Vonast til að VÍS hafi unnið heimavinnuna vel Atli Ísleifsson skrifar 25. ágúst 2020 11:00 Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Hún var gestur í Bítinu í morgun. Vísir/Egill „Að fylgjast með ferðum fólks – eins og þarna virðist vera um að ræða – felur í sér mjög mikið inngrip í líf fólks.“ Þetta segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, sem kveðst vona að tryggingafélagið VÍS sé vel undirbúið og hafi unnið vel alla heimavinnuna í tengslum við svokallaðan Ökuvísi sem félagið mun bjóða viðskiptavinum sínum upp á. Um er að ræða eins konar ökurita sem fylgist með akstri bílstjóra – þar á meðal hvort þeir keyri of hratt eða séu í símanum undir stýri. Gögnin sem verða til í Ökuvísinum hyggst tryggingafélagið VÍS síðan nýta til að lækka tryggingar ökumannanna. Fengu upphringingu í síðustu viku Helga ræddi málið út frá persónuverndarsjónarmiðum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta er eitthvað sem við höfðum haft spurnir af í löndunum í kringum okkur og sumir fara lengra, aðrir fara skemur. Við fengum stutta upphringingu frá þessu fyrirtæki [VÍS] í síðustu viku þar sem var greint frá því að fyrirtækið ætlaði að fara af stað með þetta smáforrit, þessa nýju vöru.“ Helga segir að það að sú iðja að fylgjast með ferðum fólks feli í sér mjög mikið inngrip inn í líf fólks. „Það er kannski tvennt í þessu. Persónuverndarlögin gera mjög miklar kröfur til þess að vera með svona hluti í lagi. Ég vona að þetta tryggingafélag hafi undirbúið þetta vel og sé með alla þá heimavinnu til staðar sem þarf til að rúlla svona vöru af stað. Það er alveg ljóst, því í rauninni getur það haft alvarlegar afleiðingar ef það er farið af stað með vinnslu á persónuupplýsingum án þess að búið sé að tékka í boxin og meta hvaða áhrif eru af vinnslu persónuupplýsinga.“ Siðferðislegu sjónarmiðin Forstjórinn segir hitt snúa að siðferðislegum sjónarmiðum. „Þegar fyrirtæki er að ákveða að fara í svona mikla rýni á fólki og athöfnum þá er það þetta, að fólk segi já af því að það heldur að það muni spara. Sumir gera það kannski. En aðrir munu fá hækkun út af slæmu aksturslagi. Og svo eru það hinir sem ekki vilja vera með og verða kannski á endanum litnir hornauga. Ef þú ert ekki með í einhverju svona hlýturðu að hafa eitthvað að fela.“ Helga segir að spurningin sem blasi þá við sé: „Hvernig samfélag viljum við lifa í? Og hvernig viljum við að fyrirtækin vinni persónuupplýsingar okkar? Það er náttúrulega kominn tími á að fólk spyrji sig einmitt: Vil ég skipta við tryggingafélag sem fer í þessa rýni á mér? Er þetta er kannski orðin of mikil rýni? Vil ég eitthvað annað? Við höfum lengi sagt að það eru mikil viðskiptatækifæri í því að fara vel með persónuupplýsingar fólks,“ segir Helga í viðtalinu. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan en þar ræðir hún einnig óvarlega meðferð á kennitölum einstaklinga í íslensku samfélagi. Bítið Persónuvernd Tryggingar Bílar Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira
„Að fylgjast með ferðum fólks – eins og þarna virðist vera um að ræða – felur í sér mjög mikið inngrip í líf fólks.“ Þetta segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, sem kveðst vona að tryggingafélagið VÍS sé vel undirbúið og hafi unnið vel alla heimavinnuna í tengslum við svokallaðan Ökuvísi sem félagið mun bjóða viðskiptavinum sínum upp á. Um er að ræða eins konar ökurita sem fylgist með akstri bílstjóra – þar á meðal hvort þeir keyri of hratt eða séu í símanum undir stýri. Gögnin sem verða til í Ökuvísinum hyggst tryggingafélagið VÍS síðan nýta til að lækka tryggingar ökumannanna. Fengu upphringingu í síðustu viku Helga ræddi málið út frá persónuverndarsjónarmiðum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta er eitthvað sem við höfðum haft spurnir af í löndunum í kringum okkur og sumir fara lengra, aðrir fara skemur. Við fengum stutta upphringingu frá þessu fyrirtæki [VÍS] í síðustu viku þar sem var greint frá því að fyrirtækið ætlaði að fara af stað með þetta smáforrit, þessa nýju vöru.“ Helga segir að það að sú iðja að fylgjast með ferðum fólks feli í sér mjög mikið inngrip inn í líf fólks. „Það er kannski tvennt í þessu. Persónuverndarlögin gera mjög miklar kröfur til þess að vera með svona hluti í lagi. Ég vona að þetta tryggingafélag hafi undirbúið þetta vel og sé með alla þá heimavinnu til staðar sem þarf til að rúlla svona vöru af stað. Það er alveg ljóst, því í rauninni getur það haft alvarlegar afleiðingar ef það er farið af stað með vinnslu á persónuupplýsingum án þess að búið sé að tékka í boxin og meta hvaða áhrif eru af vinnslu persónuupplýsinga.“ Siðferðislegu sjónarmiðin Forstjórinn segir hitt snúa að siðferðislegum sjónarmiðum. „Þegar fyrirtæki er að ákveða að fara í svona mikla rýni á fólki og athöfnum þá er það þetta, að fólk segi já af því að það heldur að það muni spara. Sumir gera það kannski. En aðrir munu fá hækkun út af slæmu aksturslagi. Og svo eru það hinir sem ekki vilja vera með og verða kannski á endanum litnir hornauga. Ef þú ert ekki með í einhverju svona hlýturðu að hafa eitthvað að fela.“ Helga segir að spurningin sem blasi þá við sé: „Hvernig samfélag viljum við lifa í? Og hvernig viljum við að fyrirtækin vinni persónuupplýsingar okkar? Það er náttúrulega kominn tími á að fólk spyrji sig einmitt: Vil ég skipta við tryggingafélag sem fer í þessa rýni á mér? Er þetta er kannski orðin of mikil rýni? Vil ég eitthvað annað? Við höfum lengi sagt að það eru mikil viðskiptatækifæri í því að fara vel með persónuupplýsingar fólks,“ segir Helga í viðtalinu. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan en þar ræðir hún einnig óvarlega meðferð á kennitölum einstaklinga í íslensku samfélagi.
Bítið Persónuvernd Tryggingar Bílar Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira