Trúarleiðtogi í Suður-Kóreu ásakaður um morð vegna kórónuveirudauðsfalla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. mars 2020 15:51 Flest kórónuveirusmit hafa greinst í Suður-Kóreu á eftir Kína. getty/Seung-il Ryu Yfirvöld í Suður-Kóreu hyggjast hefja rannsókn á leiðtoga trúarhóps þar í landi en hann er sagður bera ábyrgð á þó nokkrum kórónuveirudauðsföllum. Borgaryfirvöld í Seoul, höfuðborg landsins, hafa óskað eftir því að Lee Man-hee, stofnandi og leiðtogi Shincheonji kirkjunnar, auk ellefu undirmanna hans verði ákærð fyrir morð. Þau eru sökuð um að hafa haldið persónuupplýsingum safnaðarmeðlima frá yfirvöldum þegar reynt var að hafa uppi á mögulegum smitberum áður en veiran breiddist út af einhverju viti í landinu. Þar hafa komið upp flest kórónuveirusmit utan Kína. Tilkynnt hefur verið um 3.730 tilfelli af kórónuveirusmiti og 21 hafa látið lífið. Meira en helmingur sýktra eru meðlimir í Shincheonji kirkju Jesú, sem er kristinn trúarhópur. Yfirvöld segja að meðlimir Shincheonji hafi smitað hvorn annan þegar þeir komu saman í borginni Daegu í síðasta mánuði. Eftir samkomuna hafi svo smitaðir meðlimir kirkjunnar farið aftur til sinna heimahaga og smitað þar. Í dag, sunnudag, sendu borgaryfirvöld í Seoul saksóknurum formlega kvörtun vegna tólf leiðtoga kirkjunnar. Þeir eru sakaðir um morð, að hafa valdið skaða og fleira. Laura Bicker, fréttaritari breska ríkisútvarpsins í Seoul, telur kvörtunina var birtingarmynd á því hve almenningur sé orðinn þreyttur á trúarhópnum og reiður í hans garð. Leiðtogi hópsins, Lee Man-hee, er þekktur fyrir að halda því fram að hann sé Messías endurfæddur. Allir meðlimir safnaðarins, 230 þúsund talsins, hafa farið í skoðun hjá heilbrigðisstarfsfólki og meira en níu þúsund sögðust finna fyrir einkennum kórónuveirunnar. Ein þeirra sem fyrst smitaðist af veirunni í söfnuðinum, 61 árs gömul kona, neitaði til að byrja með að fara á sjúkrahús til að hægt væri að taka sýni úr henni og vitað er að hún hafi mætt á nokkra viðburði í kirkjunni áður en smit hennar var staðfest. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Kórea Tengdar fréttir Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30 Lýsa yfir hættustigi þegar smit greinist hér á landi Yfirvöld munu ekki lýsa yfir hættustigi hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 fyrr en smit greinist hér. 27. febrúar 2020 12:00 Dauðsföllum vegna kórónuveirunnar fjölgar í Íran Utan Kína hefur kórónuveiran valdið mestu mannskaða í Íran til þessa. Sérfræðingar eru sagðir óttast að stjórnvöld þar reyni að fela raunverulega útbreiðslu hennar. 26. febrúar 2020 12:37 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Yfirvöld í Suður-Kóreu hyggjast hefja rannsókn á leiðtoga trúarhóps þar í landi en hann er sagður bera ábyrgð á þó nokkrum kórónuveirudauðsföllum. Borgaryfirvöld í Seoul, höfuðborg landsins, hafa óskað eftir því að Lee Man-hee, stofnandi og leiðtogi Shincheonji kirkjunnar, auk ellefu undirmanna hans verði ákærð fyrir morð. Þau eru sökuð um að hafa haldið persónuupplýsingum safnaðarmeðlima frá yfirvöldum þegar reynt var að hafa uppi á mögulegum smitberum áður en veiran breiddist út af einhverju viti í landinu. Þar hafa komið upp flest kórónuveirusmit utan Kína. Tilkynnt hefur verið um 3.730 tilfelli af kórónuveirusmiti og 21 hafa látið lífið. Meira en helmingur sýktra eru meðlimir í Shincheonji kirkju Jesú, sem er kristinn trúarhópur. Yfirvöld segja að meðlimir Shincheonji hafi smitað hvorn annan þegar þeir komu saman í borginni Daegu í síðasta mánuði. Eftir samkomuna hafi svo smitaðir meðlimir kirkjunnar farið aftur til sinna heimahaga og smitað þar. Í dag, sunnudag, sendu borgaryfirvöld í Seoul saksóknurum formlega kvörtun vegna tólf leiðtoga kirkjunnar. Þeir eru sakaðir um morð, að hafa valdið skaða og fleira. Laura Bicker, fréttaritari breska ríkisútvarpsins í Seoul, telur kvörtunina var birtingarmynd á því hve almenningur sé orðinn þreyttur á trúarhópnum og reiður í hans garð. Leiðtogi hópsins, Lee Man-hee, er þekktur fyrir að halda því fram að hann sé Messías endurfæddur. Allir meðlimir safnaðarins, 230 þúsund talsins, hafa farið í skoðun hjá heilbrigðisstarfsfólki og meira en níu þúsund sögðust finna fyrir einkennum kórónuveirunnar. Ein þeirra sem fyrst smitaðist af veirunni í söfnuðinum, 61 árs gömul kona, neitaði til að byrja með að fara á sjúkrahús til að hægt væri að taka sýni úr henni og vitað er að hún hafi mætt á nokkra viðburði í kirkjunni áður en smit hennar var staðfest.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Kórea Tengdar fréttir Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30 Lýsa yfir hættustigi þegar smit greinist hér á landi Yfirvöld munu ekki lýsa yfir hættustigi hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 fyrr en smit greinist hér. 27. febrúar 2020 12:00 Dauðsföllum vegna kórónuveirunnar fjölgar í Íran Utan Kína hefur kórónuveiran valdið mestu mannskaða í Íran til þessa. Sérfræðingar eru sagðir óttast að stjórnvöld þar reyni að fela raunverulega útbreiðslu hennar. 26. febrúar 2020 12:37 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30
Lýsa yfir hættustigi þegar smit greinist hér á landi Yfirvöld munu ekki lýsa yfir hættustigi hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 fyrr en smit greinist hér. 27. febrúar 2020 12:00
Dauðsföllum vegna kórónuveirunnar fjölgar í Íran Utan Kína hefur kórónuveiran valdið mestu mannskaða í Íran til þessa. Sérfræðingar eru sagðir óttast að stjórnvöld þar reyni að fela raunverulega útbreiðslu hennar. 26. febrúar 2020 12:37