Um hundrað manns vilja aðstoða bændur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. mars 2020 12:30 Guðbjörg Jónsdóttir er verkefnisstjóri hjá Bændasamtökum Íslands og heldur utan um afleysingaverkefnið eða bakvarðarsveit bænda. Einkasafn Um hundrað manns hafa skráð sig í afleysingaþjónustu fyrir bændur um allt land vegna Covid-19. Nú þegar eru sex bændur í Vestur-Húnavatnssýslu smitaðir. Bændasamtökin auglýstu nýlega eftir fólki sem er tilbúið að taka að sér tímabundin afleysingastörf í sveitum veikist bændur og þeirra fjölskyldur á búunum vegna Covid-19 og geta ekki sinnt búverkum. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Guðbjörg Jónsdóttir er verkefnisstjóri hjá Bændasamtökunum og heldur utan um afleysingaþjónustuverkefnið. „Það eru komnir tæplega hundrað einstaklingar á lista hjá okkur. Maður er alveg snortin yfir þessu hvað landinn er að hugsa til bænda og er tilbúin til að aðstoð. Þetta er bæði fólk, sem er með reynslu og þekkingu og eru búfræðimenntaðir. Svo eru líka ýmsir, sem hafa misst vinnuna í gegnum ferðaþjónustuna og starfandi ráðunautar, allt mjög frambærilegir einstaklingar alls staðar af landinu,“ segir Guðbjörg alsæl. Guðbjörg segir að nú séu sex bændur í Vestur Húnavatnssýslu smitaðir af kórónaveirunni en allir hafi þeir getað reddað sér með aðstoð frá fjölskyldunni eða af öðrum bæjum. Ekki er vitað til þess að aðrir bændur séu veikir og í einangrun. „Nú er veiran náttúrulega bara að byrja í þessu ferli og sauðburður byrjar eftir mánuð, það er mesta áhyggjuefnið hvernig við mætum því.“Bændur hafa áhyggjur af sauðburði en það er einn mesti annatími sauðfjárbænda og engin vill vera veikur þá. Hér er Þórarinn Snorrason, bóndi á Vogsósum í Selvogi eitt vorið með þrílembinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Guðbjörg segir að matvælaöryggi sé mjög mikilvægt fyrir þjóðina og þar gegni bændur risahlutverki. „Já, sem aldrei fyrr. Þá er ljóst að við verðum að tryggja matvælaöryggi. Það er sem betur fer til nógur matur á Íslandi og við getum vel fætt þjóðina og kannski er það skrýtið að það sé verið að flytja inn mat á þessum tíma því við höfum mat hér,“ segir Guðbjörg. Þeir sem vilja skrá sig á lista í afleysingaþjónustu bænda geta gert það í gegnum netfangið afleysing@bondi.is Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landbúnaður Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira
Um hundrað manns hafa skráð sig í afleysingaþjónustu fyrir bændur um allt land vegna Covid-19. Nú þegar eru sex bændur í Vestur-Húnavatnssýslu smitaðir. Bændasamtökin auglýstu nýlega eftir fólki sem er tilbúið að taka að sér tímabundin afleysingastörf í sveitum veikist bændur og þeirra fjölskyldur á búunum vegna Covid-19 og geta ekki sinnt búverkum. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Guðbjörg Jónsdóttir er verkefnisstjóri hjá Bændasamtökunum og heldur utan um afleysingaþjónustuverkefnið. „Það eru komnir tæplega hundrað einstaklingar á lista hjá okkur. Maður er alveg snortin yfir þessu hvað landinn er að hugsa til bænda og er tilbúin til að aðstoð. Þetta er bæði fólk, sem er með reynslu og þekkingu og eru búfræðimenntaðir. Svo eru líka ýmsir, sem hafa misst vinnuna í gegnum ferðaþjónustuna og starfandi ráðunautar, allt mjög frambærilegir einstaklingar alls staðar af landinu,“ segir Guðbjörg alsæl. Guðbjörg segir að nú séu sex bændur í Vestur Húnavatnssýslu smitaðir af kórónaveirunni en allir hafi þeir getað reddað sér með aðstoð frá fjölskyldunni eða af öðrum bæjum. Ekki er vitað til þess að aðrir bændur séu veikir og í einangrun. „Nú er veiran náttúrulega bara að byrja í þessu ferli og sauðburður byrjar eftir mánuð, það er mesta áhyggjuefnið hvernig við mætum því.“Bændur hafa áhyggjur af sauðburði en það er einn mesti annatími sauðfjárbænda og engin vill vera veikur þá. Hér er Þórarinn Snorrason, bóndi á Vogsósum í Selvogi eitt vorið með þrílembinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Guðbjörg segir að matvælaöryggi sé mjög mikilvægt fyrir þjóðina og þar gegni bændur risahlutverki. „Já, sem aldrei fyrr. Þá er ljóst að við verðum að tryggja matvælaöryggi. Það er sem betur fer til nógur matur á Íslandi og við getum vel fætt þjóðina og kannski er það skrýtið að það sé verið að flytja inn mat á þessum tíma því við höfum mat hér,“ segir Guðbjörg. Þeir sem vilja skrá sig á lista í afleysingaþjónustu bænda geta gert það í gegnum netfangið afleysing@bondi.is
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landbúnaður Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira