Sport

Hurðinni skellt í andlitið á bandarískum blaðamönnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það verða ekki fleiri svona viðtöl í NBA-deildinni í vetur.
Það verða ekki fleiri svona viðtöl í NBA-deildinni í vetur. vísir/getty
Kórónuveiran hefur alls staðar áhrif og nú er búið að breyta verklagi í kringum leiki í bandarísku íþróttalífi.

Stóru deildirnar í Bandaríkjunum - NBA, NHL, MLB og MLS - tilkynntu í gær að þau hefðu ákveðið að meina íþróttafréttamönnum aðgang að búningsklefum liða deildanna út af veirunni.

Breytingarnar taka strax gildi en áralöng hefð er fyrir því að ákveðnir miðlar geti tekið viðtöl inn í klefum þar í landi.

Í gær var ákveðið að fresta öllum íþróttaviðburðum á Ítalíu fram í byrjun apríl og í Japan mun hafnaboltatímabilið ekki byrja á settum tíma og óákveðið hvenær það hefst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×