Innlent

Kynna rann­sóknir um af­leiðingar Co­vid-19 á ís­lenskt sam­fé­lag

Sylvía Hall skrifar
Ráðstefnan hefst klukkan 14:30.
Ráðstefnan hefst klukkan 14:30. Háskóli Íslands

Ráðstefnan Veirur, varnir og viðbrögð: Heilbrigði þjóðar og samfélags fer fram í Háskóla Íslands í dag. Félag stjórnmálafræðinga og Félagsfræðingafélag Íslands standa fyrir ráðstefnunni í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála.

Á ráðstefnunni verða kynntar nýjar rannsóknir á sviði félagsvísinda um afleiðingar kórónuveirufaraldursins á íslenskt samfélag.

Ráðstefnan hefst klukkan 14:30 og stendur til klukkan 17 í dag. Fjögur erindi verða flutt á ráðstefnunni en hún verður sýnd í beinu streymi hér.

Dagskrá ráðstefnunnar er eftirfarandi:

Kófið, fjölskyldan og kynin - Auður Magndís Auðardóttir, aðjúnkt á menntavísindasviði HÍ og Annadís Greta Rúdólfsdóttir, dósent í menntavísindum.

„Mér finnst ég hafa breyst í verkstjóra hérna á heimilinu“: Heimilislíf á tímum Covid-19 -Andrea Hjálmarsdóttir, lektor í félagsvísindum, og Valgerður S. Bjarnadóttir, nýdoktor í félagsvísindum.

Covid og kynjajafnrétti: Umönnun og atvinnuþátttaka foreldra vor 2020 - Guðný Björk Eydal, prófessor í félagsráðgjöf, Ingólfur V. Gíslason, prófessor í félagsfræði, og Tómas Björn Bjarnason, sviðsstjóri mannauðsrannsókna hjá Gallup.

Fjöldahegðun í heimsfaraldri - Jón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði, Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði, Magnús Torfason, dósent í viðskiptafræði, og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunnar HÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×