Fótbolti

Lars og læri­sveinar spila um­spils­leikinn fyrir tómum á­horf­enda­pöllum sama kvöld og Ís­land mætir Rúmeníu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lars í viðtali fyrir leik Noregs gegn Möltu.
Lars í viðtali fyrir leik Noregs gegn Möltu. vísir/getty
Leikur Noregs og Serbíu í umspili um laust sæti á EM 2020 verður spilaður fyrir luktum dyrum vegna kórónuveirunnar. Norska sambandið staðfesti þetta í kvöld.

Lars Lagerback og lærisveinar fá ekki stuðning norskra stuðningsmanna er liðið spilar gegn Serbíu í undanúrslitum um laust sæti á Evrópumótinu í sumar.







27 þúsund manns höfðu keypt sér miða á leikinn sem fer fram sama kvöld og leikur Íslands og Rúmeníu fer fram. VG staðfestir þetta í kvöld eftir fund norska sambandsins.

Í frétt miðilsins segir að farið sé eftir ráðum yfirvalda þar í landi en margir knattspyrnuleikir næstu vikur fara fram án stuðningsmanna. Norsk yfirvöld hafa sett bann á samkomur þar sem fleiri en 500 koma saman.

Þetta gæti einnig haft áhrif á efstu tvær deildirnar í norska fótboltanum en þær hefjast í næsta mánuði. Jesper Mathiasen, knattspyrnuspekúlant TV2, segir að heilsa fólksins í landinu sé mikilvægara en fótbolti.

Stuðningsmennirnir sem höfðu keypt sér miða á leikinn fá endurgreitt en líkur eru á að leikur Íslands og Rúmeníu fari einnig fram fyrir luktum dyrum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×