Ótrúleg saga „Usain Bolt fótboltans“ sem er nú lykilmaður í Evrópumeistaraliði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 15:00 Alphonso Davies fagnar sigri í Meistaradeildinni með Joshua Zirkzee sem er nítján ára hollenskur framherji. Getty/Miguel A. Lopes Rio Ferdinand kallaði Alphonso Davies „Usain Bolt fótboltans“ þegar hann hrósaði þessum hraða og skemmtilega leikmanni í umfjöllun BT Sport um úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það eru kannski orð að sönnu enda virðist enginn ráða við strákinn á sprettinum. Alphonso Davies vann sér sæti í liði Bayern í vetur í stöðu vinstri bakvarðar þar sem hann skoraði meðal annars þrjú mörk í deildinni og átti fjórar stoðsendingar í Meistaradeildinni. Það vissu fáir hver þessi nítján ára strákur var þegar tímabilið hófst en nú lítur út fyrir að Bæjarar hafi grafið upp gullmola í Kanada. 'He is the Usain Bolt of football'Rio Ferdinand heaps praise on Bayern Munich left back Alphonso Davies https://t.co/pgmSzes8d4— MailOnline Sport (@MailSport) August 23, 2020 Jú Alphonso Davies er Kanadamaður en hann er ekki fæddur þar því foreldrar hans flúðu stríðsátök í Líberíu og voru í flóttabúðum í Gana þegar Davies kom í heiminn árið 2000. Þegar Alphonso Davies var fimm ára þá fékk fjölskyldan að flytja til Kanada þar sem tók við erfitt en mun betra líf. Davies sýndi fljótt hæfileika sína í íþróttum og komst fljótt upp metorðastigann á táningsaldri. Alphonso Davies var aðeins fimmtán ára gamall þegar hann spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn með Vancouver Whitecaps og varð næstyngstur í sögunni, á eftir Freddy Adu, til að spila í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Alphonso Davies náði því að vera kosinn leikmaður ársins hjá Vancouver Whitecaps áður en félagið seldi hann til Bayern München í janúar 2019. Davies sannaði sig hjá Bayern og í apríl 2020 gerði hann nýjan fimm ára samning við félagið. Framtíð hans er tryggð þökk sé fótboltanum og ef hann heldur áfram á sömu braut þá hefur hann alla burði til að verða einn besti knattspyrnumaður heims. Hingað til hefur hann, með miklum hæfileikum og frábæru hugarfari, orðið fastamaður í besta liði Evrópu. Það er því von á einhverju meiri hjá þessum strák sem heldur ekki upp á tvítugsafmælið sitt fyrr en í nóvember næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá þessari ótrúlegu sögu Alphonso Davies gerð skil. watch on YouTube Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Kanada Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira
Rio Ferdinand kallaði Alphonso Davies „Usain Bolt fótboltans“ þegar hann hrósaði þessum hraða og skemmtilega leikmanni í umfjöllun BT Sport um úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það eru kannski orð að sönnu enda virðist enginn ráða við strákinn á sprettinum. Alphonso Davies vann sér sæti í liði Bayern í vetur í stöðu vinstri bakvarðar þar sem hann skoraði meðal annars þrjú mörk í deildinni og átti fjórar stoðsendingar í Meistaradeildinni. Það vissu fáir hver þessi nítján ára strákur var þegar tímabilið hófst en nú lítur út fyrir að Bæjarar hafi grafið upp gullmola í Kanada. 'He is the Usain Bolt of football'Rio Ferdinand heaps praise on Bayern Munich left back Alphonso Davies https://t.co/pgmSzes8d4— MailOnline Sport (@MailSport) August 23, 2020 Jú Alphonso Davies er Kanadamaður en hann er ekki fæddur þar því foreldrar hans flúðu stríðsátök í Líberíu og voru í flóttabúðum í Gana þegar Davies kom í heiminn árið 2000. Þegar Alphonso Davies var fimm ára þá fékk fjölskyldan að flytja til Kanada þar sem tók við erfitt en mun betra líf. Davies sýndi fljótt hæfileika sína í íþróttum og komst fljótt upp metorðastigann á táningsaldri. Alphonso Davies var aðeins fimmtán ára gamall þegar hann spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn með Vancouver Whitecaps og varð næstyngstur í sögunni, á eftir Freddy Adu, til að spila í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Alphonso Davies náði því að vera kosinn leikmaður ársins hjá Vancouver Whitecaps áður en félagið seldi hann til Bayern München í janúar 2019. Davies sannaði sig hjá Bayern og í apríl 2020 gerði hann nýjan fimm ára samning við félagið. Framtíð hans er tryggð þökk sé fótboltanum og ef hann heldur áfram á sömu braut þá hefur hann alla burði til að verða einn besti knattspyrnumaður heims. Hingað til hefur hann, með miklum hæfileikum og frábæru hugarfari, orðið fastamaður í besta liði Evrópu. Það er því von á einhverju meiri hjá þessum strák sem heldur ekki upp á tvítugsafmælið sitt fyrr en í nóvember næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá þessari ótrúlegu sögu Alphonso Davies gerð skil. watch on YouTube
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Kanada Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira