Luka Doncic kórónaði ótrúlegan leik sinn með geggjaðri sigurkörfu á flautunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 07:30 Luka Doncic fagnar sigurkörfu sinni í nótt en þökk sé henni jafnaði Dallas Mavericks metin í 2-2 á móti Los Angeles Clippers. AP/Kevin C. Cox Slóvenski körfuboltamaðurinn Luka Doncic hefur verið stórkostlegur í fyrstu úrslitakeppninni sinni í NBA og átti enn einn súperleikinn í nótt. Boston Celtics og meistarar Toronto Raptors urðu fyrstu liðin til að komast áfram í aðra umferð og Donovan Mitchell komst í sögubækurnar með öðrum fimmtíu stiga leik. Flautkarfa Luka Doncic fyrir utan þriggja stiga línuna tryggði Dallas Mavericks 135-133 sigur á Los Angeles Clippers í framlengdum fjórða leik liðann í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Staðan í einvíginu er því 2-2. Luka Doncic meiddist á ökkla í leiknum á undan og var mjög tæpur að geta spilað. Læknalið Dallas liðsins tókst að tjasla honum saman og Doncic sjálfur sýndi líka úr hverju hann er gerður með stórbrotnum leik. Dallas lék líka án stórstjörnu sinnar Kristaps Porzingis sem gerði verkefnið enn erfiðara. "BANG, BANG!"Watching on a loop.#TissotBuzzerBeater #ThisIsYourTime pic.twitter.com/JLQXbKel7D— NBA (@NBA) August 24, 2020 Luka Doncic endaði leikinn með 43 stig, 17 fráköst og 13 stoðsendingar í leik þar sem Dallas lenti meðal annars 21 stigi undir í fyrri hálfleik og átti á hættu að lenda 1-3 undir í einvíginu. „Ég get ekki lýst tilfinningunni. Ekki bara að horfa á eftir boltanum fara ofan í körfuna heldur líka að sjá allt liðið hlaupa til mín. Þetta var mjög sérstakt, ein af bestu tilfinningum mínum sem körfuboltamanns. Mjög sérstakt,“ sagði Luka Doncic sem er bara 21 árs gamall. Doncic var sá yngsti í sögunni til að ná 40 stiga þrefaldri tvennu í úrslitakeppni og aðeins einn leikmaður hefur skorað fleiri stig í þrennu í úrslitakeppni. Í eina skiptið í sögunni sem leikmaður hafði skorað sigurkörfu á flautunni og 40 stig í úrslitakeppni var þegar Michael Jordan tryggði Chicago Bulls sigur á Cleveland Cavaliers árið 1989. LUKA MAGIC... listen in to @luka7doncic's #TissotBuzzerBeater as heard around the world! #ThisIsYourTime #NBAPlayoffs pic.twitter.com/y0aVsgHncm— NBA (@NBA) August 24, 2020 Luka Doncic bauð upp á þrennu annan leikinn í röð og er með 31,5 stig, 10,5 fráköst og 9,8 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fjórum leikjum sínum á ferlinum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Trey Burke átti mjög góðan leik með Dallas liðinu, skoraði 25 stig og hitti úr 10 af 14 skotum sínum. Lou Williams skoraði 36 stig og Kawhi Leonard var með 32 stig fyrir Los Angeles Clippers. Donovan Mitchell komst líka í sögubækurnar með þeim Michael Jordan, Allen Iverson og Wilt Chamberlain með því að ná öðrum fimmtíu stiga leik í þessari úrslitakeppni. Mitchell skoraði 51 stig fyrir Utah Jazz í 129-127 sigri á Denver Nuggets en Utah komst þar með í 3-1 í einvíginu. Michael Jordan náði þessu 1988 og 1993, Allen Iverson árið 2001 og Wilt Chamberlain árið 1960. Mitchell (18 in 4th) & Murray (21 in 4th) trade 4th quarter buckets en route to their 50-point nights! #NBAPlayoffs #WholeNewGame Game 5: Tues. (8/25) - 6:30pm/et, TNT pic.twitter.com/aJXFYmsnE6— NBA (@NBA) August 24, 2020 Donovan Mitchell skoraði 57 stig í leik eitt í einvíginu og er mðe 39,5 stig að meðaltali í fyrstu fjórum leikjunum. Hann er aðeins 23 ára gamall. Jamal Murray skoraði 50 stig fyrir Denver liðið en það dugði ekki til. Þeir urðu fyrstu mótherjarni í sögu úrslitakeppni NBA til að skora yfir 50 stig í sama leiknum. Kemba Walker skoraði 32 stig og Jayson Tatum var með 28 stig og 15 fráköst þegar Boston Celtics vann 110-106 sigur á Philadelphia 76ers og einvígið þar með 4-0. Joel Embiid var með 30 stig og 10 fráköst hjá 76ers. NBA-meistarar Toronto Raptors eru líka komnir áfram eftir 150-122 risasigur í fjórða leiknum á móti Brooklyn Nets. Kyle Lowry haltraði af velli í fyrsta leikhluta sem gæti verið áhyggjuefni fyrir Toronto liðið. Norman Powell skoraði 29 stig og Serge Ibaka var með 27 stig en þeir komu báðir inn af bekknum. The @celtics & @Raptors advance to the East Semis while the @utahjazz take a 3-1 lead & the @dallasmavs tie the series 2-2! #NBAPlayoffs pic.twitter.com/k7SB2bnbmk— NBA (@NBA) August 24, 2020 The updated #NBAPlayoffs picture after Sunday's