Lýgin innra með mér Gunnar Dan Wiium skrifar 25. ágúst 2020 11:00 Get ég fylgst með heiminum innanfrá? Ég fer í gegnum lífið lesandi fréttir. Heyri af atburðum og set mig inn í nýjasta slúðrið. Ég hlusta á þríeykið finna upp hjólið á hverjum degi. Stundum er það þríhyrnt, stundum sexhyrnt og stundum trapisa. Ég tek til og reiti arfa í garðinum. Fylgist grant með hvort hundaeigendurnir poki ekki kúkinn af grasinu því ég trúi ekki á girðingar þó mér sé ílla við saur milli tánna. Ég sé flísina í öðrum og bendi óspart. Ég leita í örvæntingu að sannleika utan við mig en finn aldrei neitt nema lýgi. Minnir mig á söguna af betlaranum sem eyddi ævinni sitjandi á hálf ónýtri kistu betlandi aura. Eftir að hann dó kom það í ljós að kistan sem hann sat á var fjarsjóðskista full af gulli og demöntum betlaranum óafvitandi. Svo því spyr ég mig hvort heiminn sé að finna innra með mér? Get ég byrjað þar? Öll viljum við finna sannleikan og tilgang. Allar vörur eru seldar okkur sem sannleikur og tilgangur. Við erum nánast tilbúin að gera hvað sem er fyrir sannleika, eitthvað hreint og áreynslulaust. Raunverulega gleði og kærleik, sjálfs kærleik. En ég segi nánast, við erum kannski ekki tilbúin að gera allt, bara nánast allt. Kannski viljum við það alveg en erum ekki tilbúin að sjá að ytra er einungis spegilmynd þess innra. Innra er miklihvellurinn sem framkallar þennslu þess raunveruleika sem svo er skynjaður af hverjum og einum. Þess vegna í stað þess eins og fiskur í leit af vatni staldra ég við og rýni inn í myrkrið með athygli á það eina sem er, andardráttur. Ég leita án þess að leita. Eindirnar byrja að hrannast upp hver af annari í örvæntingu og lífsþorsta. Þær sækjast í athygli, samsömum með sjálfi sem ég veiti þeim ekki því athyglin er andardráttur. Það þarf ekkert mikið til að þær missa mátt sinn og sökkva til botns í þykkt leðjulag. Eins og molta sem svo með tímanum við réttar aðstæður kristallast yfir í fjársjóð. Eftir situr sannleikurinn. Rýmið sem þarf til speglunar sjálfs í tærri tjörn vitundar. Svo bræður og systur, ef þið hafið komist í gegnum þessa langloku, og trúið mér, alls ekki sjálfgefið. Þá leitið inná við að lýginni einungis í þeim tilgangi að upplifa sannleikan sem við í raun og veru erum. Við erum sannleikurinn sem leitar sjálfs síns. Höfundur er smíðakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Get ég fylgst með heiminum innanfrá? Ég fer í gegnum lífið lesandi fréttir. Heyri af atburðum og set mig inn í nýjasta slúðrið. Ég hlusta á þríeykið finna upp hjólið á hverjum degi. Stundum er það þríhyrnt, stundum sexhyrnt og stundum trapisa. Ég tek til og reiti arfa í garðinum. Fylgist grant með hvort hundaeigendurnir poki ekki kúkinn af grasinu því ég trúi ekki á girðingar þó mér sé ílla við saur milli tánna. Ég sé flísina í öðrum og bendi óspart. Ég leita í örvæntingu að sannleika utan við mig en finn aldrei neitt nema lýgi. Minnir mig á söguna af betlaranum sem eyddi ævinni sitjandi á hálf ónýtri kistu betlandi aura. Eftir að hann dó kom það í ljós að kistan sem hann sat á var fjarsjóðskista full af gulli og demöntum betlaranum óafvitandi. Svo því spyr ég mig hvort heiminn sé að finna innra með mér? Get ég byrjað þar? Öll viljum við finna sannleikan og tilgang. Allar vörur eru seldar okkur sem sannleikur og tilgangur. Við erum nánast tilbúin að gera hvað sem er fyrir sannleika, eitthvað hreint og áreynslulaust. Raunverulega gleði og kærleik, sjálfs kærleik. En ég segi nánast, við erum kannski ekki tilbúin að gera allt, bara nánast allt. Kannski viljum við það alveg en erum ekki tilbúin að sjá að ytra er einungis spegilmynd þess innra. Innra er miklihvellurinn sem framkallar þennslu þess raunveruleika sem svo er skynjaður af hverjum og einum. Þess vegna í stað þess eins og fiskur í leit af vatni staldra ég við og rýni inn í myrkrið með athygli á það eina sem er, andardráttur. Ég leita án þess að leita. Eindirnar byrja að hrannast upp hver af annari í örvæntingu og lífsþorsta. Þær sækjast í athygli, samsömum með sjálfi sem ég veiti þeim ekki því athyglin er andardráttur. Það þarf ekkert mikið til að þær missa mátt sinn og sökkva til botns í þykkt leðjulag. Eins og molta sem svo með tímanum við réttar aðstæður kristallast yfir í fjársjóð. Eftir situr sannleikurinn. Rýmið sem þarf til speglunar sjálfs í tærri tjörn vitundar. Svo bræður og systur, ef þið hafið komist í gegnum þessa langloku, og trúið mér, alls ekki sjálfgefið. Þá leitið inná við að lýginni einungis í þeim tilgangi að upplifa sannleikan sem við í raun og veru erum. Við erum sannleikurinn sem leitar sjálfs síns. Höfundur er smíðakennari.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar