Eiga erfitt með að fá nógu marga sprittstanda Eiður Þór Árnason skrifar 1. mars 2020 23:49 Viðskiptavinir Costco eru vel sprittaðir þessa daganna. Vísir/Þórir Mikið hefur gengið á í íslensku samfélagi eftir að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á föstudag og hafa Íslendingar eflaust sjaldan verið duglegri að sótthreinsa sig í bak og fyrir af ótta við að sýkjast af veirunni alræmdu. Hinar ýmsu verslanir virðast ætla að leggja sitt af mörkum til þess að hamla frekari útbreiðslu hennar. Til að mynda hafa glöggir viðskiptavinir Costco í Kauptúni tekið eftir því að starfsmenn verslunarinnar eru nú byrjaðir að spritta handföng á innkaupakerrum. Einnig er fólki boðið að sótthreinsa á sér hendurnar við innganginn. Íslenskar verslunarkeðjur ætla ekki að láta sitt eftir liggja í þessum efnum en erfitt hefur reynst fyrir stjórnendur þeirra að verða sér úti um rétta búnaðinn. Bætt við á við og dreif Stjórnendur Haga hafa hvatt starfsfólk sitt í verslunum Bónuss og Hagkaups til þess að sótthreinsa oft og reglulega vissa álagsfleti í verslunum, svo sem færibönd, sjálfsafgreiðslukassa, innkaupakörfur og innkaupakerrur. „Einnig hefur sótthreinsistöndum verið bætt við á víð og dreif um verslanir sem viðskiptavinir eru hvattir til að nota en staðreyndin er sú að það reynist erfitt að fá þessa standa frá birgjum og eru heilbrigðisstofnanir í forgangi hvað þá varðar,“ segir Særún Ósk Pálmadóttir, samskiptastjóri Haga í skriflegu svari til fréttastofu. Unnið er að því að bæta við sprittskömmturum í allar verslanir Hagkaups, bæði við grænmetisdeildina og inngang, að sögn Særúnar. Í verslunum Bónuss hefur einnig verið bætt við þá sótthreinsistanda sem fyrir voru. Þá hefur plakötum frá Landlækni verið dreift um verslanir og inn á kaffistofur starfsmanna. Lítið magn til Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir að verslunarkeðjan hafi reynt að fá snertilausa sprittstanda og sprittbox í verslanir sínar en að lítið magn virðist vera til hjá heildverslunum hér á landi. „Það stendur þó vonandi til bóta eftir helgi og verður því komið strax fyrir í verslunum. Annars hvetjum við starfsmenn og viðskiptavini til að fara að þeim tilmælum sem Landlæknir hefur gefið út.“ Forsvarsmenn Costco vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar eftir því var leitað í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Verslun Tengdar fréttir Stjörnumaður í sóttkví Einn þeirra um 300 Íslendinga sem eru í sóttkví er leikmaður Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. 1. mars 2020 23:02 Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. 1. mars 2020 19:15 Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Mikið hefur gengið á í íslensku samfélagi eftir að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á föstudag og hafa Íslendingar eflaust sjaldan verið duglegri að sótthreinsa sig í bak og fyrir af ótta við að sýkjast af veirunni alræmdu. Hinar ýmsu verslanir virðast ætla að leggja sitt af mörkum til þess að hamla frekari útbreiðslu hennar. Til að mynda hafa glöggir viðskiptavinir Costco í Kauptúni tekið eftir því að starfsmenn verslunarinnar eru nú byrjaðir að spritta handföng á innkaupakerrum. Einnig er fólki boðið að sótthreinsa á sér hendurnar við innganginn. Íslenskar verslunarkeðjur ætla ekki að láta sitt eftir liggja í þessum efnum en erfitt hefur reynst fyrir stjórnendur þeirra að verða sér úti um rétta búnaðinn. Bætt við á við og dreif Stjórnendur Haga hafa hvatt starfsfólk sitt í verslunum Bónuss og Hagkaups til þess að sótthreinsa oft og reglulega vissa álagsfleti í verslunum, svo sem færibönd, sjálfsafgreiðslukassa, innkaupakörfur og innkaupakerrur. „Einnig hefur sótthreinsistöndum verið bætt við á víð og dreif um verslanir sem viðskiptavinir eru hvattir til að nota en staðreyndin er sú að það reynist erfitt að fá þessa standa frá birgjum og eru heilbrigðisstofnanir í forgangi hvað þá varðar,“ segir Særún Ósk Pálmadóttir, samskiptastjóri Haga í skriflegu svari til fréttastofu. Unnið er að því að bæta við sprittskömmturum í allar verslanir Hagkaups, bæði við grænmetisdeildina og inngang, að sögn Særúnar. Í verslunum Bónuss hefur einnig verið bætt við þá sótthreinsistanda sem fyrir voru. Þá hefur plakötum frá Landlækni verið dreift um verslanir og inn á kaffistofur starfsmanna. Lítið magn til Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir að verslunarkeðjan hafi reynt að fá snertilausa sprittstanda og sprittbox í verslanir sínar en að lítið magn virðist vera til hjá heildverslunum hér á landi. „Það stendur þó vonandi til bóta eftir helgi og verður því komið strax fyrir í verslunum. Annars hvetjum við starfsmenn og viðskiptavini til að fara að þeim tilmælum sem Landlæknir hefur gefið út.“ Forsvarsmenn Costco vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar eftir því var leitað í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Verslun Tengdar fréttir Stjörnumaður í sóttkví Einn þeirra um 300 Íslendinga sem eru í sóttkví er leikmaður Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. 1. mars 2020 23:02 Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. 1. mars 2020 19:15 Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Stjörnumaður í sóttkví Einn þeirra um 300 Íslendinga sem eru í sóttkví er leikmaður Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. 1. mars 2020 23:02
Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. 1. mars 2020 19:15
Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01
Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55