Erlend kortavelta tæpur þriðjungur miðað við í fyrra Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2020 12:23 Forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar segir veltuna lækka nú dag frá degi eftir að takmarkanir við landamæri voru hertar. Vísir/vilhelm Erlend kortavelta í júlí er tæpur þriðjungur af því sem var í fyrra. Þó er júlí skásti mánuðirinn frá því í mars. Forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar segir veltuna lækka nú dag frá degi eftir að takmarkanir við landamæri voru hertar. Erlend kortavelta nam rúmum tíu milljörðum í júlí. Fyrir utan mars til júní á þessu ári hefur ekki verið lægri velta í einum mánuði frá janúar 2016. Minnstur samdráttur var í verslun en þó var veltan ríflega helmingi minni en fyrir ári. Í gistiþjónustu var erlenda kortaveltan aðeins fjórðungur miðað við síðasta ár, þriðjungur í veitingaþjónustu og hjá bílaleigum dróst veltan saman um tæplega sjötíu prósent. Greiningin er gerð af Rannsóknarsetri verslunarinnar. Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður þar, segir enginn flokk ferðaþjónustunnar koma vel út í sumar. „Ferðaþjónustan hefur verið við alkul frá því í mars - og júlí var þó töluvert skárri fyrir ferðaþjónustuna en hefur verið framan af ári. En það er ekkert á við það sem hefði verið ef faraldurinn hefði ekki skollið á.“ Rannsóknasetur verslunarinnar Dönsk greiðslukort veltu mestu í júlí, þar á eftir þýsk og svo bresk. Íslensk greiðslukort hafa aldrei velt eins miklu í einum mánuði. „Innlenda veltan hefur sýnt mikla neyslu. Íslendingar eru væntanlega að eyða þeim peningum sem annars hefðu farið í ferðalög í innlenda verslun og þjónustu – aldrei verið hærri en núna í júlí.“ Jafnast þetta á við jólaverslunina? „Já, þetta er stærri tala en í desember síðastliðinn í heildina en í verslun er talan sambærileg, eða í kringum 45 milljarða, en það er ekkert sem við sjáum oft í júlí - júlí er yfirleitt ekki sprækur – þannig að hann jafnist á við desember en það var hann núna.“ En neysla Íslendinga bætir ekki upp tjónið fyrir ferðaþjónustuna, Árni Sverrir segir þetta aðeins dropa í hafið og að auki virðist erlenda neyslan á hraðri niðurleið. „Við sjáum það að það lækkar í kortunum dag frá degi, það sem kemur inn, frá því að samkomutakmarkanir voru hertar,“ segir Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar. Verslun Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Erlend kortavelta í júlí er tæpur þriðjungur af því sem var í fyrra. Þó er júlí skásti mánuðirinn frá því í mars. Forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar segir veltuna lækka nú dag frá degi eftir að takmarkanir við landamæri voru hertar. Erlend kortavelta nam rúmum tíu milljörðum í júlí. Fyrir utan mars til júní á þessu ári hefur ekki verið lægri velta í einum mánuði frá janúar 2016. Minnstur samdráttur var í verslun en þó var veltan ríflega helmingi minni en fyrir ári. Í gistiþjónustu var erlenda kortaveltan aðeins fjórðungur miðað við síðasta ár, þriðjungur í veitingaþjónustu og hjá bílaleigum dróst veltan saman um tæplega sjötíu prósent. Greiningin er gerð af Rannsóknarsetri verslunarinnar. Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður þar, segir enginn flokk ferðaþjónustunnar koma vel út í sumar. „Ferðaþjónustan hefur verið við alkul frá því í mars - og júlí var þó töluvert skárri fyrir ferðaþjónustuna en hefur verið framan af ári. En það er ekkert á við það sem hefði verið ef faraldurinn hefði ekki skollið á.“ Rannsóknasetur verslunarinnar Dönsk greiðslukort veltu mestu í júlí, þar á eftir þýsk og svo bresk. Íslensk greiðslukort hafa aldrei velt eins miklu í einum mánuði. „Innlenda veltan hefur sýnt mikla neyslu. Íslendingar eru væntanlega að eyða þeim peningum sem annars hefðu farið í ferðalög í innlenda verslun og þjónustu – aldrei verið hærri en núna í júlí.“ Jafnast þetta á við jólaverslunina? „Já, þetta er stærri tala en í desember síðastliðinn í heildina en í verslun er talan sambærileg, eða í kringum 45 milljarða, en það er ekkert sem við sjáum oft í júlí - júlí er yfirleitt ekki sprækur – þannig að hann jafnist á við desember en það var hann núna.“ En neysla Íslendinga bætir ekki upp tjónið fyrir ferðaþjónustuna, Árni Sverrir segir þetta aðeins dropa í hafið og að auki virðist erlenda neyslan á hraðri niðurleið. „Við sjáum það að það lækkar í kortunum dag frá degi, það sem kemur inn, frá því að samkomutakmarkanir voru hertar,“ segir Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar.
Verslun Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira