Meinað að flytja Navalny til Þýskalands Samúel Karl Ólason skrifar 21. ágúst 2020 07:12 Lögregluþjónar standa vörð við sjúkrahúsið í Omsk. AP/Evgeniy Sofiychuk Læknar vilja ekki leyfa fjölskyldu Alexei Navalny að flytja hann til Þýskalands en aðstandendur hans segja yfirvöld í Rússlandi hafa eitrað fyrir honum. Navalny, sem leitt hefur stjórnaranstöðuna í Rússlandi, missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu í gær og var hann fluttur á sjúkrahús í borginni Omsk. Navalny hefur lengi barist gegn spillingu í Rússlandi og gagnrýnt Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Hann er nú í dái og í alvarlegu ástandi. Læknar segjast vera að berjast fyrir lífi hans. Aðstandendur Navalny krefjast þess að hann verði fluttur til Þýskalands til aðhlynningar, þar sem þau treysta rússneskum læknum og lögreglu ekki, samkvæmt frétt Moscow Times. Sjúkraflugvél frá Þýskalandi er þegar lent í Omsk og segja aðstandendur Navalny að það sé í raun ríkisstjórn Vladimir Pútín, forseta, sem standi í vegi flutnings Navalny. Kira Yarmysh, talskona Navalny, sagði á Twitter í morgun að eina ástæða þess að ekki verið búið að leyfa flutningana væri til að gefa eitrinu tíma til að hverfa úr líkama hans. Til þess væru yfirvöld að ógna lífi hans. Запрет на транспортировку Навального нужен только для того, чтобы потянуть время и дождаться, пока яд в его организме больше нельзя будет отследить. При этом каждый час промедления создаёт критическую угрозу его жизни— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 21, 2020 Í öðru tísti sagði hún ljóst að ríkisstjórnin stæði í veg fyrir flutningunum, þar sem læknar hafi áður sagt hægt að flytja Navalny. Læknar sögðu í gær að Navalny væri í stöðugu ástandi en í dag segja þeir ástand hans ekki nógu stöðugt til að flytja hann til Þýskalands. Ivan Zhadanov, framkvæmdastjóri stofnunar sem Navalny stofnaði gegn spillingu, sagði blaðamönnum að lögreglan hefði sagt eitur hafa fundist í líka Navalny. Það væri hættulegt öðrum í kringum hann en þeir vildu ekki segja hvaða eitur um væri að ræða. Aðstoðaryfirlæknir sjúkrahússins hefur þó haldið því fram að ekkert eitur hafi fundist í líkama Navalny. Yarmysh birti í morgun mynd sem hún segir hafa verið tekna á skrifstofu yfirlæknis sjúkrahússins. Þar séu engir læknar, heldur þrír jakkafataklæddir menn sem neita að segja hverjir þeir séu. Это фотография из кабинета главврача омской больницы. В нем сидят три человека в костюмах и масках, то ли из фсб, то ли из ск. Не представляются. Разговаривают с удовольствием на отвлеченные темы, на вопросы об Алексее не отвевают. Врача в кабинете нет pic.twitter.com/vStFtktObl— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 21, 2020 Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. 20. júlí 2020 13:57 Þúsundir mótmæla í Moskvu Mótmælendur krefjast frelsis félaga þeirra sem voru handteknir í sumar. 29. september 2019 14:47 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
Læknar vilja ekki leyfa fjölskyldu Alexei Navalny að flytja hann til Þýskalands en aðstandendur hans segja yfirvöld í Rússlandi hafa eitrað fyrir honum. Navalny, sem leitt hefur stjórnaranstöðuna í Rússlandi, missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu í gær og var hann fluttur á sjúkrahús í borginni Omsk. Navalny hefur lengi barist gegn spillingu í Rússlandi og gagnrýnt Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Hann er nú í dái og í alvarlegu ástandi. Læknar segjast vera að berjast fyrir lífi hans. Aðstandendur Navalny krefjast þess að hann verði fluttur til Þýskalands til aðhlynningar, þar sem þau treysta rússneskum læknum og lögreglu ekki, samkvæmt frétt Moscow Times. Sjúkraflugvél frá Þýskalandi er þegar lent í Omsk og segja aðstandendur Navalny að það sé í raun ríkisstjórn Vladimir Pútín, forseta, sem standi í vegi flutnings Navalny. Kira Yarmysh, talskona Navalny, sagði á Twitter í morgun að eina ástæða þess að ekki verið búið að leyfa flutningana væri til að gefa eitrinu tíma til að hverfa úr líkama hans. Til þess væru yfirvöld að ógna lífi hans. Запрет на транспортировку Навального нужен только для того, чтобы потянуть время и дождаться, пока яд в его организме больше нельзя будет отследить. При этом каждый час промедления создаёт критическую угрозу его жизни— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 21, 2020 Í öðru tísti sagði hún ljóst að ríkisstjórnin stæði í veg fyrir flutningunum, þar sem læknar hafi áður sagt hægt að flytja Navalny. Læknar sögðu í gær að Navalny væri í stöðugu ástandi en í dag segja þeir ástand hans ekki nógu stöðugt til að flytja hann til Þýskalands. Ivan Zhadanov, framkvæmdastjóri stofnunar sem Navalny stofnaði gegn spillingu, sagði blaðamönnum að lögreglan hefði sagt eitur hafa fundist í líka Navalny. Það væri hættulegt öðrum í kringum hann en þeir vildu ekki segja hvaða eitur um væri að ræða. Aðstoðaryfirlæknir sjúkrahússins hefur þó haldið því fram að ekkert eitur hafi fundist í líkama Navalny. Yarmysh birti í morgun mynd sem hún segir hafa verið tekna á skrifstofu yfirlæknis sjúkrahússins. Þar séu engir læknar, heldur þrír jakkafataklæddir menn sem neita að segja hverjir þeir séu. Это фотография из кабинета главврача омской больницы. В нем сидят три человека в костюмах и масках, то ли из фсб, то ли из ск. Не представляются. Разговаривают с удовольствием на отвлеченные темы, на вопросы об Алексее не отвевают. Врача в кабинете нет pic.twitter.com/vStFtktObl— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 21, 2020
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. 20. júlí 2020 13:57 Þúsundir mótmæla í Moskvu Mótmælendur krefjast frelsis félaga þeirra sem voru handteknir í sumar. 29. september 2019 14:47 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. 20. júlí 2020 13:57
Þúsundir mótmæla í Moskvu Mótmælendur krefjast frelsis félaga þeirra sem voru handteknir í sumar. 29. september 2019 14:47