TikTok stjarnan Arnar Gauti, betur þekktur sem Lil Curly á samfélagsmiðlinum, er ósáttur umfjöllun Mannlífs um TikTok myndband hans. Fyrirsögn fréttarinnar er Kvenhatur á B5 – Milljónir hafa séð gróft myndband Arnars Gauts: „Svona nálgast þú tíkur.“
Arnar Gauti segir að hann þekki ekki einstaklinginn sem deildi TikTok myndbandinu hans á Twitter með textanum i „That’s the proper way you approach a bitch,“ sem Mannlíf vitnar í. Textinn komi ekki frá honum.
„Þetta var gert með leyfi frá öllum og þetta er leikið myndband,“ sagði Arnar Gauti í viðtali í Brennslunni í dag. Þar viðurkennir hann að myndbandið hafi verið „smá skita“ en segir að þetta hafi átt að vera grín. Hann segir að stelpurnar í myndbandinu hafi vitað út í hvað þær væru að fara og hafi gefið leyfi fyrir því að togað væri í hárið á þeim.
That s the proper way you approach a bitch. pic.twitter.com/EENr265uRa
— Kirtash (@esencia_clasica) August 17, 2020
Myndbandið tók Arnar Gauti upp í mars á þessu ári en hefur nú fjarlægt það af TikTok.
„Ég hefði ekki átt að gera þetta myndband.“
Hann segir þó að Mannlíf sé með framsetningunni að „taka þetta úr öllu samhengi.“ Í greininni er tekið fram að stelpurnar virðist ekki mikið eldri en tvítugar. Myndbandið var tekið upp á skemmtistaðnum B5.
„Ég er 21 árs og þetta eru vinkonur mínar, þær eru jafn gamlar og ég.“
Hægt er að hlusta á viðtalið við Arnar Gauta í spilaranum hér fyrir neðan en þar ræðir hann líka um TikTok og Covid sýnatökuna sem lét hann gráta í mínútu.