Eiga erfitt með að fá nógu marga sprittstanda Eiður Þór Árnason skrifar 1. mars 2020 23:49 Viðskiptavinir Costco eru vel sprittaðir þessa daganna. Vísir/Þórir Mikið hefur gengið á í íslensku samfélagi eftir að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á föstudag og hafa Íslendingar eflaust sjaldan verið duglegri að sótthreinsa sig í bak og fyrir af ótta við að sýkjast af veirunni alræmdu. Hinar ýmsu verslanir virðast ætla að leggja sitt af mörkum til þess að hamla frekari útbreiðslu hennar. Til að mynda hafa glöggir viðskiptavinir Costco í Kauptúni tekið eftir því að starfsmenn verslunarinnar eru nú byrjaðir að spritta handföng á innkaupakerrum. Einnig er fólki boðið að sótthreinsa á sér hendurnar við innganginn. Íslenskar verslunarkeðjur ætla ekki að láta sitt eftir liggja í þessum efnum en erfitt hefur reynst fyrir stjórnendur þeirra að verða sér úti um rétta búnaðinn. Bætt við á við og dreif Stjórnendur Haga hafa hvatt starfsfólk sitt í verslunum Bónuss og Hagkaups til þess að sótthreinsa oft og reglulega vissa álagsfleti í verslunum, svo sem færibönd, sjálfsafgreiðslukassa, innkaupakörfur og innkaupakerrur. „Einnig hefur sótthreinsistöndum verið bætt við á víð og dreif um verslanir sem viðskiptavinir eru hvattir til að nota en staðreyndin er sú að það reynist erfitt að fá þessa standa frá birgjum og eru heilbrigðisstofnanir í forgangi hvað þá varðar,“ segir Særún Ósk Pálmadóttir, samskiptastjóri Haga í skriflegu svari til fréttastofu. Unnið er að því að bæta við sprittskömmturum í allar verslanir Hagkaups, bæði við grænmetisdeildina og inngang, að sögn Særúnar. Í verslunum Bónuss hefur einnig verið bætt við þá sótthreinsistanda sem fyrir voru. Þá hefur plakötum frá Landlækni verið dreift um verslanir og inn á kaffistofur starfsmanna. Lítið magn til Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir að verslunarkeðjan hafi reynt að fá snertilausa sprittstanda og sprittbox í verslanir sínar en að lítið magn virðist vera til hjá heildverslunum hér á landi. „Það stendur þó vonandi til bóta eftir helgi og verður því komið strax fyrir í verslunum. Annars hvetjum við starfsmenn og viðskiptavini til að fara að þeim tilmælum sem Landlæknir hefur gefið út.“ Forsvarsmenn Costco vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar eftir því var leitað í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Verslun Tengdar fréttir Stjörnumaður í sóttkví Einn þeirra um 300 Íslendinga sem eru í sóttkví er leikmaður Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. 1. mars 2020 23:02 Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. 1. mars 2020 19:15 Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Mikið hefur gengið á í íslensku samfélagi eftir að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á föstudag og hafa Íslendingar eflaust sjaldan verið duglegri að sótthreinsa sig í bak og fyrir af ótta við að sýkjast af veirunni alræmdu. Hinar ýmsu verslanir virðast ætla að leggja sitt af mörkum til þess að hamla frekari útbreiðslu hennar. Til að mynda hafa glöggir viðskiptavinir Costco í Kauptúni tekið eftir því að starfsmenn verslunarinnar eru nú byrjaðir að spritta handföng á innkaupakerrum. Einnig er fólki boðið að sótthreinsa á sér hendurnar við innganginn. Íslenskar verslunarkeðjur ætla ekki að láta sitt eftir liggja í þessum efnum en erfitt hefur reynst fyrir stjórnendur þeirra að verða sér úti um rétta búnaðinn. Bætt við á við og dreif Stjórnendur Haga hafa hvatt starfsfólk sitt í verslunum Bónuss og Hagkaups til þess að sótthreinsa oft og reglulega vissa álagsfleti í verslunum, svo sem færibönd, sjálfsafgreiðslukassa, innkaupakörfur og innkaupakerrur. „Einnig hefur sótthreinsistöndum verið bætt við á víð og dreif um verslanir sem viðskiptavinir eru hvattir til að nota en staðreyndin er sú að það reynist erfitt að fá þessa standa frá birgjum og eru heilbrigðisstofnanir í forgangi hvað þá varðar,“ segir Særún Ósk Pálmadóttir, samskiptastjóri Haga í skriflegu svari til fréttastofu. Unnið er að því að bæta við sprittskömmturum í allar verslanir Hagkaups, bæði við grænmetisdeildina og inngang, að sögn Særúnar. Í verslunum Bónuss hefur einnig verið bætt við þá sótthreinsistanda sem fyrir voru. Þá hefur plakötum frá Landlækni verið dreift um verslanir og inn á kaffistofur starfsmanna. Lítið magn til Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir að verslunarkeðjan hafi reynt að fá snertilausa sprittstanda og sprittbox í verslanir sínar en að lítið magn virðist vera til hjá heildverslunum hér á landi. „Það stendur þó vonandi til bóta eftir helgi og verður því komið strax fyrir í verslunum. Annars hvetjum við starfsmenn og viðskiptavini til að fara að þeim tilmælum sem Landlæknir hefur gefið út.“ Forsvarsmenn Costco vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar eftir því var leitað í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Verslun Tengdar fréttir Stjörnumaður í sóttkví Einn þeirra um 300 Íslendinga sem eru í sóttkví er leikmaður Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. 1. mars 2020 23:02 Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. 1. mars 2020 19:15 Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Stjörnumaður í sóttkví Einn þeirra um 300 Íslendinga sem eru í sóttkví er leikmaður Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. 1. mars 2020 23:02
Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. 1. mars 2020 19:15
Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01
Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55