Íslenski boltinn

Valur og KR hafa unnið alla leikina í sumar þar sem þau skora fyrsta markið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Óskar Örn Hauksson kom KR í 1-0 í fyrri leiknum á móti Val og það reyndist vera sigurmark leiksins.
Óskar Örn Hauksson kom KR í 1-0 í fyrri leiknum á móti Val og það reyndist vera sigurmark leiksins. Vísir/Daníel Þór

Valur heimsækir KR í stórleik dagsins í Pepsi Max deild karla og það er ljóst að fyrsta markið í leiknum verður gríðarlega mikilvægt.

Valsmenn eru á toppi deildarinnar og eru með fimm stigum meira en KR-liðið. KR á hins vegar leik inni á Valsliðið sem þýðir að sigur í kvöld og sigur í þeim leik kæmi þeim á toppinn.

Valsmönnum hefur aðeins fjórum sinnum mistekist að skora fyrsta markið í leikjum sínum í Pepsi Max deild karla í sumar og þar á meðal eru einmitt leikirnir þrír þar sem Valsliðið hefur tapað stigum.

Valsmenn lenti undir í tapleikjum á móti KR og ÍA en gerðu svo markalaust jafntefli við Stjörnuna. Allir þessir leikir fóru fram á heimavelli þeirra á Hlíðarenda.

Valsmenn lenti undir í eina útileiknum sínum í Víkinni en snéri heldur betur við blaðinu og unnu leikinn 5-1.

Valslðið hefur annars unnið alla fimm útileiki sína í sumar. Markatala Valsmanna í þessum fimm leikjum er fjórtán mörk í plús eða 17-3.

KR-ingar tapa heldur ekki stigum í leikjum þar sem þeir komast í 1-0. KR hefur unnið alla fjóra leiki sína þar sem þeir hafa skorað fyrsta markið í Pepsi Max deildinni í sumar.

KR hefur snúið við einum leik þar sem þeir lentu 1-0 undir en eins og Valsmann hafa þeir aðeins náð í 33 prósent stiga þar sem þeir lenda 1-0 undir.

Leikir KR og Vals í 13. umferð Pepsi Max deild karla í kvöld hefst klukkan 17.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Tveir aðrir verða líka sýndir beint í kvöld, Stjarnan-KA klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport og HK-Grótta klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport.

Eftir leik HK og Gróttu verða leikirnir í dag og í gær gerðir upp í Pepsi Max Stúkunni klukkan 21.15.

  • Leikir þar sem Valur komst í 1-0
  • Sigur á Gróttu (3-0)
  • Sigur á HK (4-0)
  • Sigur á Breiðabliki (2-1)
  • Sigur á Fylki (3-0)
  • Sigur á Fjölni (3-1)
  • Sigur á KA (1-0)
  • 18 stig af 18 mögulegum (100%)
  • Leikir þar sem Valur komst ekki í 1-0
  • Tap á móti KR (0-1)
  • Sigur á Víkingi R. (5-1)
  • Tap á móti ÍA (1-4)
  • Jafntefli við Stjörnuna (0-0)
  • 4 stig af 12 mögulegum (33%)
  • Leikir þar sem KR komst í 1-0
  • Sigur á Val (1-0)
  • Sigur á Víkingi (2-0)
  • Sigur á Breiðabliki (3-1)
  • Sigur á Fylki (3-0)
  • 12 stig af 12 mögulegum (100%)
  • Leikir þar sem KR komst ekki í 1-0
  • Tap á móti HK (0-3)
  • Sigur á ÍA (2-1)
  • Jafntefli á móti Fjölni (2-2)
  • Jafntefli á móti KA (0-0)
  • Tap á móti KR (1-2)
  • 5 stig af 15 mögulegum (33%)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×