Heimamenn auka hlut sinn í gullnámum Elds á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 11. mars 2020 14:08 Frá einu af leitarsvæðum AEX Gold á Suður-Grænlandi. Mynd/AEX Gold. Opinberu fjárfestingarsjóðirnir Greenland Venture Fund og Danish Growth Fund hafa tvöfaldað hlut sinn í kanadíska gullnámufélaginu AEX Gold. Íslendingurinn Eldur Ólafsson er stofnandi og framkvæmdastjóri félagsins en það vinnur að því að endurvekja gullvinnslu í námum á Suður-Grænlandi. Sjóðirnir nýttu sér kauprétt að hlutafé upp á 3,8 milljónir kanadískra dollara, andvirði um 350 milljóna íslenskra króna, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins. Við það hækkaði hlutur hvors sjóðs úr 5% upp í um 10%, eða samtals upp í um 20%. Fjárfestar í AEX Gold eru um tvöhundruð talsins. Tæplega þriðjungur hlutfjár er í höndum Íslendinga, þar af um tólf prósent í eigu Elds og fjölskyldu hans. Sjá einnig hér: Íslenskur jarðfræðingur kominn með 50 milljarða gullnámur á GrænlandiEldur Ólafsson jarðfræðingur er stofnandi og framkvæmdastjóri AEX Gold.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í tilkynningu AEX Gold lýsir Eldur ánægju sinni með ákvörðun sjóðanna, sem lýsi trú fjárfesta á möguleikum félagsins. Það fái þannig aukið fjármagn til að byggja upp gullvinnslu á Grænlandi og sérstaklega Nalunaq-verkefnið. Stefnt er að því að sú náma verði komin í fullan rekstur fyrir lok árs 2021. Í viðtali við grænlenska fréttamiðilinn Sermitsiaq segir Eldur að það hafi mikla þýðingu að hafa stuðning sjóðanna. Það styrki tengsl félagsins við bæði Grænland og Danmörku. „Þannig að þegar okkur gengur vel, þá gagnast það líka löndunum tveimur,“ segir Eldur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í desember um að Eldur hafi kveikt gullæði á Grænlandi: Grænland Tengdar fréttir Eldur sagður kveikja gullæði á Grænlandi Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson stendur að. 14. desember 2019 23:00 Gullfundur Íslendinga á Grænlandi talinn fimmtíu milljarða króna virði Gullnámur á Grænlandi, sem Íslendingar eiga þriðjung í, hafa reynst mun gullríkari en búist var við. Gullæðar, sem þegar hafa fundist, eru taldar um fimmtíu milljarða króna virði. 12. desember 2019 21:45 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Sjá meira
Opinberu fjárfestingarsjóðirnir Greenland Venture Fund og Danish Growth Fund hafa tvöfaldað hlut sinn í kanadíska gullnámufélaginu AEX Gold. Íslendingurinn Eldur Ólafsson er stofnandi og framkvæmdastjóri félagsins en það vinnur að því að endurvekja gullvinnslu í námum á Suður-Grænlandi. Sjóðirnir nýttu sér kauprétt að hlutafé upp á 3,8 milljónir kanadískra dollara, andvirði um 350 milljóna íslenskra króna, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins. Við það hækkaði hlutur hvors sjóðs úr 5% upp í um 10%, eða samtals upp í um 20%. Fjárfestar í AEX Gold eru um tvöhundruð talsins. Tæplega þriðjungur hlutfjár er í höndum Íslendinga, þar af um tólf prósent í eigu Elds og fjölskyldu hans. Sjá einnig hér: Íslenskur jarðfræðingur kominn með 50 milljarða gullnámur á GrænlandiEldur Ólafsson jarðfræðingur er stofnandi og framkvæmdastjóri AEX Gold.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í tilkynningu AEX Gold lýsir Eldur ánægju sinni með ákvörðun sjóðanna, sem lýsi trú fjárfesta á möguleikum félagsins. Það fái þannig aukið fjármagn til að byggja upp gullvinnslu á Grænlandi og sérstaklega Nalunaq-verkefnið. Stefnt er að því að sú náma verði komin í fullan rekstur fyrir lok árs 2021. Í viðtali við grænlenska fréttamiðilinn Sermitsiaq segir Eldur að það hafi mikla þýðingu að hafa stuðning sjóðanna. Það styrki tengsl félagsins við bæði Grænland og Danmörku. „Þannig að þegar okkur gengur vel, þá gagnast það líka löndunum tveimur,“ segir Eldur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í desember um að Eldur hafi kveikt gullæði á Grænlandi:
Grænland Tengdar fréttir Eldur sagður kveikja gullæði á Grænlandi Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson stendur að. 14. desember 2019 23:00 Gullfundur Íslendinga á Grænlandi talinn fimmtíu milljarða króna virði Gullnámur á Grænlandi, sem Íslendingar eiga þriðjung í, hafa reynst mun gullríkari en búist var við. Gullæðar, sem þegar hafa fundist, eru taldar um fimmtíu milljarða króna virði. 12. desember 2019 21:45 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Sjá meira
Eldur sagður kveikja gullæði á Grænlandi Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson stendur að. 14. desember 2019 23:00
Gullfundur Íslendinga á Grænlandi talinn fimmtíu milljarða króna virði Gullnámur á Grænlandi, sem Íslendingar eiga þriðjung í, hafa reynst mun gullríkari en búist var við. Gullæðar, sem þegar hafa fundist, eru taldar um fimmtíu milljarða króna virði. 12. desember 2019 21:45