Þrír skjólstæðingar í sóttkví eftir að starfsmaður Borgarsels greindist með veiruna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2020 12:07 Borgarsel er rekið af hjúkrunarheimilinu Eir en er ekki staðsett í húsnæði þess. Vísir/Vilhelm Starfsmaður Borgarsels, dagþjálfunar fyrir heilabilaða sem rekin er af hjúkrunarheimilinu Eir og staðsett er í Spönginni, greindist með kórónuveiruna síðastliðinn fimmtudag, þann 20. ágúst. Starfsmaðurinn hafði mætt einkennalaus til vinnu þriðjudaginn 18. ágúst en fór hann að öllum sóttvarnareglum sem settar hafa verið á staðnum segir í tilkynningu frá Eir. Þrír skjólstæðingar sem taldir eru meira útsettir fyrir veirunni og fjórir starfsmenn sem höfðu verið í nálægð við starfsmanninn voru sendir heim í fjórtán daga sóttkví. Búið er að skima alla þá sem sendir voru í sóttkví og reyndust þeir allir neikvæðir. Verða þeir aftur skimaðir í lok sóttkvíar, þann 1. september næstkomandi. Borgarsel hefur verið sótthreinsað og unnið er að skipulagningu í samvinnu við sóttvarnalækni og almannavarnir. Aðstaðan hefur verið opnuð á ný. Fyrir þá skjólstæðinga sem sjúkdóms síns vegna eiga erfitt með að vera einir heima allan daginn. Allir skjólstæðingar Borgarsels, utan þeirra sem eru í sóttkví, verða skimaðir 25. og 26. ágúst. Þar til sóttkvínni lýkur verður starfsemi Borgarsels með breyttu sniði, allir verða hitamældir við komu og snertifletir sótthreinsaðir oftar en venjulega. Síðasti dagur sóttkvíar á Hömrum Þá er dagurinn í dag síðasti dagur sóttkvíar á Hömrum, hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ sem rekið er af Eir. Þeir íbúar sem voru í sóttkví verða skimaðir í dag og voru þeir allir, og starfsfólk sem einnig var útsettast fyrir veirunni, skimaðir tvisvar og reyndust allir neikvæðir. Sóttkvínni verður því aflétt í kvöld ef sýnatökur reynast neikvæðar og opnar heimilið því að öllum líkindum á morgun fyrir heimsóknir aðstandenda. Heimsóknarreglur heimilins fara aftur í fyrra horf þ.e. einn aðstandandi má koma í heimsókn daglega, klukkutíma í senn. Viðkomandi skráir komu sína, sprittar hendur og fer beinustu leið til ástvinar síns og síðan beinustu leið út. Eldri borgarar Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Ekki fleiri smit komið upp á Hömrum Starfsfólk og íbúar sem fóru í sýnatöku eftir að smit kom upp á hjúkrunarheimilinu Hömrum reyndust ekki smitaðir. 15. ágúst 2020 14:02 Íbúar og starfsfólk í sýnatökur í dag Nokkrir íbúar á hjúkrunarheimilinu Hömrum munu fara í sýnatöku í dag ásamt því starfsfólki sem var á vakt með starfsmanni sem reyndist smitaður. 14. ágúst 2020 10:26 Tíu íbúar og fjórir starfsmenn í sóttkví á Hömrum Tíu íbúar og fjórir starfsmenn á einni deild hjúkrunarheimilisins Hömrum eru í sóttkví. Starfsmaður í umönnun greindist með kórónuveiruna. 13. ágúst 2020 18:46 Starfsmaður á Hömrum með staðfest kórónuveirusmit Starfsmaður hjá hjúkrunarheimilinu Hömrum, sem rekið er af hjúkrunarheimilinu Eir, hefur greinst með kórónuveiruna og hafði starfsmaðurinn mætt til vinnu áður en hann greindist. 