. Atli Sigurjónsson var besti maður KR í leiknum. Hann skoraði 2 mörk og átti sendinguna á undan stoðsendingunni í öðru marki. Hann var líka bara heilt yfir sprækur og bjó til stóran hluta af færum KR í leiknum. Óskar Örn skoraði flott en mark en gerði ekki mikið meira sama má segja um Kennie Chopart nema hann átti nokkra fína krossa en KR liðið var heilt yfir bara ekki mjög gott í þessum leik. Mörkin voru dálítið mikið einstaklingsframtök og KR voru verra liðið í dag. Hvað gekk illa? Það segir dálítið sjálft í leik sem fer 5-4 en varnarleikurinn var vandræðalegur báðu megin á vellinum í kvöld. Hvað gerist næst? KR fá Skagamenn í heimsókn á sunnudaginn klukkan 17.00 í leik sem átti að fara fram í kvöld. Valsmenn fá síðan HK í heimsókn klukkan 19.15 sama kvöld. Rúnar þurfti ekki að vera með grímu í kvöld.vísir/getty Rúnar: Þetta minnti á æfingaleik að vetri til „Þetta var skrítin leikur og slakur leikur hjá mínu liði, við vorum lélegir varnarlega þó við skoruðum 4 mörk þá má segja að bæði lið hafi verið léleg að verjast,” sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR svekktur með niðurstöðuna. Þetta var ekki eðlilegur varnarleikur hjá eins góðum liðum og áttust við hér í kvöld. Valur voru þó klókari en KR og skoruðu 5 mörk marki meira en KR sem eiga þó alltaf að geta treyst á að ná í úrslit þegar lið skora 4 mörk. „Það er ekki alltaf þannig að maður þurfi að gera breytingu þó maður fái mark á sig, við ræddum þetta í hálfleik en við biðum síðan kom mark strax og þá kýldum við á þetta sem breytti ekki miklu því þeir skoruðu fljótlega aftur,” sagði Rúnar um skiptingu liðsins í kjölfarið á 4 marki Vals. Varnarleikur KR hefur ekki verið til útflutnings, liðið hefur fengið á sig 11 mörk í tveimur leikjum og er því ljóst að margt þarf að lagast hjá KR liðinu varnarlega. „Þetta er mjög erfitt og skrítið tímabil það er lítið jafnvægi í því sem við erum að gera. Við æfum ekki í nokkra daga, förum síðan að æfa og tala nú ekki um þau stopp sem hafa verið og allt byrjar upp á nýtt,” sagði Rúnar „Ég ætla ekki að nota þetta sem afsökun fyrir tapinu en þetta hjálpar liðunum ekki, þetta er allt annar leikur með enga áhorfendur og er þetta bara eins og æfingaleikur á vetri til þá sérstaklega fyrri hálfleikurinn sem var fáranlegur á mælikvarða þessa liða.” Heimir Guðjónsson: Sóknarleikur af bestu gerð „Þetta var íslenskur fótbolti einsog hann gerist bestur. Frábær leikur fyrir allt fólkið sem var á vellinum og heima í sjónvarpi. Við vorum mjög góðir sóknarlega, að skora 5 mörk á móti frábæru liði KR en mér fannst þó við ekkert sérstakir varnarlega,” sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals. Líkt og úrslit leiksins gefa til kynna vantaði mikið upp á vörn beggja liði í leiknum að fá á sig 4 mörk getur þjálfari ekki glaðst yfir þó hann vinni leikinn. „Við vorum of langt frá mönnunum okkar og náðum ekki að loka á styrkleikana þeirra. Við vorum aftur í veseni með seinni boltana og í vandræðum í fyrirgjöfum. En við spiluðum snildar sóknarleik og það dugði til í dag.” Óskar Örn Hauksson kom KR í 2-1 með skrautlegu marki þegar hann virtist vera búinn að mála sig út í horn en náði skoti sem endaði í markinu, Heimir vildi þó ekki skella skuldinni alfarið á Hannes heldur átti Óskar aldrei að komast í þá stöðu sem hann gerði því það var búið að ræða þetta margsins á æfinga svæðinu fyrir leik. „Við þurftum náttúrulega að loka betur á styrkleikana þeirra. Við hefðum þurft að halda boltanum betur innan liðsins. Mér fannst við gera það á köflum mjög vel,” sagði Heimir um hvað þeir gerðu betur í seinni hálfleik. „Vandræðin í lokin voru að við náðum ekki að stoppa fyrirgjafir þeirra. Þá þurftum við að stækka aðeins liðið í teignum til að eiga möguleika á að verjast þessu. Þess vegna setti ég Orra Sigurð og Kaj Leo inná undir lok leiks.” Pepsi Max-deild karla KR Valur