action! #WholeNewGame pic.twitter.com/r9zFzaUG6b— NBA (@NBA) August 24, 2020 NBA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Slóvenski körfuboltamaðurinn Luka Doncic hefur verið stórkostlegur í fyrstu úrslitakeppninni sinni í NBA og átti enn einn súperleikinn í nótt. Boston Celtics og meistarar Toronto Raptors urðu fyrstu liðin til að komast áfram í aðra umferð og Donovan Mitchell komst í sögubækurnar með öðrum fimmtíu stiga leik. Flautkarfa Luka Doncic fyrir utan þriggja stiga línuna tryggði Dallas Mavericks 135-133 sigur á Los Angeles Clippers í framlengdum fjórða leik liðann í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Staðan í einvíginu er því 2-2. Luka Doncic meiddist á ökkla í leiknum á undan og var mjög tæpur að geta spilað. Læknalið Dallas liðsins tókst að tjasla honum saman og Doncic sjálfur sýndi líka úr hverju hann er gerður með stórbrotnum leik. Dallas lék líka án stórstjörnu sinnar Kristaps Porzingis sem gerði verkefnið enn erfiðara. "BANG, BANG!"Watching on a loop.#TissotBuzzerBeater #ThisIsYourTime pic.twitter.com/JLQXbKel7D— NBA (@NBA) August 24, 2020 Luka Doncic endaði leikinn með 43 stig, 17 fráköst og 13 stoðsendingar í leik þar sem Dallas lenti meðal annars 21 stigi undir í fyrri hálfleik og átti á hættu að lenda 1-3 undir í einvíginu. „Ég get ekki lýst tilfinningunni. Ekki bara að horfa á eftir boltanum fara ofan í körfuna heldur líka að sjá allt liðið hlaupa til mín. Þetta var mjög sérstakt, ein af bestu tilfinningum mínum sem körfuboltamanns. Mjög sérstakt,“ sagði Luka Doncic sem er bara 21 árs gamall. Doncic var sá yngsti í sögunni til að ná 40 stiga þrefaldri tvennu í úrslitakeppni og aðeins einn leikmaður hefur skorað fleiri stig í þrennu í úrslitakeppni. Í eina skiptið í sögunni sem leikmaður hafði skorað sigurkörfu á flautunni og 40 stig í úrslitakeppni var þegar Michael Jordan tryggði Chicago Bulls sigur á Cleveland Cavaliers árið 1989. LUKA MAGIC... listen in to @luka7doncic's #TissotBuzzerBeater as heard around the world! #ThisIsYourTime #NBAPlayoffs pic.twitter.com/y0aVsgHncm— NBA (@NBA) August 24, 2020 Luka Doncic bauð upp á þrennu annan leikinn í röð og er með 31,5 stig, 10,5 fráköst og 9,8 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fjórum leikjum sínum á ferlinum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Trey Burke átti mjög góðan leik með Dallas liðinu, skoraði 25 stig og hitti úr 10 af 14 skotum sínum. Lou Williams skoraði 36 stig og Kawhi Leonard var með 32 stig fyrir Los Angeles Clippers. Donovan Mitchell komst líka í sögubækurnar með þeim Michael Jordan, Allen Iverson og Wilt Chamberlain með því að ná öðrum fimmtíu stiga leik í þessari úrslitakeppni. Mitchell skoraði 51 stig fyrir Utah Jazz í 129-127 sigri á Denver Nuggets en Utah komst þar með í 3-1 í einvíginu. Michael Jordan náði þessu 1988 og 1993, Allen Iverson árið 2001 og Wilt Chamberlain árið 1960. Mitchell (18 in 4th) & Murray (21 in 4th) trade 4th quarter buckets en route to their 50-point nights! #NBAPlayoffs #WholeNewGame Game 5: Tues. (8/25) - 6:30pm/et, TNT pic.twitter.com/aJXFYmsnE6— NBA (@NBA) August 24, 2020 Donovan Mitchell skoraði 57 stig í leik eitt í einvíginu og er mðe 39,5 stig að meðaltali í fyrstu fjórum leikjunum. Hann er aðeins 23 ára gamall. Jamal Murray skoraði 50 stig fyrir Denver liðið en það dugði ekki til. Þeir urðu fyrstu mótherjarni í sögu úrslitakeppni NBA til að skora yfir 50 stig í sama leiknum. Kemba Walker skoraði 32 stig og Jayson Tatum var með 28 stig og 15 fráköst þegar Boston Celtics vann 110-106 sigur á Philadelphia 76ers og einvígið þar með 4-0. Joel Embiid var með 30 stig og 10 fráköst hjá 76ers. NBA-meistarar Toronto Raptors eru líka komnir áfram eftir 150-122 risasigur í fjórða leiknum á móti Brooklyn Nets. Kyle Lowry haltraði af velli í fyrsta leikhluta sem gæti verið áhyggjuefni fyrir Toronto liðið. Norman Powell skoraði 29 stig og Serge Ibaka var með 27 stig en þeir komu báðir inn af bekknum. The @celtics & @Raptors advance to the East Semis while the @utahjazz take a 3-1 lead & the @dallasmavs tie the series 2-2! #NBAPlayoffs pic.twitter.com/k7SB2bnbmk— NBA (@NBA) August 24, 2020 The updated #NBAPlayoffs picture after Sunday's action! #WholeNewGame pic.twitter.com/r9zFzaUG6b— NBA (@NBA) August 24, 2020
NBA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira