LeBron James og Lakers menn frábærir á Kobe Bryant deginum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2020 07:00 LeBron James þurfti bara að spila þrjá fyrstu leikhlutana þegar Los Angeles Lakers liðið rúllaði yfir Portland Trail Blazers í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. Getty/Kevin C. Cox Miami Heat varð þriðja liðið til að komast áfram upp úr fyrstu umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og bæði Los Angeles Lakers og Milwaukee Bucks eru í lykilstöðu eftir að þau komust í 3-1. Það er hins vegar allt jafnt í einvígi Houston Rockets og Oklahoma City Thunder eftir að Thunder jafnaði í nótt. Los Angeles Lakers vann 135-115 sigur á Portland Trail Blazers og var þetta þriðji sigur liðsins í röð eftir að Portland liðið komst í 1-0 í einvíginu. Leikurinn fór fram á Kobe Bryant deginum (24.8) og heiðruðu leikmenn Lakers hann fyrst með því að spila í sérstökum Mamba búningnum en svo með því að rúlla yfir Portland liðið. @KingJames' EFFICIENT night (30 PTS, 10 AST, 10-12 FGM) pushes the @Lakers ahead 3-1 vs. POR! #NBAPlayoffsGame 5 Wed. (8/26) at 9 PM ET on TNT pic.twitter.com/k9hVx8UAIo— NBA (@NBA) August 25, 2020 LeBron James var rosalegur annan leikinn í röð en hann var með 30 stig og 10 stoðsendingar á þeim 28 mínútum sem hann spilaði. James settist endanlega á bekkinn í lok þriðja leikhluta þegar úrslitin voru ljós. Anthony Davis var með 18 stig á 18 mínútum og Kyle Kuzma skoraði líka 18 stig en Lakers liðið var 80-51 yfir í hálfleik. Það þótti mjög táknrænt á Mamba deginum að Lakers komst í 24-8 í leiknum en það eru einmitt númer Kobe Bryant. Damian Lillard, aðalstjarna Portland Trail Blazers, var aðeins með 11 stig en hann fór af velli í þriðja leikhluta, meiddur á hné. Jusuf Nurkic var atkvæðamestur með 20 stig og 13 fráköst. Giannis Antetokounmpo var með 31 stig, 15 fráköst og 8 stoðsendingar og Khris Middleton skoraði 18 af 21 stigi sínu í lokaleikhlutanum þegar Milwaukee Bucks vann 121-106 sigur á Orlando Magic og komst í 3-1 í einvígi liðanna. Nikola Vucevic var öflugur hjá Orlando með 31 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. MIAMI ADVANCES!@Goran_Dragic drops 13 of his 23 PTS in Q4 to lead the Heat to the Eastern Conference Semifinals! #NBAPlayoffs pic.twitter.com/lCkXBFgap2— NBA (@NBA) August 25, 2020 Goran Dragic skoraði 23 stig og var með 14 stig og 19 fráköst þegar Miami Heat sópaði Indiana Pacers út úr úrslitakeppninni með sannfærandi 99-87 sigri. Tyler Herro var líka með 16 stig en þetta er í fyrsta sinn síðan 2016 sem Miami liðið kemst í gegnum fyrstu umferðina. Miami Heat er þriðja liðið til að komast áfram en Boston Celtics og Toronto Raptors unnu einnig sín einvígi 4-0. Dennis Schroder (#NBAPlayoffs career-high 30 PTS) & @CP3 (26 PTS, 3 STL) lead @okcthunder to the Game 4 win!Series tied 2-2... Game 5 on Wed. (8/26) at 6:30 PM ET on TNT. pic.twitter.com/UZ1dWFtfi0— NBA (@NBA) August 24, 2020 Spennan er aftur á móti í einvígi Houston Rockets og Oklahoma City Thunder en Thunder jafnaði metin í 2-2 með 117-114 sigri í nótt. Dennis Schroder skoraði 30 stig fyrir Thunder liðið í leiknum, Chris Paul var með 26 stig og Shai Gilgeous-Alexander bætti við 18 stigum og 12 fráköstum. James Harden var með 32 stig, 15 stoðsendingar og 8 fráköst fyrir Houston en það dugði ekki til ekki frekar en 23 stig frá Eric Gordon og 21 stig frá Danuel House Jr. The @MiamiHEAT advance to the East semis, the @Bucks & @Lakers go up 3-1 and the @okcthunder tie the series 2-2! #NBAPlayoffs pic.twitter.com/8Rdd2h4ixi— NBA (@NBA) August 25, 2020 The updated #NBAPlayoffs picture after Monday's action! #WholeNewGame pic.twitter.com/TIOPoYyHrQ— NBA (@NBA) August 25, 2020 NBA Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Sjá meira
