Innlent

Áberandi hversu mörg börn skorti föt fyrir veturinn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hlíðahverfi í Reykjavík.
Hlíðahverfi í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar segir áberandi hversu mörg börn skortir föt í upphafi nýs skólaárs. Umsóknum um efnislega aðstoð innan hjálparstarfsins hafi fjölgað um næstum helming á fimm mánuðunum. Svipaða sögu er að segja frá Fjölskylduhjálp, sem rekur fatamarkað. Mikil ásókn sé í skólatöskur og barnaföt.

Í samtali við Fréttablaðið segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, að marga vanti úlpur, yfirhafnir, íþróttaföt og sundföt auk þess sem hjálparstarfið hafi útvegað börnum skólatöskur. Engin fataúthlutun hafi átt sér stað hjá þeim síðan kórónuveirufaraldurinn fór fyrst að láta á sér kræla í vor.

Sökum þess að aðsóknin í efnislega aðstoð hjá Hjálparstarfi Kirkjunnar hafi aukist um 40 prósent frá á síðastliðnum mánuðum hefur verið ráðist í fjáröflun. Vilborg hvetur fólk til að hafa samband þurfi það aðstoð, ætlunin sé að reyna að mæta þessum hópi.

Aðstandendur Fjölskylduhjálpar segist einnig finna fyrir aukinni aðsókn; börn vanti greinilega útiföt og skólatöskur auk þess sem matargjöfum hafi fjölgað. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, segist í samtali við blaðið búast við yfir þúsund umsóknum um aðstoð í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×