Erlendir ferðamenn skoða Stuðlagil þrátt fyrir grugguga Jöklu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2020 16:04 Áin er venjulega grænblá en er nú orðin gruggug og mórauð eftir að hleypt var úr Hálslóni Kárahnjúkavirkjunar. Vísir/Vilhelm - Aðsend/Stefanía Katrín Einn landeigenda Grundar á Efri Jökuldal segir ásókn íslenskra ferðamanna í Stuðlagil hafa minnkað töluvert frá því í byrjun ágúst. Ekkert lát hafi þó orðið á heimsóknum erlendra ferðamanna, sem vilji sjá gilið þrátt fyrir að áin sé orðin gruggug eftir að hleypt var úr Hálslóni Kárahnjúkavirkjunar í Jöklu. Seint á laugardag fylltist lónið og var losað úr því á föstudag að sögn Stefaníu Katrínar Karlsdóttur, eins landeigenda á Grund. Jökla sé því gruggug og mórauð líkt og aðrar jökulsár en ekki grænblá líkt og gilið hefur orðið frægt fyrir undanfarið. Náttúruperlan er orðin einn vinsælasti ferðamannastaður landsins þó að ásýnd gilsins hafi ekki komið almennilega í ljós fyrr en eftir að Kárahnjúkavirkjun var tekin í notkun. Finna fyrir minnkandi aðsókn „Íslendingarnir sprungu út í ferðalög frá 25. júní til 10. ágúst. Ég var þarna, kom heim fyrir viku síðan og hafði þá verið í tíu daga, þetta er alveg áberandi að Íslendingarnir eru fram í fyrstu vikuna í ágúst en það er slatti af erlendum ferðamönnum á landinu,“ segir Stefanía. Jökla er orðin mjög gruggug eftir að hleypt var úr Hálslóni í ána.Aðsend/Stefanía Katrín Karlsdóttir „Við finnum fyrir fækkun núna, sennilega út af því að það er erfiðara að koma hingað sem ferðamaður, sæta sóttkví og alls konar, þannig að það er alveg eitthvað fólk á ferðinni en það er færra núna.“ „Ég skynja það ekki að erlendir ferðamenn, auðvitað verða þeir fyrir vonbrigðum að sjá ekki græna vatnið, en þeir koma samt ef þeir eru á ferðinni. Íslendingar ákveða miklu frekar að koma seinna ef yfirfall er byrjað að flæða í ána úr lóninu. Erlendur ferðamaður sem reiknar ekki með að koma aftur til Íslands í bráð nýtir tækifærið og skoðar allt mögulegt,“ segir Stefanía. Mikil ásókn ferðamanna hefur verið að gilinu í sumar og er nú verið að reisa útsýnispall á Grundarlandi. Verkið er komið vel á veg að sögn Stefaníu og stendur til að verkinu verði lokið í september. Stefanía segir það ekki óvenjulegt að Hálslón fyllist á þessum tíma, það hafi jafnvel gerst fyrr en í fyrra flæddi úr lóninu rétt eftir verslunarmannahelgi. „Það getur alveg verið breytileiki á milli ára og breytileikinn undanfarin ár er þannig að okkur þykir snemmt þegar þetta er svona í byrjun ágúst og svo hafa komið einhver ár þar sem þetta gerist í lok ágúst. Núna þykir okkur þetta í seinna lagi.“ Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshérað Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stuðlagil ekki staður fyrir uppblásna einhyrninga „Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi. 11. ágúst 2020 10:40 Líkir dreifingu mynda af Stuðlagili við faraldur Stuðlagil er orðið að einum vinsælasta viðkomustað ferðamanna á Austurlandi. Landeigendur hafa engar tekjur af ferðamannastraumnum. 4. ágúst 2020 10:44 Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Veður Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Einn landeigenda Grundar á Efri Jökuldal segir ásókn íslenskra ferðamanna í Stuðlagil hafa minnkað töluvert frá því í byrjun ágúst. Ekkert lát hafi þó orðið á heimsóknum erlendra ferðamanna, sem vilji sjá gilið þrátt fyrir að áin sé orðin gruggug eftir að hleypt var úr Hálslóni Kárahnjúkavirkjunar í Jöklu. Seint á laugardag fylltist lónið og var losað úr því á föstudag að sögn Stefaníu Katrínar Karlsdóttur, eins landeigenda á Grund. Jökla sé því gruggug og mórauð líkt og aðrar jökulsár en ekki grænblá líkt og gilið hefur orðið frægt fyrir undanfarið. Náttúruperlan er orðin einn vinsælasti ferðamannastaður landsins þó að ásýnd gilsins hafi ekki komið almennilega í ljós fyrr en eftir að Kárahnjúkavirkjun var tekin í notkun. Finna fyrir minnkandi aðsókn „Íslendingarnir sprungu út í ferðalög frá 25. júní til 10. ágúst. Ég var þarna, kom heim fyrir viku síðan og hafði þá verið í tíu daga, þetta er alveg áberandi að Íslendingarnir eru fram í fyrstu vikuna í ágúst en það er slatti af erlendum ferðamönnum á landinu,“ segir Stefanía. Jökla er orðin mjög gruggug eftir að hleypt var úr Hálslóni í ána.Aðsend/Stefanía Katrín Karlsdóttir „Við finnum fyrir fækkun núna, sennilega út af því að það er erfiðara að koma hingað sem ferðamaður, sæta sóttkví og alls konar, þannig að það er alveg eitthvað fólk á ferðinni en það er færra núna.“ „Ég skynja það ekki að erlendir ferðamenn, auðvitað verða þeir fyrir vonbrigðum að sjá ekki græna vatnið, en þeir koma samt ef þeir eru á ferðinni. Íslendingar ákveða miklu frekar að koma seinna ef yfirfall er byrjað að flæða í ána úr lóninu. Erlendur ferðamaður sem reiknar ekki með að koma aftur til Íslands í bráð nýtir tækifærið og skoðar allt mögulegt,“ segir Stefanía. Mikil ásókn ferðamanna hefur verið að gilinu í sumar og er nú verið að reisa útsýnispall á Grundarlandi. Verkið er komið vel á veg að sögn Stefaníu og stendur til að verkinu verði lokið í september. Stefanía segir það ekki óvenjulegt að Hálslón fyllist á þessum tíma, það hafi jafnvel gerst fyrr en í fyrra flæddi úr lóninu rétt eftir verslunarmannahelgi. „Það getur alveg verið breytileiki á milli ára og breytileikinn undanfarin ár er þannig að okkur þykir snemmt þegar þetta er svona í byrjun ágúst og svo hafa komið einhver ár þar sem þetta gerist í lok ágúst. Núna þykir okkur þetta í seinna lagi.“
Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshérað Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stuðlagil ekki staður fyrir uppblásna einhyrninga „Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi. 11. ágúst 2020 10:40 Líkir dreifingu mynda af Stuðlagili við faraldur Stuðlagil er orðið að einum vinsælasta viðkomustað ferðamanna á Austurlandi. Landeigendur hafa engar tekjur af ferðamannastraumnum. 4. ágúst 2020 10:44 Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Veður Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Stuðlagil ekki staður fyrir uppblásna einhyrninga „Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi. 11. ágúst 2020 10:40
Líkir dreifingu mynda af Stuðlagili við faraldur Stuðlagil er orðið að einum vinsælasta viðkomustað ferðamanna á Austurlandi. Landeigendur hafa engar tekjur af ferðamannastraumnum. 4. ágúst 2020 10:44