Valsmenn unnu í kvöld mikilvægan sigur í toppbaráttunni í Pepsi Max deild karla. Valsmenn fóru í Vesturbæinn og unnu þar erkifjendur sína í KR 5-4 í mögnuðum fótboltaleik. Valsmenn eru þar af leiðandi með ágætis forskot á toppi Pepsi Max deildarinnar en þeir eru ekki búnir að tapa síðan að þeir töpuðu á móti ÍA í fjórðu umferð deildarinnar. KR eru aftur á móti verri málum en þeir eru nú í sjötta sæti en eiga þó leik til góðu. Fyrri hálfleikur leiksins var einn skemmtilegasti fyrri hálfleikur sem undirritaður hefur séð í nokkur ár í Pepsi Max deildinni. Bæði lið að sýna mikil gæði sóknarlega og skoruðu sitt hvor þrjú mörkin. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik, Valur náði að halda boltanum lengur í einu en KR voru stórhættulegir í sínum beinskeytta sóknarleik. Kristinn Freyr Sigurðsson kom Val yfir strax á 10. mínútu með mark eftir frábært uppspil. Valsmenn héldu boltanum í tæplega mínútu áður en þeir skoruðu og náðu að tengja saman 14 sendingar án þess að KR snertu boltann. Patrick Pedersen lagði upp markið en hann fékk boltann í vinstri horninu eftir laglega sendingu frá landa sínum, Rasmus Christensen. Patrick beið eftir hlaupinu frá Kristni og rúllaði honum síðan út á hann og Kristinn kláraði með innanfótarskoti. Fimm mínútum síðar var Siguður Egill Lárusson næstum því búinn að bæta í forystu gestanna. Birkir Már Sævarsson gaf fyrirgjöf og Beitir missti boltann beint á Sigurð Egil en Kennie Chopart náði að komast fyrir skotið frá Sigurði Agli og bjarga KR frá því að missa gestina alveg frá sér. KR bættu síðan við tveimur mörkum á ekki nema fimm mínútum. Atli Sigurjónsson skoraði fyrra markið eftir laglega stoðsendingu frá Kristján Flóka Finnbogasyni. Flóki kom út úr teig Vals og sótti boltann áður en hann renndi honum inn í teiginn þar sem Atli var tilbúinn með sinn baneitraða vinstri fót. Lasse Petry átti síðan ágætt færi fyrir Val í næstu sókn eftir þetta mark en það lýsir vel hvað það var mikið að gerast báðu megin í þessum svakalega fyrri hálfleik. Óskar Örn Hauksson kom KR-ingum yfir á 31. mínútu. Atli Sigurjónsson vann boltann á hættulegum stað eftir klaufalega sendingu frá Hauk Pál og kom boltanum beint á Pablo Punyed. Pablo gaf þá draumasendingu á Óskar sem var á fullri ferð í átt að markteig Vals. Óskar var rétt svo með nóg forskot á Birki Má til að geta skotið áður en Birkir komst í boltann og síðan varði Hannes boltann eiginlega inn. Úr fyrri leik liðanna.vísir/Daníel Gestirnir voru ekki nægilega ánægðir með stöðuna og tóku einungis fimm mínútur í að ná aftur í forystuna. Valgeir Lundal jafnaði í næstu sókn með frábæru marki. Kristinn Freyr Sigurðsson ætlaði að gefa á Patrick en Patrick náði ekki boltanum sem endaði á að rúlla yfir á Valgeir. Valgeir tók innanfótarskot í fyrst og setti glæsimark langt utan af velli. Þremur mínútum síðar voru Valsmenn aftur á stjá og nú var það Patrick