Yfirlögregluþjónn biðlar til fyrirtækja og einstaklinga að viðhafa ítrustu sóttvarnir Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 24. ágúst 2020 20:41 Rögnvaldur Ólafsson yfirlögregluþjónn. Stöð 2 Yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum biðlar til fyrirtækja og einstaklinga að viðhafa ítrustu sóttvarnir nú þegar allir eru að koma til vinnu eftir sumarfrí. Einstaklingur á áttræðisaldri hefur verið lagður inn á spítala með Covid-19 og meiri sóttvarnir á upplýsingafundi almannavarna í dag en áður. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir að nú þegar skólarnir séu að hefjast og fólk að snúa til vinnu sé afar mikilvægt að viðhafa ítrustu sóttvarnir. „Við höfum aðeins meiri áhyggjur af stöðunni núna því að skólarnir eru að byrja sem þýðir að vinnustaðirnir eru aftur að verða fullmannaðir. Fólk hefur kannski farið ansi víða í millitíðinni. Þetta gæti haft afleiðingar og það kæmi okkur ekki á óvart en við hvetjum fyrirtæki og stofnanir til að hafa þetta í huga gagnvart sinni starfsemi að ganga þannig frá að fyrirtæki missi minni hluta kjarnastarfseminnar ef upp koma smit,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum. Lögregla þurfti kannaði aðstæður veitingahúsum og skemmtistöðum í miðborginni um helgina. Einhverjir staðir geta átt von á því að fá sektir. „Það voru gerðar skýrslur og verið er að vinna úr þeim hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Það var farið á fimmtíu staði og það voru gerðar fjórar skýrslur,“ sagði Rögnvaldur. Einstaklingur á áttræðisaldri liggur á sjúkrahúsi vegna veirusýkingarinnar en 31 árs karlmaður sem var um tíma á gjörgæslu vegna sjúkdómsins hefur verið útskrifaður. Frá því á fimmtudag hafa 30 ný innanlandssmit greinst og 480 bæst í hóp þeirra sem eru í sóttkví. 6 greindust síðasta sólarhring þarf af voru fimm manns í sóttkví. Tveir bíða eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu eftir landamæraskimun. 919 eru nú í sóttkví og fjölgar þeim um 69 milli daga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Sjá meira
Yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum biðlar til fyrirtækja og einstaklinga að viðhafa ítrustu sóttvarnir nú þegar allir eru að koma til vinnu eftir sumarfrí. Einstaklingur á áttræðisaldri hefur verið lagður inn á spítala með Covid-19 og meiri sóttvarnir á upplýsingafundi almannavarna í dag en áður. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir að nú þegar skólarnir séu að hefjast og fólk að snúa til vinnu sé afar mikilvægt að viðhafa ítrustu sóttvarnir. „Við höfum aðeins meiri áhyggjur af stöðunni núna því að skólarnir eru að byrja sem þýðir að vinnustaðirnir eru aftur að verða fullmannaðir. Fólk hefur kannski farið ansi víða í millitíðinni. Þetta gæti haft afleiðingar og það kæmi okkur ekki á óvart en við hvetjum fyrirtæki og stofnanir til að hafa þetta í huga gagnvart sinni starfsemi að ganga þannig frá að fyrirtæki missi minni hluta kjarnastarfseminnar ef upp koma smit,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum. Lögregla þurfti kannaði aðstæður veitingahúsum og skemmtistöðum í miðborginni um helgina. Einhverjir staðir geta átt von á því að fá sektir. „Það voru gerðar skýrslur og verið er að vinna úr þeim hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Það var farið á fimmtíu staði og það voru gerðar fjórar skýrslur,“ sagði Rögnvaldur. Einstaklingur á áttræðisaldri liggur á sjúkrahúsi vegna veirusýkingarinnar en 31 árs karlmaður sem var um tíma á gjörgæslu vegna sjúkdómsins hefur verið útskrifaður. Frá því á fimmtudag hafa 30 ný innanlandssmit greinst og 480 bæst í hóp þeirra sem eru í sóttkví. 6 greindust síðasta sólarhring þarf af voru fimm manns í sóttkví. Tveir bíða eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu eftir landamæraskimun. 919 eru nú í sóttkví og fjölgar þeim um 69 milli daga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Sjá meira