Guðni um Rúmeníu leikinn: Ýmislegt sem bendir til þess að honum verði frestað Anton Ingi Leifsson skrifar 13. mars 2020 20:00 Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að margt bendi til þess að leikur Íslands gegn Rúmeníu í umspili um laust sæti á EM 2020 sem á að fara fram þann 26. mars verði frestað vegna kórónuveirunnar. KSÍ tilkynnti í dag að allt mótahald yrði lagt niður næstu fjórar vikurnar en þetta kom eftir að heilbrigðisráðherra hafi sett samkomubann á samkomur þar sem fleiri en 100 manns koma saman. „Við kölluðum til stjórnarfundar og ákváðum að fresta okkar mótum, frá og með deginum í dag, sem og öllum landsliðsæfingum og fræðslufundum til þess að bregðast við þessum tilmælum og fyrirmælum stjórnvalda,“ sagði Guðni. Formaðurinn segir að það hafi fátt annað verið í stöðunni. „Þetta hefur auðvitað áhrif á okkar starfsemi og samfélagið allt. Núna verðum við að standa saman um það og ná sem bestum tökum á stöðunni eins og hún er. Mér hefur fundist stjórnvöld halda vel á málinu hingað til. Þetta eru erfiðar og sérstakar aðstæður en það hefur verið tekist á við þær af mikilli fagmennsku.“ „Ég tel að það hafi verið okkar skylda að taka þátt í þessum aðgerðum og gera það sem við getum til að við náum að hefta útbreiðslu á vörinni og hægja á henni. Okkur er þa skylt að bregðast við.“ Guðni segir að margt bendi til þess að leikur Íslands og Rúmeníu verði frestað. Að minnsta kosti verði hann leikinn fyrir luktum dyrum. „Það er ljóst að hann yrði leikinn fyrir luktum dyrum að óbreyttu. Það verður tekinn ákvörðun um leikinn á þriðjudaginn og hvort að hann verði spilaður. Ég á alveg jafn mikið von á því að honum verði frestað. Það er ýmislegt sem bendi til þess. Við vitum meira um það á þriðjudaginn.“ Allt innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan. EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að margt bendi til þess að leikur Íslands gegn Rúmeníu í umspili um laust sæti á EM 2020 sem á að fara fram þann 26. mars verði frestað vegna kórónuveirunnar. KSÍ tilkynnti í dag að allt mótahald yrði lagt niður næstu fjórar vikurnar en þetta kom eftir að heilbrigðisráðherra hafi sett samkomubann á samkomur þar sem fleiri en 100 manns koma saman. „Við kölluðum til stjórnarfundar og ákváðum að fresta okkar mótum, frá og með deginum í dag, sem og öllum landsliðsæfingum og fræðslufundum til þess að bregðast við þessum tilmælum og fyrirmælum stjórnvalda,“ sagði Guðni. Formaðurinn segir að það hafi fátt annað verið í stöðunni. „Þetta hefur auðvitað áhrif á okkar starfsemi og samfélagið allt. Núna verðum við að standa saman um það og ná sem bestum tökum á stöðunni eins og hún er. Mér hefur fundist stjórnvöld halda vel á málinu hingað til. Þetta eru erfiðar og sérstakar aðstæður en það hefur verið tekist á við þær af mikilli fagmennsku.“ „Ég tel að það hafi verið okkar skylda að taka þátt í þessum aðgerðum og gera það sem við getum til að við náum að hefta útbreiðslu á vörinni og hægja á henni. Okkur er þa skylt að bregðast við.“ Guðni segir að margt bendi til þess að leikur Íslands og Rúmeníu verði frestað. Að minnsta kosti verði hann leikinn fyrir luktum dyrum. „Það er ljóst að hann yrði leikinn fyrir luktum dyrum að óbreyttu. Það verður tekinn ákvörðun um leikinn á þriðjudaginn og hvort að hann verði spilaður. Ég á alveg jafn mikið von á því að honum verði frestað. Það er ýmislegt sem bendi til þess. Við vitum meira um það á þriðjudaginn.“ Allt innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan.
EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn