Erlent

Tower-brúin bilaði og stöðvaði umferð

Andri Eysteinsson skrifar
EgCS2omWkAIP1qg
Twitter/ThamesRibExp

Umferð í miðborg Lundúna stöðvaðist í rúman klukkutíma í dag eftir að Tower-brúin yfir ána Thames bilaði eftir að hafa hleypt skipi í gegn.

Tæknilegt klúður varð þegar að armar brúarinnar fóru ekki samtímis niður. Sky News greinir frá því að verkfræðingar hafi snarlega verið kallaðir á vettvang til þess að vinna að viðgerð á meðan að vegfarendur þurftu að leita annarra leiða til að komast yfir ánna Thames.

Seinna tókst að opna brúnna fyrir gangandi vegfarendum en bílaumferð þurfti að bíða lengur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×