Vill að lögregla viðurkenni mistök í Euromarket-málinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2020 21:24 Þórður Magnússon telur að á sér hafi verið brotið. „Þarna var fólk rifið upp um miðja nótt og handjárnað á gólfinu fyrir framan börnin sín“ segir Þórður Magnússon sem dreginn var inn í Euromarket málið svokallaða sem lögregla hefur haft til rannsóknar og er sagt snúa að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi. Þórður segir málið allt með miklum ólíkindum og lykta af klaufalegum vinnubrögðum lögreglu. Þórður fór yfir sína hlið á málinu í viðtali við Frosta Logason í Íslandi í dag í kvöld og vill hann að lögregla viðurkenni að hún hafi gert mistök við rannsókn málsins, helst með því að halda blaðamannafund. Þórður hefur haft réttarstöðu sakbornings í málinu en hann hefur um árabil verið í margskonar fyrirtækjarekstri og rekur meðal annars fyrirtækið Djúpaklett sem sérhæfir sig í löndun og fiskumsýslu á Grundarfirði. Þórður hefur lýst yfir fullkomnu sakleysi í málinu og fullyrðir að komið hafi á daginn að yfirlýsingar lögreglu hafi í megin atriðum verið rangar og málið í raun hvorki verið fugl né fiskur miðað við það sem yfirvöld hafi greint frá á blaðamannafundi lögreglu sem haldinn var þann 18. desember 2017. Fréttatilkynning Europol um málið frá sama degi og blaðamannafundurinn var haldinn. Þar var greint frá rannsókn lögreglu og tollayfirvalda á því sem átti að vera umfangsmikil alþjóðleg glæpastarfsemi sem teygði anga sína hingað til lands, Póllands og Hollands. Á fundinum sem haldin var í samvinnu við Europol og Eurojust var greint frá því að yfirvöld hér á landi hefðu meðal annars lagt hald á MDMA duft og amfetamínbasa sem hægt væri að framleiða úr allt að 80 kíló af amfetamíni. Þá hafði verið farið í húsleitir á 30 stöðum, og lagt hald á fasteignir, bíla, fjármuni í bönkum og hluti í fyrirtækjum, talið að virði allt að 200 milljónum íslenskra króna. Málið fékk snemma heitið Euromarket málið en verslunarfyrirtækið Market ehf sem rekur pólskar smávöruverslanir hér á landi lá þá undir grun um að vera hluti af alþjóðlegum glæpahring sem lögreglan taldi sig vera að rannsaka. Viðtalið við Þórð þar sem hann fer yfir sína hlið málsins má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Peningaþvætti í Euro Market Lögreglumál Lögreglan Ísland í dag Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Þarna var fólk rifið upp um miðja nótt og handjárnað á gólfinu fyrir framan börnin sín“ segir Þórður Magnússon sem dreginn var inn í Euromarket málið svokallaða sem lögregla hefur haft til rannsóknar og er sagt snúa að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi. Þórður segir málið allt með miklum ólíkindum og lykta af klaufalegum vinnubrögðum lögreglu. Þórður fór yfir sína hlið á málinu í viðtali við Frosta Logason í Íslandi í dag í kvöld og vill hann að lögregla viðurkenni að hún hafi gert mistök við rannsókn málsins, helst með því að halda blaðamannafund. Þórður hefur haft réttarstöðu sakbornings í málinu en hann hefur um árabil verið í margskonar fyrirtækjarekstri og rekur meðal annars fyrirtækið Djúpaklett sem sérhæfir sig í löndun og fiskumsýslu á Grundarfirði. Þórður hefur lýst yfir fullkomnu sakleysi í málinu og fullyrðir að komið hafi á daginn að yfirlýsingar lögreglu hafi í megin atriðum verið rangar og málið í raun hvorki verið fugl né fiskur miðað við það sem yfirvöld hafi greint frá á blaðamannafundi lögreglu sem haldinn var þann 18. desember 2017. Fréttatilkynning Europol um málið frá sama degi og blaðamannafundurinn var haldinn. Þar var greint frá rannsókn lögreglu og tollayfirvalda á því sem átti að vera umfangsmikil alþjóðleg glæpastarfsemi sem teygði anga sína hingað til lands, Póllands og Hollands. Á fundinum sem haldin var í samvinnu við Europol og Eurojust var greint frá því að yfirvöld hér á landi hefðu meðal annars lagt hald á MDMA duft og amfetamínbasa sem hægt væri að framleiða úr allt að 80 kíló af amfetamíni. Þá hafði verið farið í húsleitir á 30 stöðum, og lagt hald á fasteignir, bíla, fjármuni í bönkum og hluti í fyrirtækjum, talið að virði allt að 200 milljónum íslenskra króna. Málið fékk snemma heitið Euromarket málið en verslunarfyrirtækið Market ehf sem rekur pólskar smávöruverslanir hér á landi lá þá undir grun um að vera hluti af alþjóðlegum glæpahring sem lögreglan taldi sig vera að rannsaka. Viðtalið við Þórð þar sem hann fer yfir sína hlið málsins má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Peningaþvætti í Euro Market Lögreglumál Lögreglan Ísland í dag Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira