Sport

Ótrúleg endurkoma Oscar Uscategui sem vann annað mót sumarsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ömer Daglar Tanrikulu og Oscar Mauricio Uscategui mættust í spennandi úrslitaleik.
Ömer Daglar Tanrikulu og Oscar Mauricio Uscategui mættust í spennandi úrslitaleik. Vísir/Raj K. Bonifacius

Nicol Veselinova ChakmakovaNicol Veselinova ChakmakovaOscar Mauricio Uscategui hafði betur í öðru móti sumarsins á vegum Tennissambands Íslands og Alþjóða tennissambandsins. Mótið fór fram að nýju eftir tveggja vikna hlé vegna kórónufaraldurinn.

Úrslitaleikurinn fór fram við góðar aðstæður á tennisvöllum Víkings um helgina. Þar mættust Oscar [Hafna- og mjúkboltafélagi Reykjavíkur] og Ömer Daglar Tanrikulu [Víking].

Oscar fór aðeins erfiðari leið en hann lagi Nicol Veselinova Chakmakova [TFK] í þremur settum í undanúrslitum. Tók leikurinn tæpa tvær og hálfa klukkustund en á endanum tryggði Oscar sér sæti í úrslitum.

Daglar fór aðeins léttari leið en hann lagði Ólaf Helga Jónsson [Fjölni] í tveimur settum. Var þetta fyrsti úrslitaleikur beggja aðila í meistaraflokki og var leikurinn jafn frá upphafi til enda.

Leikurinn var hörkuskemmtun og ótrúlegt að Oscar hafi haldið út en leikurinn entist í næstum þrjá klukkutíma. Hann vann fyrsta settið 7-5 en Daglar hafði verið 5-3 yfir. Sama var upp á teningnum, Daglar leiddi 5-2 en á endanum tókst Oscar að jafna í 6-6 og því þurfti oddalotu.

Aftur var Daglar mun sterkari og komst 6-1 yfir í oddalotunni en Oscar neitaði að gefast upp og vann oddalotuna 7-6. Ótrúleg endurkoma.

Nicol endaði svo í 3. sæti eftir að vinna Ólaf í tveimur settum.

Nicol Veselinova Chakmakova hafði betur gegn Ólafi Helga Jónssyni í baráttunni um þriðja sætið.Vísir/Raj K. Bonifacius

Næsta mót hefst strax á morgun og hægt er að fylgjast með Hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×