Trúarleiðtogi í Suður-Kóreu ásakaður um morð vegna kórónuveirudauðsfalla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. mars 2020 15:51 Flest kórónuveirusmit hafa greinst í Suður-Kóreu á eftir Kína. getty/Seung-il Ryu Yfirvöld í Suður-Kóreu hyggjast hefja rannsókn á leiðtoga trúarhóps þar í landi en hann er sagður bera ábyrgð á þó nokkrum kórónuveirudauðsföllum. Borgaryfirvöld í Seoul, höfuðborg landsins, hafa óskað eftir því að Lee Man-hee, stofnandi og leiðtogi Shincheonji kirkjunnar, auk ellefu undirmanna hans verði ákærð fyrir morð. Þau eru sökuð um að hafa haldið persónuupplýsingum safnaðarmeðlima frá yfirvöldum þegar reynt var að hafa uppi á mögulegum smitberum áður en veiran breiddist út af einhverju viti í landinu. Þar hafa komið upp flest kórónuveirusmit utan Kína. Tilkynnt hefur verið um 3.730 tilfelli af kórónuveirusmiti og 21 hafa látið lífið. Meira en helmingur sýktra eru meðlimir í Shincheonji kirkju Jesú, sem er kristinn trúarhópur. Yfirvöld segja að meðlimir Shincheonji hafi smitað hvorn annan þegar þeir komu saman í borginni Daegu í síðasta mánuði. Eftir samkomuna hafi svo smitaðir meðlimir kirkjunnar farið aftur til sinna heimahaga og smitað þar. Í dag, sunnudag, sendu borgaryfirvöld í Seoul saksóknurum formlega kvörtun vegna tólf leiðtoga kirkjunnar. Þeir eru sakaðir um morð, að hafa valdið skaða og fleira. Laura Bicker, fréttaritari breska ríkisútvarpsins í Seoul, telur kvörtunina var birtingarmynd á því hve almenningur sé orðinn þreyttur á trúarhópnum og reiður í hans garð. Leiðtogi hópsins, Lee Man-hee, er þekktur fyrir að halda því fram að hann sé Messías endurfæddur. Allir meðlimir safnaðarins, 230 þúsund talsins, hafa farið í skoðun hjá heilbrigðisstarfsfólki og meira en níu þúsund sögðust finna fyrir einkennum kórónuveirunnar. Ein þeirra sem fyrst smitaðist af veirunni í söfnuðinum, 61 árs gömul kona, neitaði til að byrja með að fara á sjúkrahús til að hægt væri að taka sýni úr henni og vitað er að hún hafi mætt á nokkra viðburði í kirkjunni áður en smit hennar var staðfest. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Kórea Tengdar fréttir Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30 Lýsa yfir hættustigi þegar smit greinist hér á landi Yfirvöld munu ekki lýsa yfir hættustigi hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 fyrr en smit greinist hér. 27. febrúar 2020 12:00 Dauðsföllum vegna kórónuveirunnar fjölgar í Íran Utan Kína hefur kórónuveiran valdið mestu mannskaða í Íran til þessa. Sérfræðingar eru sagðir óttast að stjórnvöld þar reyni að fela raunverulega útbreiðslu hennar. 26. febrúar 2020 12:37 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Yfirvöld í Suður-Kóreu hyggjast hefja rannsókn á leiðtoga trúarhóps þar í landi en hann er sagður bera ábyrgð á þó nokkrum kórónuveirudauðsföllum. Borgaryfirvöld í Seoul, höfuðborg landsins, hafa óskað eftir því að Lee Man-hee, stofnandi og leiðtogi Shincheonji kirkjunnar, auk ellefu undirmanna hans verði ákærð fyrir morð. Þau eru sökuð um að hafa haldið persónuupplýsingum safnaðarmeðlima frá yfirvöldum þegar reynt var að hafa uppi á mögulegum smitberum áður en veiran breiddist út af einhverju viti í landinu. Þar hafa komið upp flest kórónuveirusmit utan Kína. Tilkynnt hefur verið um 3.730 tilfelli af kórónuveirusmiti og 21 hafa látið lífið. Meira en helmingur sýktra eru meðlimir í Shincheonji kirkju Jesú, sem er kristinn trúarhópur. Yfirvöld segja að meðlimir Shincheonji hafi smitað hvorn annan þegar þeir komu saman í borginni Daegu í síðasta mánuði. Eftir samkomuna hafi svo smitaðir meðlimir kirkjunnar farið aftur til sinna heimahaga og smitað þar. Í dag, sunnudag, sendu borgaryfirvöld í Seoul saksóknurum formlega kvörtun vegna tólf leiðtoga kirkjunnar. Þeir eru sakaðir um morð, að hafa valdið skaða og fleira. Laura Bicker, fréttaritari breska ríkisútvarpsins í Seoul, telur kvörtunina var birtingarmynd á því hve almenningur sé orðinn þreyttur á trúarhópnum og reiður í hans garð. Leiðtogi hópsins, Lee Man-hee, er þekktur fyrir að halda því fram að hann sé Messías endurfæddur. Allir meðlimir safnaðarins, 230 þúsund talsins, hafa farið í skoðun hjá heilbrigðisstarfsfólki og meira en níu þúsund sögðust finna fyrir einkennum kórónuveirunnar. Ein þeirra sem fyrst smitaðist af veirunni í söfnuðinum, 61 árs gömul kona, neitaði til að byrja með að fara á sjúkrahús til að hægt væri að taka sýni úr henni og vitað er að hún hafi mætt á nokkra viðburði í kirkjunni áður en smit hennar var staðfest.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Kórea Tengdar fréttir Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30 Lýsa yfir hættustigi þegar smit greinist hér á landi Yfirvöld munu ekki lýsa yfir hættustigi hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 fyrr en smit greinist hér. 27. febrúar 2020 12:00 Dauðsföllum vegna kórónuveirunnar fjölgar í Íran Utan Kína hefur kórónuveiran valdið mestu mannskaða í Íran til þessa. Sérfræðingar eru sagðir óttast að stjórnvöld þar reyni að fela raunverulega útbreiðslu hennar. 26. febrúar 2020 12:37 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30
Lýsa yfir hættustigi þegar smit greinist hér á landi Yfirvöld munu ekki lýsa yfir hættustigi hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 fyrr en smit greinist hér. 27. febrúar 2020 12:00
Dauðsföllum vegna kórónuveirunnar fjölgar í Íran Utan Kína hefur kórónuveiran valdið mestu mannskaða í Íran til þessa. Sérfræðingar eru sagðir óttast að stjórnvöld þar reyni að fela raunverulega útbreiðslu hennar. 26. febrúar 2020 12:37