Þurfi kraftaverk svo Blake geti gengið aftur Sylvía Hall skrifar 25. ágúst 2020 22:40 Jacob Blake eldri hefur gagnrýnt lögreglu harðlega. Hann segir óskiljanlegt að lögregla hafi skotið son sinn fyrir framan fjölskyldu hans. Vísir/Getty Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin gær. Ekki liggur fyrir hvers vegna lögregla hafði afskipti af Blake en myndbönd af vettvangi sýna lögreglumann grípa í hann og hleypa af skotum. Mótmæli hafa brotist út vegna atviksins og var þjóðvarðliðið kallað út. Á vef AP fréttaveitunnar er haft eftir lögmanni Blake að mænan hafi farið í sundur og skemmdir hafi orðið á einhverjum líffærum. Blake var í aðgerð þegar rætt var við lögmanninn. „Það þarf kraftaverk svo Jacob Blake Jr. geti gengið aftur,“ sagði Ben Crump lögmaður Blake. Að sögn Crump mun Blake leita réttar síns vegna skotárásarinnar. Lögreglan í Kenosha hefur veitt litlar upplýsingar um atburðarásina en segja útkallið hafa komið til vegna tilkynningar um heimilisdeilur. Stærstu íþróttalið Wisconsin-ríkis hafa kallað eftir breytingum vegna málsins. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, sagði kerfið vera gallað og lögin fordómafull gagnvart minnihlutahópum. Faðir Blake, Jacob Blake eldri, hefur gagnrýnt lögregluna harðlega og furðar sig á því að lögreglumaðurinn hafi skotið son sinn fyrir framan fjölskylduna. Blake er þriggja barna faðir og eru börnin sögð hafa orðið vitni að því þegar faðir þeirra var skotinn. „Þeir skutu son minn sjö sinnum, eins og hann skipti ekki máli. En sonur minn skiptir máli. Hann er manneskja og skiptir máli.“ Bandaríkin Black Lives Matter Tengdar fréttir Jacob Blake sagður lamaður fyrir neðan mitti Jacob Blake, maðurinn sem skotinn var í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum er lamaður fyrir neðan mitt að sögn föðurs hans. 25. ágúst 2020 14:16 Þjóðvarðlið kallað út vegna mótmæla í kjölfar þess að lögregla skaut svartan mann Þjóðvarðlið Bandaríkjanna hefur verið kallað út í Wisconsin eftir að mótmælum brutust út eftir svartur maður var í enn eitt skiptið skotinn af lögreglumönnum. 24. ágúst 2020 23:38 Þungt haldinn eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Mótmælt var víða í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í nótt eftir að svartur maður var skotinn af lögreglu í borginni Kenosha. 24. ágúst 2020 08:04 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin gær. Ekki liggur fyrir hvers vegna lögregla hafði afskipti af Blake en myndbönd af vettvangi sýna lögreglumann grípa í hann og hleypa af skotum. Mótmæli hafa brotist út vegna atviksins og var þjóðvarðliðið kallað út. Á vef AP fréttaveitunnar er haft eftir lögmanni Blake að mænan hafi farið í sundur og skemmdir hafi orðið á einhverjum líffærum. Blake var í aðgerð þegar rætt var við lögmanninn. „Það þarf kraftaverk svo Jacob Blake Jr. geti gengið aftur,“ sagði Ben Crump lögmaður Blake. Að sögn Crump mun Blake leita réttar síns vegna skotárásarinnar. Lögreglan í Kenosha hefur veitt litlar upplýsingar um atburðarásina en segja útkallið hafa komið til vegna tilkynningar um heimilisdeilur. Stærstu íþróttalið Wisconsin-ríkis hafa kallað eftir breytingum vegna málsins. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, sagði kerfið vera gallað og lögin fordómafull gagnvart minnihlutahópum. Faðir Blake, Jacob Blake eldri, hefur gagnrýnt lögregluna harðlega og furðar sig á því að lögreglumaðurinn hafi skotið son sinn fyrir framan fjölskylduna. Blake er þriggja barna faðir og eru börnin sögð hafa orðið vitni að því þegar faðir þeirra var skotinn. „Þeir skutu son minn sjö sinnum, eins og hann skipti ekki máli. En sonur minn skiptir máli. Hann er manneskja og skiptir máli.“
Bandaríkin Black Lives Matter Tengdar fréttir Jacob Blake sagður lamaður fyrir neðan mitti Jacob Blake, maðurinn sem skotinn var í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum er lamaður fyrir neðan mitt að sögn föðurs hans. 25. ágúst 2020 14:16 Þjóðvarðlið kallað út vegna mótmæla í kjölfar þess að lögregla skaut svartan mann Þjóðvarðlið Bandaríkjanna hefur verið kallað út í Wisconsin eftir að mótmælum brutust út eftir svartur maður var í enn eitt skiptið skotinn af lögreglumönnum. 24. ágúst 2020 23:38 Þungt haldinn eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Mótmælt var víða í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í nótt eftir að svartur maður var skotinn af lögreglu í borginni Kenosha. 24. ágúst 2020 08:04 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Jacob Blake sagður lamaður fyrir neðan mitti Jacob Blake, maðurinn sem skotinn var í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum er lamaður fyrir neðan mitt að sögn föðurs hans. 25. ágúst 2020 14:16
Þjóðvarðlið kallað út vegna mótmæla í kjölfar þess að lögregla skaut svartan mann Þjóðvarðlið Bandaríkjanna hefur verið kallað út í Wisconsin eftir að mótmælum brutust út eftir svartur maður var í enn eitt skiptið skotinn af lögreglumönnum. 24. ágúst 2020 23:38
Þungt haldinn eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Mótmælt var víða í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í nótt eftir að svartur maður var skotinn af lögreglu í borginni Kenosha. 24. ágúst 2020 08:04