Pedersen sem kom sér á blað. Lasse Petry gaf glæsilega sendingu yfir KR vörnina og einhvern veginn náði Patrick að taka niður boltann og vippa honum síðan yfir Beiti. Ótrúlegur viðsnúningur hjá Valsmönnum í þessum furðulega leik. Sjötta og síðasta mark fyrri hálfleiks skoraði Kennie Chopart. Kennie tók frákastið eftir að Valgeir Lundal skallaði í burtu fyrirgjöf frá Pablo Punyed og skoraði stórkostlegt mark. Kennie tók boltann á lofti með ristinni og setti boltann á stað þar sem Hannes gat ekki náð í hann. Valsmenn duttu neðar á völlinn í seinni hálfleik og treystu á hættulegar skyndisóknar og þéttan varnarleik. Það heppnaðist fullkomnlega en Patrick Pedersen kom Val aftur yfir eftir einungis fimm mínútur af seinni hálfleik. Patrick fékk flotta fyrirgjöf frá Sigurði Agli og skallaði boltann síðan örugglega framhjá Beiti í markinu. Patrick var næstum því búinn að fullkomna þrennuna nokkrum mínútum seinna þegar hann fékk færi einn á móti Beiti en Beitir náði að verja í tvígang. Eftir það þurftum við að bíða heilar 12 mínútur eftir næsta dauðafæri en það kom þegar Aron Bjarnason bætti í forystu Vals. Aron komst í gegn eftir að öll KR vörnin ákváðu að hann var rangstæður eftir að Haukur Páll skallaði boltann á miðjum vallarhelmingi KR. Einstaklega lélelgur varnarleikur hjá KR sem endurspeglaði leikinn þeirra bara ansi vel. Atli Sigurjónsson skoraði annað mark sitt í leiknum á 78. mínútu og minnkaði þar muninn. Markið var skrautlegt en Atli fylgdi eftir sínum eigin skalla. Atli skallaði fyrirgjöf frá Kennie Chopart í stöngina og náði síðan að fylgja eftir en Eiður Aron Sigurbjörnsson varnarmaður Vals hefði líklegast mátt gera betur þarna en hreyfðist ekkert frá því að boltinn fór í stöngina og þangað til að hann fór inn í markið. KR náðu að sækja aðeins meira undir lok leiksins. Kristinn Jónsson var tvisvar nálægt því að komast í hættuleg færi en varnarmenn Vals náðu alltaf að hreinsa í burtu áður en einhver alvöru hætta myndaðist undir lok leiksins. Lasse Petry var öflugur í kvöld.VÍSIR/DANÍEL Af hverju vann Valur? Varnarleikur KR var einfaldlega skelfilegur í kvöld og þess vegna vann Valur. Varnarleikur Vals var ekki mikið betri en hann var þó betri en hjá KR. KR vörnin var dugleg að hlýða Víði og fylgja tveggja metra reglunni en Patrick Pedersen fékk nokkrum sinnum að vera einn í teignum sem á náttúrulega aldrei að gerast. Valsmenn voru líka beittari sóknarlega og áttu fleiri færi sem urðu ekki að mörkum í leiknum. Hverjir stóðu upp úr? Patrick Pedersen var maður leiksins í kvöld en það var erfitt að velja á milli sóknarmanna Vals. Þeir Patrick, Kristinn, Aron og Sigurður voru allir að ná mjög vel saman og það skilaði sér í fullt af frábærum færum. Ef sóknarleikur Vals er svona í sumar þá eru miklar líkur á að titillinn sé á leiðinni á Hlíðarenda. Lasse Petry var líka flottur á miðjunni, hann átti frábæra stoðsendingu og stýrði spilinu vel á miðjunni. Atli Sigurjónsson var besti maður KR í leiknum. Hann skoraði 2 mörk og átti sendinguna á undan stoðsendingunni í öðru marki. Hann var líka bara heilt yfir sprækur og bjó til stóran hluta af færum KR í leiknum. Óskar Örn skoraði flott en mark en gerði ekki mikið meira sama má segja um Kennie Chopart nema hann átti nokkra fína krossa en KR liðið var heilt yfir bara ekki mjög gott í þessum leik. Mörkin voru dálítið mikið einstaklingsframtök og