Miami Heat varð þriðja liðið til að komast áfram upp úr fyrstu umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og bæði Los Angeles Lakers og Milwaukee Bucks eru í lykilstöðu eftir að þau komust í 3-1. Það er hins vegar allt jafnt í einvígi Houston Rockets og Oklahoma City Thunder eftir að Thunder jafnaði í nótt. Los Angeles Lakers vann 135-115 sigur á Portland Trail Blazers og var þetta þriðji sigur liðsins í röð eftir að Portland liðið komst í 1-0 í einvíginu. Leikurinn fór fram á Kobe Bryant deginum (24.8) og heiðruðu leikmenn Lakers hann fyrst með því að spila í sérstökum Mamba búningnum en svo með því að rúlla yfir Portland liðið. @KingJames' EFFICIENT night (30 PTS, 10 AST, 10-12 FGM) pushes the @Lakers ahead 3-1 vs. POR! #NBAPlayoffsGame 5 Wed. (8/26) at 9 PM ET on TNT pic.twitter.com/k9hVx8UAIo— NBA (@NBA) August 25, 2020 LeBron James var rosalegur annan leikinn í röð en hann var með 30 stig og 10 stoðsendingar á þeim 28 mínútum sem hann spilaði. James settist endanlega á bekkinn í lok þriðja leikhluta þegar úrslitin voru ljós. Anthony Davis var með 18 stig á 18 mínútum og Kyle Kuzma skoraði líka 18 stig en Lakers liðið var 80-51 yfir í hálfleik. Það þótti mjög táknrænt á Mamba deginum að Lakers komst í 24-8 í leiknum en það eru einmitt númer Kobe Bryant. Damian Lillard, aðalstjarna Portland Trail Blazers, var aðeins með 11 stig en hann fór af velli í þriðja leikhluta, meiddur á hné. Jusuf Nurkic var atkvæðamestur með 20 stig og 13 fráköst. Giannis Antetokounmpo var með 31 stig, 15 fráköst og 8 stoðsendingar og Khris Middleton skoraði 18 af 21 stigi sínu í lokaleikhlutanum þegar Milwaukee Bucks vann 121-106 sigur á Orlando Magic og komst í 3-1 í einvígi liðanna. Nikola Vucevic var öflugur hjá Orlando með 31 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. MIAMI ADVANCES!@Goran_Dragic drops 13 of his 23 PTS in Q4 to lead the Heat to the Eastern Conference Semifinals! #NBAPlayoffs pic.twitter.com/lCkXBFgap2— NBA (@NBA) August 25, 2020 Goran Dragic skoraði 23 stig og var með 14 stig og 19 fráköst þegar Miami Heat sópaði Indiana Pacers út úr úrslitakeppninni með sannfærandi 99-87 sigri. Tyler Herro var líka með 16 stig en þetta er í fyrsta sinn síðan 2016 sem Miami liðið kemst í gegnum fyrstu umferðina. Miami Heat er þriðja liðið til að komast áfram en Boston Celtics og Toronto Raptors unnu einnig sín einvígi 4-0. Dennis Schroder (#NBAPlayoffs career-high 30 PTS) & @CP3 (26 PTS, 3 STL) lead @okcthunder to the Game 4 win!Series tied 2-2... Game 5 on Wed. (8/26) at 6:30 PM ET on TNT. pic.twitter.com/UZ1dWFtfi0— NBA (@NBA) August 24, 2020 Spennan er aftur á móti í einvígi Houston Rockets og Oklahoma City Thunder en Thunder jafnaði metin í 2-2 með 117-114 sigri í nótt. Dennis Schroder skoraði 30 stig fyrir Thunder liðið í leiknum, Chris Paul var með 26 stig og Shai Gilgeous-Alexander bætti við 18 stigum og 12 fráköstum. James Harden var með 32 stig, 15 stoðsendingar og 8 fráköst fyrir Houston en það dugði ekki til ekki frekar en 23 stig frá Eric Gordon og 21 stig frá Danuel House Jr. The @MiamiHEAT advance to the East semis, the @Bucks & @Lakers go up 3-1 and the @okcthunder tie the series 2-2! #NBAPlayoffs pic.twitter.com/8Rdd2h4ixi— NBA (@NBA) August 25, 2020 The updated #NBAPlayoffs picture after Monday's action! #WholeNewGame pic.twitter.com/TIOPoYyHrQ— NBA (@NBA) August 25, 2020
NBA Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Sjá meira