Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Breiðablik 0-1 | Blikar mörðu Gróttu í endurkomu Óskars á Nesið Ísak Hallmundarson skrifar 21. ágúst 2020 22:45 Úr leiknum í kvöld. vísir/Haraldur Grótta og Breiðablik mættust á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi í kvöld. Leiknum lauk með naumum 1-0 sigri Blika í endurkomu Óskars Hrafns Þorvaldssonar á Nesið. Lítið gerðist fyrstu 25 mínúturnar eða svo. Grótta byrjaði ágætlega en fljótlega náði Breiðablik algjörri stjórn á leiknum meðan Gróttumenn lágu aftarlega, eins og við var að búast. Á 27. mínútu gerðist það að vítaspyrna vær dæmd á Gróttu við mikinn ófögnuð Seltirninga. Ástbjörn Þórðarson braut þá á Thomas Mikkelsen í vítateig Gróttu eftir hornspyrnu Blika og víti dæmt. Mikkelsen fór sjálfur á punktinn en Hákon Rafn Valdimarsson varði spyrnuna og staðan því enn markalaus. Á 36. mínútu fékk Kristófer Melsted, leikmaður Gróttu, beint rautt spjald fyrir það að fella niður Gísla Eyjólfsson þegar Gísli virtist vera að komast einn í gegn. Heimamenn spiluðu því manni færri restina af leiknum. Staðan var 0-0 í hálfleik. Blikar þjörmuðu að marki Gróttu í seinni hálfleik en fundu fáar lausnir á þéttum varnarleik heimamanna. Það var ekki fyrr en á 74. mínútu að Blikar brutu ísinn þegar þeir fengu aðra vítaspyrnu sína í leiknum. Arnar Þór Helgason braut klaufalega á Stefáni Inga Sigurðarsyni þegar Stefán var í frekar þröngri stöðu hægramegin í vítateignum. Aftur fór Mikkelsen á punktinn, að þessu sinni þrumaði hann boltanum í vinstra hornið, Hákon Rafn fór í rétt horn en spyrnan of föst og Breiðablik komið yfir. Gróttumenn færðu sig aðeins framar á völlinn síðustu tíu mínútur leiksins en sköpuðu litla sem enga hættu og 1-0 sigur Breiðabliks staðreynd. Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik er með hæfileikaríkari lið en Grótta og bjuggust flestir við þeirra sigri í kvöld. Seltirningar voru hinsvegar þéttir til baka og virtust ætla að halda þetta út en það er erfitt að tapa ekki þegar þú færð á þig tvær vítaspyrnur og spilar manni færri frá 36. mínútu. Það var einfaldlega skylda fyrir Breiðablik að vinna þennan leik úr þeirri stöðu sem komin var upp. Hverjir stóðu upp úr? Erfitt að taka einhverja út fyrir sviga í svona leik. Frammistaða Breiðabliks var ekkert sérstök og Grótta var mjög lítið með boltann. Gísli Eyjólfsson var með þeim betri í Blikaliðinu og var hvað mest ógnandi í leiknum og Stefán Ingi Sigurðarson átti góða innkomu og fiskaði vítið sem tryggði sigurinn. Hjá Gróttu átti fyrirliðinn Sigurvin Reynisson flottan leik í vörninni og sömuleiðis Arnar Þór Helgason fyrir utan mistökin í vítinu sem hann gaf. Hvað gekk illa? Blikum gekk illa að brjóta upp vörn Gróttu og þurftu vítaspyrnu til að knýja fram sigur. Grótta gerði ekki neitt í leiknum sóknarlega og það er mjög dýrkeypt að fá á sig tvær vítaspyrnur og rautt spjald ef þú ætlar að treysta á að halda markinu hreinu. Hvað gerist næst? Breiðablik mætir Fjölni í Grafarvogi þann 30. ágúst og Grótta fer inn í Kórinn og mætir þar HK þann 26. ágúst. Óskar Hrafn (til vinstri) á hliðarlínunni í kvöld.vísir/Haraldur Óskar Hrafn: Erfiðar níutíu mínútur Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekkert sérstaklega sáttur með spilamennsku liðsins í leiknum. „Eina sem ég er sáttur við er að fá þrjú stig. Þessar níutíu mínútur voru mjög lélegar af okkar hálfu og kannski verðskulduðu ekki stigin þrjú. Við vorum hægir í spilinu, ákvarðanatökurnar ekki góðar og aginn ekkert nægilegur til að brjóta þá á bak aftur og þetta voru bara erfiðar níutíu mínútur hjá okkur,“ sagði Óskar Hrafn eftir leik. Fyrir utan