Svíar búa sig undir að það taki tíma fyrir faraldurinn að ganga yfir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. mars 2020 20:45 Ellefu hafa látist í Svíþjóð af völdum COVID-19 og nærri fimmtán hundruð greinst með kórónuveiruna. Forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi, þar sem fjöldi Íslendinga starfar, segir fólk vera búa sig undir það andlega að það muni taka tíma fyrir faraldurinn að ganga yfir. Síðustu daga hefur þeim Svíum sem veikjast af COVID-19 fjölgað og þurft hefur að leggja sífellt fleiri inn á sjúkrahús. Sérstaklega í Stokkhólmi. Á Karolinska sjúkrahúsinu starfar fjöldi Íslendinga en þar liggja nú nærri fimmtíu sjúklingar með COVID-19. Björn Zoega, forstjóri sjúkrahússins, segir róðurinn vera að þyngjast vegna veirunnar. „Það er að aukast smitið. Það eru að koma upp svona eyjar af smiti hér og þar í Stokkhólmi sem gengur erfiðlega að ráða við“ segir Björn. Hann segir unnið eftir sérstakri áætlun á spítalanum en á spítalanum liggja alls nærri ellefu hundruð sjúklingar sem þarf líka að passa að komi ekki nálægt þeim sem eru með veiruna. „Við vinnum eftir mjög föstum strúktor til þess að bæði taka við kórónavírussjúklingum og líka undirbúa okkur að taka á móti mikið fleiri slíkum sjúklingum. Lénið sem Stokkhólm tilheyrir það hefur líka ákveðna stýringu sem er þá svona næstum því hægt að kalla heraga. Enda er kerfið sem við vinnum eftir kennt við NATO,“ segir Björn Björn segir faraldurinn hafa mikil áhrif á sænskt samfélag. „Hér er auðvitað líka samkomubann en það er miðað við fimm hundruð manns. Maður sér og fær fréttir af því að það er mikið mikið færri sem að nota almenningssamgöngur. Það eru líka mikið mikið færri á ferli. Það er ekki búið að loka grunnskólum né leikskólum hérna. En þetta er svona skrýtin tilfinning og ég held að fólk sé bara að búa sig undir það andlega að þetta muni taka svolítinn tíma að ganga yfir og að hér verði fólk að hjálpast að,“ segir Björn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Svíþjóð Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Ellefu hafa látist í Svíþjóð af völdum COVID-19 og nærri fimmtán hundruð greinst með kórónuveiruna. Forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi, þar sem fjöldi Íslendinga starfar, segir fólk vera búa sig undir það andlega að það muni taka tíma fyrir faraldurinn að ganga yfir. Síðustu daga hefur þeim Svíum sem veikjast af COVID-19 fjölgað og þurft hefur að leggja sífellt fleiri inn á sjúkrahús. Sérstaklega í Stokkhólmi. Á Karolinska sjúkrahúsinu starfar fjöldi Íslendinga en þar liggja nú nærri fimmtíu sjúklingar með COVID-19. Björn Zoega, forstjóri sjúkrahússins, segir róðurinn vera að þyngjast vegna veirunnar. „Það er að aukast smitið. Það eru að koma upp svona eyjar af smiti hér og þar í Stokkhólmi sem gengur erfiðlega að ráða við“ segir Björn. Hann segir unnið eftir sérstakri áætlun á spítalanum en á spítalanum liggja alls nærri ellefu hundruð sjúklingar sem þarf líka að passa að komi ekki nálægt þeim sem eru með veiruna. „Við vinnum eftir mjög föstum strúktor til þess að bæði taka við kórónavírussjúklingum og líka undirbúa okkur að taka á móti mikið fleiri slíkum sjúklingum. Lénið sem Stokkhólm tilheyrir það hefur líka ákveðna stýringu sem er þá svona næstum því hægt að kalla heraga. Enda er kerfið sem við vinnum eftir kennt við NATO,“ segir Björn Björn segir faraldurinn hafa mikil áhrif á sænskt samfélag. „Hér er auðvitað líka samkomubann en það er miðað við fimm hundruð manns. Maður sér og fær fréttir af því að það er mikið mikið færri sem að nota almenningssamgöngur. Það eru líka mikið mikið færri á ferli. Það er ekki búið að loka grunnskólum né leikskólum hérna. En þetta er svona skrýtin tilfinning og ég held að fólk sé bara að búa sig undir það andlega að þetta muni taka svolítinn tíma að ganga yfir og að hér verði fólk að hjálpast að,“ segir Björn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Svíþjóð Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira