Yrði mjög vont að missa heilbrigðisstarfsfólk úr vinnu í einhvern tíma Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 2. mars 2020 20:15 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að ekki sé um bein fyrirmæli til heilbrigðisstarfsfólks að ræða þegar það er beðið um að fresta utanlandsferðum um sinn vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Verið sé að biðla til viðbragsaðila og heilbrigðisstarfsfólk um að vera ekki að ferðast vegna áhyggja af því að ástandið hér á landi gæti orðið það viðkvæmt vegna veirunnar að mjög vont væri að missa heilbrigðisstarfsfólk og fólk í framvarðasveit almannavarna úr landi, mögulega með þeim afleiðingum að það veikist eða þurfi að fara í sóttkví við heimkomu. „Við höfum ákveðnar áhyggjur af því að ástandið hér gæti orðið það viðkvæmt að við viljum ekki missa fólk, og sérstaklega heilbrigðisstarfsmenn, fólk sem er í framvarðasveit almannavarna úr landi þannig að það komi annað hvort veikt til baka eða þá þurfi hugsanlega að vera í sóttkví þannig að það gæti fljótt lamað þessa starfsemi þannig að við erum eiginlega að biðla til fólks þess vegna,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Greint var frá því í dag að sex starfsmenn Landspítalans sem komu frá Ítalíu um helgina séu í sóttkví vegna veirunnar. Aðspurður hvort heilbrigðisyfirvöld séu með einhvern þröskuld varðandi það hvað spítalinn gæti þolað mikla fjarveru starfsmanna segir Þórólfur svo ekki vera. Þá snúist málið ekki bara um Landspítalann. „Þetta snýst um heilbrigðiskerfið allt saman, heilsugæsluna og svo framvegis þannig að við erum bara svona almennt að biðla til fólks að það væri mjög vont að missa það úr vinnu í einhvern tíma.“ Hver ber fjárhagslegt tap ef maður afbókar? Heilbrigðisstarfsfólk hefur velt því upp á samfélagsmiðlum í dag hver réttur þess er ef það til dæmis afbókar ferð til útlanda vegna bónar heilbrigðisyfirvalda um að ferðast ekki og hvort að starfsfólkið sitji þá sjálft uppi með tapið af ferðinni. Valdís Ösp Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, velti þessu til að mynda upp í færslu á Facebook-síðu sinni í dag sem vakið hefur töluverða athygli en hún kveðst hugsi yfir þessari bón til heilbrigðisstarfsmanna. „Það fer nú að nálgast ár frá því að samningar við hjúkrunarfræðinga urðu lausir. Það hefur ekki náðst samningagrundvöllur á öllum þessum tíma, hvernig kaupum og kjörum í vinnu skuli háttað. Samt sem áður reyna yfirvöld nú að stjórna frítíma okkar. Ef heilbrigðisstarfsfólk á bókað ferð sem það fer ekki í til að vera samviskusamur samfélagsþegn, tekur hann þá einnig á sig tilfallandi kostnað vegna forfalla í ferðina?“ segir í færslu Valdísar. Spurður út í þetta og réttindi starfsfólksins, til dæmis með tilliti til fjárhagstaps, segir Þórólfur að það sé erfitt fyrir sig að segja eitthvað ákveðið um það. „Og ég held að fólk verði bara að finna út úr því. Við erum að biðla til fólks, þetta eru ekki fyrirmæli og fólk er örugglega í mjög ólíkri stöðu hvernig það getur samið um það og hvort það geti samið um það við sinn atvinnurekanda eða á annan máta en það er örugglega mjög misjafnt. En það eru mjög margir sem hafa afbókað sínar ferðir og ég veit ekki nákvæmlega hvernig menn finna út úr því með fjárhagstap og annað slíkt,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að ekki sé um bein fyrirmæli til heilbrigðisstarfsfólks að ræða þegar það er beðið um að fresta utanlandsferðum um sinn vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Verið sé að biðla til viðbragsaðila og heilbrigðisstarfsfólk um að vera ekki að ferðast vegna áhyggja af því að ástandið hér á landi gæti orðið það viðkvæmt vegna veirunnar að mjög vont væri að missa heilbrigðisstarfsfólk og fólk í framvarðasveit almannavarna úr landi, mögulega með þeim afleiðingum að það veikist eða þurfi að fara í sóttkví við heimkomu. „Við höfum ákveðnar áhyggjur af því að ástandið hér gæti orðið það viðkvæmt að við viljum ekki missa fólk, og sérstaklega heilbrigðisstarfsmenn, fólk sem er í framvarðasveit almannavarna úr landi þannig að það komi annað hvort veikt til baka eða þá þurfi hugsanlega að vera í sóttkví þannig að það gæti fljótt lamað þessa starfsemi þannig að við erum eiginlega að biðla til fólks þess vegna,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Greint var frá því í dag að sex starfsmenn Landspítalans sem komu frá Ítalíu um helgina séu í sóttkví vegna veirunnar. Aðspurður hvort heilbrigðisyfirvöld séu með einhvern þröskuld varðandi það hvað spítalinn gæti þolað mikla fjarveru starfsmanna segir Þórólfur svo ekki vera. Þá snúist málið ekki bara um Landspítalann. „Þetta snýst um heilbrigðiskerfið allt saman, heilsugæsluna og svo framvegis þannig að við erum bara svona almennt að biðla til fólks að það væri mjög vont að missa það úr vinnu í einhvern tíma.“ Hver ber fjárhagslegt tap ef maður afbókar? Heilbrigðisstarfsfólk hefur velt því upp á samfélagsmiðlum í dag hver réttur þess er ef það til dæmis afbókar ferð til útlanda vegna bónar heilbrigðisyfirvalda um að ferðast ekki og hvort að starfsfólkið sitji þá sjálft uppi með tapið af ferðinni. Valdís Ösp Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, velti þessu til að mynda upp í færslu á Facebook-síðu sinni í dag sem vakið hefur töluverða athygli en hún kveðst hugsi yfir þessari bón til heilbrigðisstarfsmanna. „Það fer nú að nálgast ár frá því að samningar við hjúkrunarfræðinga urðu lausir. Það hefur ekki náðst samningagrundvöllur á öllum þessum tíma, hvernig kaupum og kjörum í vinnu skuli háttað. Samt sem áður reyna yfirvöld nú að stjórna frítíma okkar. Ef heilbrigðisstarfsfólk á bókað ferð sem það fer ekki í til að vera samviskusamur samfélagsþegn, tekur hann þá einnig á sig tilfallandi kostnað vegna forfalla í ferðina?“ segir í færslu Valdísar. Spurður út í þetta og réttindi starfsfólksins, til dæmis með tilliti til fjárhagstaps, segir Þórólfur að það sé erfitt fyrir sig að segja eitthvað ákveðið um það. „Og ég held að fólk verði bara að finna út úr því. Við erum að biðla til fólks, þetta eru ekki fyrirmæli og fólk er örugglega í mjög ólíkri stöðu hvernig það getur samið um það og hvort það geti samið um það við sinn atvinnurekanda eða á annan máta en það er örugglega mjög misjafnt. En það eru mjög margir sem hafa afbókað sínar ferðir og ég veit ekki nákvæmlega hvernig menn finna út úr því með fjárhagstap og annað slíkt,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sjá meira