stigin þrjú telur Óskar Hrafn innkomu hins unga Stefáns Inga Sigurðarsonar eitt það jákvæðasta sem hann gat tekið úr leiknum. „Stefán Ingi kemur inná í seinni hálfleik. Ungur og efnilegur strákur og með mjög öfluga innkomu. Fiskar vítið sem tryggir okkur sigurinn og það er auðvitað mjög gleðilegt, það er kannski fyrir utan stigin þrjú það jákvæða sem við tökum úr þessum leik og það að allir eru svona þokkalega heilir,“ sagði Óskar að lokum. Ágúst Gylfason á hliðarlínunni í kvöld.vísir/haraldur Ágúst Gylfason: Útkoman engin eins og oft áður Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, var svekktur með tapið í kvöld en sáttur með baráttu sinna manna. „Við spiluðum seinni hálfleik og hlut af fyrri hálfleik einum færri á móti Blikum og þeir ná ekki að skora á okkur í opnum leik en fá samt tvö víti. Rauða spjaldið á okkur kannski sanngjarnt en ég hefði viljað sjá einn Blika fara út af í fyrri hálfleik þar sem kemur svipað móment, hann fékk gult eða kannski bleikt spjald og stoppar svo sókn í lok fyrri hálfleiks sem hefði átt að vera gult og þar með rautt fannst mér. Þá hefði verið jafnt í liðum og við líklegri í seinni hálfleik en að sjálfsögðu gera Blikar skiptingu í hálfleik, taka leikmanninn út af sem var á bleiku og bjarga sér þannig að geta spilað með fullt lið á móti okkur tíu. Þetta var erfitt en ég er gríðarlega ánægður með liðið mitt, þeir börðust og lögðu allt í þetta en það var ekki nóg í dag,“ sagði Ágúst í viðtali eftir leik. „Leikplanið var að loka fyrir og gefa Blikum lítið svæði inn í okkar hættusvæði og það gekk vel eftir en eins og ég segi er ég sáttur við liðið en útkoman engin eins og svo oft áður.“ „Við erum bara brattir og ætlum að halda áfram og gera okkar besta til að fá stig, við þurfum stig og vitum það. Við erum í stigaleit og þurfum að fara yfir 20 stig en það verður erfitt,“ sagði Gústi að lokum. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Grótta Fótbolti Íslenski boltinn
Grótta og Breiðablik mættust á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi í kvöld. Leiknum lauk með naumum 1-0 sigri Blika í endurkomu Óskars Hrafns Þorvaldssonar á Nesið. Lítið gerðist fyrstu 25 mínúturnar eða svo. Grótta byrjaði ágætlega en fljótlega náði Breiðablik algjörri stjórn á leiknum meðan Gróttumenn lágu aftarlega, eins og við var að búast. Á 27. mínútu gerðist það að vítaspyrna vær dæmd á Gróttu við mikinn ófögnuð Seltirninga. Ástbjörn Þórðarson braut þá á Thomas Mikkelsen í vítateig Gróttu eftir hornspyrnu Blika og víti dæmt. Mikkelsen fór sjálfur á punktinn en Hákon Rafn Valdimarsson varði spyrnuna og staðan því enn markalaus. Á 36. mínútu fékk Kristófer Melsted, leikmaður Gróttu, beint rautt spjald fyrir það að fella niður Gísla Eyjólfsson þegar Gísli virtist vera að komast einn í gegn. Heimamenn spiluðu því manni færri restina af leiknum. Staðan var 0-0 í hálfleik. Blikar þjörmuðu að marki Gróttu í seinni hálfleik en fundu fáar lausnir á þéttum varnarleik heimamanna. Það var ekki fyrr en á 74. mínútu að Blikar brutu ísinn þegar þeir fengu aðra vítaspyrnu sína í leiknum. Arnar Þór Helgason braut klaufalega á Stefáni Inga Sigurðarsyni þegar Stefán var í frekar þröngri stöðu hægramegin í vítateignum. Aftur fór Mikkelsen á punktinn, að þessu sinni þrumaði hann boltanum í vinstra hornið, Hákon Rafn fór í rétt horn en spyrnan of föst og Breiðablik komið yfir. Gróttumenn færðu sig aðeins framar á völlinn síðustu tíu mínútur leiksins en sköpuðu litla sem enga hættu og 1-0 sigur Breiðabliks staðreynd. Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik er með hæfileikaríkari lið en Grótta og bjuggust flestir við þeirra sigri í kvöld. Seltirningar voru hinsvegar þéttir til baka og virtust ætla að halda þetta út en það er erfitt að tapa ekki þegar þú færð á þig tvær vítaspyrnur og spilar manni færri frá 36. mínútu. Það var einfaldlega skylda fyrir Breiðablik að vinna þennan leik úr þeirri stöðu sem komin var upp. Hverjir stóðu upp úr? Erfitt að taka einhverja út fyrir sviga í svona leik. Frammistaða Breiðabliks var ekkert sérstök og Grótta var mjög lítið með boltann. Gísli Eyjólfsson var með þeim betri í Blikaliðinu og var hvað mest ógnandi í leiknum og Stefán Ingi Sigurðarson átti góða innkomu og fiskaði vítið sem tryggði sigurinn. Hjá Gróttu átti fyrirliðinn Sigurvin Reynisson flottan leik í vörninni og sömuleiðis Arnar Þór Helgason fyrir utan mistökin í vítinu sem hann gaf. Hvað gekk illa? Blikum gekk illa að brjóta upp vörn Gróttu og þurftu vítaspyrnu til að knýja fram sigur. Grótta gerði ekki neitt í leiknum sóknarlega og það er mjög dýrkeypt að fá á sig tvær vítaspyrnur og rautt spjald ef þú ætlar að treysta á að halda markinu hreinu. Hvað gerist næst? Breiðablik mætir Fjölni í Grafarvogi þann 30. ágúst og Grótta fer inn í Kórinn og mætir þar HK þann 26. ágúst. Óskar Hrafn (til vinstri) á hliðarlínunni í kvöld.vísir/Haraldur Óskar Hrafn: Erfiðar níutíu mínútur Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekkert sérstaklega sáttur með spilamennsku liðsins í leiknum. „Eina sem ég er sáttur við er að fá þrjú stig. Þessar níutíu mínútur voru mjög lélegar af okkar hálfu og kannski verðskulduðu ekki stigin þrjú. Við vorum hægir í spilinu, ákvarðanatökurnar ekki góðar og aginn ekkert nægilegur til að brjóta þá á bak aftur og þetta voru bara erfiðar níutíu mínútur hjá okkur,“ sagði Óskar Hrafn eftir leik. Fyrir utan stigin þrjú telur Óskar Hrafn innkomu hins unga Stefáns Inga Sigurðarsonar eitt það jákvæðasta sem hann gat tekið úr leiknum. „Stefán Ingi kemur inná í seinni hálfleik. Ungur og efnilegur strákur og með mjög öfluga innkomu. Fiskar vítið sem tryggir okkur sigurinn og það er auðvitað mjög gleðilegt, það er kannski fyrir utan stigin þrjú það jákvæða sem við tökum úr þessum leik og það að allir eru svona þokkalega heilir,“ sagði Óskar að lokum. Ágúst Gylfason á hliðarlínunni í kvöld.vísir/haraldur Ágúst Gylfason: Útkoman engin eins og oft áður Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, var svekktur með tapið í kvöld en sáttur með baráttu sinna manna. „Við spiluðum seinni hálfleik og hlut af fyrri hálfleik einum færri á móti Blikum og þeir ná ekki að skora á okkur í opnum leik en fá samt tvö víti. Rauða spjaldið á okkur kannski sanngjarnt en ég hefði viljað sjá einn Blika fara út af í fyrri hálfleik þar sem kemur svipað móment, hann fékk gult eða kannski bleikt spjald og stoppar svo sókn í lok fyrri hálfleiks sem hefði átt að vera gult og þar með rautt fannst mér. Þá hefði verið jafnt í liðum og við líklegri í seinni hálfleik en að sjálfsögðu gera Blikar skiptingu í hálfleik, taka leikmanninn út af sem var á bleiku og bjarga sér þannig að geta spilað með fullt lið á móti okkur tíu. Þetta var erfitt en ég er gríðarlega ánægður með liðið mitt, þeir börðust og lögðu allt í þetta en það var ekki nóg í dag,“ sagði Ágúst í viðtali eftir leik. „Leikplanið var að loka fyrir og gefa Blikum lítið svæði inn í okkar hættusvæði og það gekk vel eftir en eins og ég segi er ég sáttur við liðið en útkoman engin eins og svo oft áður.“ „Við erum bara brattir og ætlum að halda áfram og gera okkar besta til að fá stig, við þurfum stig og vitum það. Við erum í stigaleit og þurfum að fara yfir 20 stig en það verður erfitt,“ sagði Gústi að lokum.