13. ágúst 2020 11:45 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Starfsmaður Borgarsels, dagþjálfunar fyrir heilabilaða sem rekin er af hjúkrunarheimilinu Eir og staðsett er í Spönginni, greindist með kórónuveiruna síðastliðinn fimmtudag, þann 20. ágúst. Starfsmaðurinn hafði mætt einkennalaus til vinnu þriðjudaginn 18. ágúst en fór hann að öllum sóttvarnareglum sem settar hafa verið á staðnum segir í tilkynningu frá Eir. Þrír skjólstæðingar sem taldir eru meira útsettir fyrir veirunni og fjórir starfsmenn sem höfðu verið í nálægð við starfsmanninn voru sendir heim í fjórtán daga sóttkví. Búið er að skima alla þá sem sendir voru í sóttkví og reyndust þeir allir neikvæðir. Verða þeir aftur skimaðir í lok sóttkvíar, þann 1. september næstkomandi. Borgarsel hefur verið sótthreinsað og unnið er að skipulagningu í samvinnu við sóttvarnalækni og almannavarnir. Aðstaðan hefur verið opnuð á ný. Fyrir þá skjólstæðinga sem sjúkdóms síns vegna eiga erfitt með að vera einir heima allan daginn. Allir skjólstæðingar Borgarsels, utan þeirra sem eru í sóttkví, verða skimaðir 25. og 26. ágúst. Þar til sóttkvínni lýkur verður starfsemi Borgarsels með breyttu sniði, allir verða hitamældir við komu og snertifletir sótthreinsaðir oftar en venjulega. Síðasti dagur sóttkvíar á Hömrum Þá er dagurinn í dag síðasti dagur sóttkvíar á Hömrum, hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ sem rekið er af Eir. Þeir íbúar sem voru í sóttkví verða skimaðir í dag og voru þeir allir, og starfsfólk sem einnig var útsettast fyrir veirunni, skimaðir tvisvar og reyndust allir neikvæðir. Sóttkvínni verður því aflétt í kvöld ef sýnatökur reynast neikvæðar og opnar heimilið því að öllum líkindum á morgun fyrir heimsóknir aðstandenda. Heimsóknarreglur heimilins fara aftur í fyrra horf þ.e. einn aðstandandi má koma í heimsókn daglega, klukkutíma í senn. Viðkomandi skráir komu sína, sprittar hendur og fer beinustu leið til ástvinar síns og síðan beinustu leið út.
Eldri borgarar Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Ekki fleiri smit komið upp á Hömrum Starfsfólk og íbúar sem fóru í sýnatöku eftir að smit kom upp á hjúkrunarheimilinu Hömrum reyndust ekki smitaðir. 15. ágúst 2020 14:02 Íbúar og starfsfólk í sýnatökur í dag Nokkrir íbúar á hjúkrunarheimilinu Hömrum munu fara í sýnatöku í dag ásamt því starfsfólki sem var á vakt með starfsmanni sem reyndist smitaður. 14. ágúst 2020 10:26 Tíu íbúar og fjórir starfsmenn í sóttkví á Hömrum Tíu íbúar og fjórir starfsmenn á einni deild hjúkrunarheimilisins Hömrum eru í sóttkví. Starfsmaður í umönnun greindist með kórónuveiruna. 13. ágúst 2020 18:46 Starfsmaður á Hömrum með staðfest kórónuveirusmit Starfsmaður hjá hjúkrunarheimilinu Hömrum, sem rekið er af hjúkrunarheimilinu Eir, hefur greinst með kórónuveiruna og hafði starfsmaðurinn mætt til vinnu áður en hann greindist. 13. ágúst 2020 11:45 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Ekki fleiri smit komið upp á Hömrum Starfsfólk og íbúar sem fóru í sýnatöku eftir að smit kom upp á hjúkrunarheimilinu Hömrum reyndust ekki smitaðir. 15. ágúst 2020 14:02
Íbúar og starfsfólk í sýnatökur í dag Nokkrir íbúar á hjúkrunarheimilinu Hömrum munu fara í sýnatöku í dag ásamt því starfsfólki sem var á vakt með starfsmanni sem reyndist smitaður. 14. ágúst 2020 10:26
Tíu íbúar og fjórir starfsmenn í sóttkví á Hömrum Tíu íbúar og fjórir starfsmenn á einni deild hjúkrunarheimilisins Hömrum eru í sóttkví. Starfsmaður í umönnun greindist með kórónuveiruna. 13. ágúst 2020 18:46
Starfsmaður á Hömrum með staðfest kórónuveirusmit Starfsmaður hjá hjúkrunarheimilinu Hömrum, sem rekið er af hjúkrunarheimilinu Eir, hefur greinst með kórónuveiruna og hafði starfsmaðurinn mætt til vinnu áður en hann greindist. 13. ágúst 2020 11:45