KR voru verra liðið í dag. Hvað gekk illa? Það segir dálítið sjálft í leik sem fer 5-4 en varnarleikurinn var vandræðalegur báðu megin á vellinum í kvöld. Hvað gerist næst? KR fá Skagamenn í heimsókn á sunnudaginn klukkan 17.00 í leik sem átti að fara fram í kvöld. Valsmenn fá síðan HK í heimsókn klukkan 19.15 sama kvöld. Rúnar þurfti ekki að vera með grímu í kvöld.vísir/getty Rúnar: Þetta minnti á æfingaleik að vetri til „Þetta var skrítin leikur og slakur leikur hjá mínu liði, við vorum lélegir varnarlega þó við skoruðum 4 mörk þá má segja að bæði lið hafi verið léleg að verjast,” sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR svekktur með niðurstöðuna. Þetta var ekki eðlilegur varnarleikur hjá eins góðum liðum og áttust við hér í kvöld. Valur voru þó klókari en KR og skoruðu 5 mörk marki meira en KR sem eiga þó alltaf að geta treyst á að ná í úrslit þegar lið skora 4 mörk. „Það er ekki alltaf þannig að maður þurfi að gera breytingu þó maður fái mark á sig, við ræddum þetta í hálfleik en við biðum síðan kom mark strax og þá kýldum við á þetta sem breytti ekki miklu því þeir skoruðu fljótlega aftur,” sagði Rúnar um skiptingu liðsins í kjölfarið á 4 marki Vals. Varnarleikur KR hefur ekki verið til útflutnings, liðið hefur fengið á sig 11 mörk í tveimur leikjum og er því ljóst að margt þarf að lagast hjá KR liðinu varnarlega. „Þetta er mjög erfitt og skrítið tímabil það er lítið jafnvægi í því sem við erum að gera. Við æfum ekki í nokkra daga, förum síðan að æfa og tala nú ekki um þau stopp sem hafa verið og allt byrjar upp á nýtt,” sagði Rúnar „Ég ætla ekki að nota þetta sem afsökun fyrir tapinu en þetta hjálpar liðunum ekki, þetta er allt annar leikur með enga áhorfendur og er þetta bara eins og æfingaleikur á vetri til þá sérstaklega fyrri hálfleikurinn sem var fáranlegur á mælikvarða þessa liða.” Heimir Guðjónsson: Sóknarleikur af bestu gerð „Þetta var íslenskur fótbolti einsog hann gerist bestur. Frábær leikur fyrir allt fólkið sem var á vellinum og heima í sjónvarpi. Við vorum mjög góðir sóknarlega, að skora 5 mörk á móti frábæru liði KR en mér fannst þó við ekkert sérstakir varnarlega,” sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals. Líkt og úrslit leiksins gefa til kynna vantaði mikið upp á vörn beggja liði í leiknum að fá á sig 4 mörk getur þjálfari ekki glaðst yfir þó hann vinni leikinn. „Við vorum of langt frá mönnunum okkar og náðum ekki að loka á styrkleikana þeirra. Við vorum aftur í veseni með seinni boltana og í vandræðum í fyrirgjöfum. En við spiluðum snildar sóknarleik og það dugði til í dag.” Óskar Örn Hauksson kom KR í 2-1 með skrautlegu marki þegar hann virtist vera búinn að mála sig út í horn en náði skoti sem endaði í markinu, Heimir vildi þó ekki skella skuldinni alfarið á Hannes heldur átti Óskar aldrei að komast í þá stöðu sem hann gerði því það var búið að ræða þetta margsins á æfinga svæðinu fyrir leik. „Við þurftum náttúrulega að loka betur á styrkleikana þeirra. Við hefðum þurft að halda boltanum betur innan liðsins. Mér fannst við gera það á köflum mjög vel,” sagði Heimir um hvað þeir gerðu betur í seinni hálfleik. „Vandræðin í lokin voru að við náðum ekki að stoppa fyrirgjafir þeirra. Þá þurftum við að stækka aðeins liðið í teignum til að eiga möguleika á að verjast þessu. Þess vegna setti ég Orra Sigurð og Kaj Leo inná undir lok leiks.”