Íslenski boltinn

Íslensku liðin í Evrópukeppni spila ekki í Pepsi Max um næstu helgi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Víkingar frá frí eftir ferðina til Slóveníu en það er einungis vegna þess að þeir verða í sóttkví eftir ferðalagið.
Víkingar frá frí eftir ferðina til Slóveníu en það er einungis vegna þess að þeir verða í sóttkví eftir ferðalagið. Vísir/Bára

Þrjú íslensk lið taka þátt í Evrópukeppni í þessari viku og það þýðir að þau geta ekki spilað næsta leik sinn í Pepsi Max deildinni um komandi helgi.

Knattspyrnusamband Íslands hefur tilkynnt það að leikjum FH, Víkinga og Breiðabliks um næstu helgi hefur verið frestað.

Ástæðna er að liðin eru að fara í sóttkví eftir þátttökuna í þessum Evrópuleikjum. FH spilar á heimavelli og hefði getað spilað en leik liðsins er frestað þar sem hann er á móti öðru liði sem er að koma heim úr Evrópukeppni.

Víkingur R. og Breiðablik þurfa að undirgangast sóttkví við heimkomu úr leikjum sínum í Evrópudeildinni. Víkingur R. mætir þar Olimpija Ljubljana í Slóveníu og Breiðablik leikur gegn Rosenborg í Noregi. Leikirnir fara fram 27. ágúst.

Neðangreindum leikjum hefur því verið frestað:

FH - Víkingur R. - 30. ágúst kl. 17:00

Fjölnir - Breiðablik - 30. ágúst kl. 17:00

KSÍ segir í frétt sinni að nýir leikdagar verða tilkynntir síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×