Heimila flutning Navalny til Þýskalands Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 16:37 Hópur þýskra lækna fór til Omsk-borgar og þrýsti á að Alexander Navalny yrði fluttur til Þýskalands í meðferð. AP/Evgeniy Sofiychuk Rússneskir læknar hafa samþykkt að Alexei Navalny, sem leitt hefur stjórnarandstöðuna í Rússlandi, verði fluttur til Þýskalands að sögn fréttastofu AP. Þar mun hann undirgangast frekari meðferð eftir að hafa fallið í dá á dögunum. Hópur þýskra lækna ferðaðist með sjúkraflugi til Rússlands í gær með það fyrir augum að flytja Navalny undir þýskar læknishendur. Rússneskir starfsbræður þeirra mótmæltu því í fyrstu en nú, um sólarhring síðar, hafa þeir ákveðið að verða við beiðni þeirra þýsku. Navalny, sem er einn fyrirferðamesti andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, var fluttur á gjörgæsludeild í borginni Omsk í gær. Hann missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu og telja stuðningsmenn hans að rússnesk stjórnvöld hafi byrlað honum eitur. Að sama skapi eru þeir fullvissir um að ríkisstjórn Pútíns hafi staðið í vegi fyrir flutning Navalny til Þýskalands. Rússnesku læknanir sögðu að ástand hans væri ekki nógu stöðugt til að heimila flutninginn, að sama skapi sögðust þeir ekki telja að eitrað hafi verið fyrir Navalny. Stuðningsmenn stjórnarandstæðingsins segja hins vegar að rússnesk stjórnvöld hafi krafist þess að flutningurinn yrði dreginn á langinn svo að leifar eitursins myndu ekki finnast í blóðinu við rannsóknir í Þýskalandi. Navalny er enn meðvitundarlaus og er ekki gert ráð fyrir því að hann verði kominn til meðvitundar fyrir flugið til Þýskalands á morgun. Forsvarsmenn Evrópusambandsins höfðu kallað eftir því að flutningur Navalny yrði leyfður og að hin meinta eitrun verði rannsökuð gaumgæfilega. Þá höfðu þýskir embættismenn einnig verið í samskiptum við embættismenn í Rússlandi vegna málsins. Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Meinað að flytja Navalny til Þýskalands Læknar vilja ekki leyfa fjölskyldu Alexei Navalny að flytja hann til Þýskalands en aðstandendur hans segja yfirvöld reyna að drepa hann. 21. ágúst 2020 07:12 Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Rússneskir læknar hafa samþykkt að Alexei Navalny, sem leitt hefur stjórnarandstöðuna í Rússlandi, verði fluttur til Þýskalands að sögn fréttastofu AP. Þar mun hann undirgangast frekari meðferð eftir að hafa fallið í dá á dögunum. Hópur þýskra lækna ferðaðist með sjúkraflugi til Rússlands í gær með það fyrir augum að flytja Navalny undir þýskar læknishendur. Rússneskir starfsbræður þeirra mótmæltu því í fyrstu en nú, um sólarhring síðar, hafa þeir ákveðið að verða við beiðni þeirra þýsku. Navalny, sem er einn fyrirferðamesti andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, var fluttur á gjörgæsludeild í borginni Omsk í gær. Hann missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu og telja stuðningsmenn hans að rússnesk stjórnvöld hafi byrlað honum eitur. Að sama skapi eru þeir fullvissir um að ríkisstjórn Pútíns hafi staðið í vegi fyrir flutning Navalny til Þýskalands. Rússnesku læknanir sögðu að ástand hans væri ekki nógu stöðugt til að heimila flutninginn, að sama skapi sögðust þeir ekki telja að eitrað hafi verið fyrir Navalny. Stuðningsmenn stjórnarandstæðingsins segja hins vegar að rússnesk stjórnvöld hafi krafist þess að flutningurinn yrði dreginn á langinn svo að leifar eitursins myndu ekki finnast í blóðinu við rannsóknir í Þýskalandi. Navalny er enn meðvitundarlaus og er ekki gert ráð fyrir því að hann verði kominn til meðvitundar fyrir flugið til Þýskalands á morgun. Forsvarsmenn Evrópusambandsins höfðu kallað eftir því að flutningur Navalny yrði leyfður og að hin meinta eitrun verði rannsökuð gaumgæfilega. Þá höfðu þýskir embættismenn einnig verið í samskiptum við embættismenn í Rússlandi vegna málsins.
Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Meinað að flytja Navalny til Þýskalands Læknar vilja ekki leyfa fjölskyldu Alexei Navalny að flytja hann til Þýskalands en aðstandendur hans segja yfirvöld reyna að drepa hann. 21. ágúst 2020 07:12 Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Meinað að flytja Navalny til Þýskalands Læknar vilja ekki leyfa fjölskyldu Alexei Navalny að flytja hann til Þýskalands en aðstandendur hans segja yfirvöld reyna að drepa hann. 21. ágúst 2020 07:12
Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24