Össur hættir við árshátíð um helgina Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. mars 2020 14:11 Árshátíð Össurar átti að fara fram á Listasafni Reykjavíkur á laugardag. Vísir/vilhem Stoðtækjarisinn Össur hefur ákveðið að fresta árshátíð fyrirtækisins sem fara átti fram um helgina. Er það gert í varúðarskyni vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Stefnt er að því að árshátíðin fari fram í haust. Til stóð að árshátíð Össurar færi fram nú á laugardag. Fyrirtækið hafði þegar leigt Listasafn Reykjavíkur auk þess að ráða tónlistarfólk og skemmtikrafta til að halda uppi stuðinu fram á nótt. Nú hefur Össur hins vegar komið því til skila, jafnt til eigin starfsfólks sem og þeirra sem fengin voru til árshátíðarinnar, að fyrirtækið hafi ákveðið að skjóta henni á frest. Samkvæmt upplýsingum frá talsmanni Össar er það kórónuveiran sem býr að baki ákvörðuninni. Össur sé alþjóðlegt fyrirtæki og starfsmenn ferðist því mikið til og frá landinu vegna vinnu sinnar. „Starfsfólk hefur sýnt þessu skilning en fyrirtækið starfar á heilbrigðissviði og innan þess geira hefur að undanförnu verið gripið til aukinna varúðarráðstafana vegna kórónaveirunnar,“ segir Edda H. Geirsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Össuri. Þannig segir hún að nokkrir starfsmenn fyrirtækisins hér á landi séu í sóttkví sem stendur, án þess þó að nokkur þeirra sé á meðal þeirra 11 sem hafa greinst með smit hér á landi. Ekki er búið að ákveða hvenær óhætt verður að bjóða til nýrrar árshátíðar hjá Össuri en Edda segir að horft sé til haustsins. Nánari dagsetning verði ákveðin í samráði vði starfsmannafélagið.Uppfært 14:30Í upprunalegu útgáfu fréttarinar sagði að árshátíðin hafi átt að fara fram á Hilton. Hið rétta er að Listasafn Reykjavíkur átti að hýsa árshátíðina. Þetta hefur verið leiðrétt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira
Stoðtækjarisinn Össur hefur ákveðið að fresta árshátíð fyrirtækisins sem fara átti fram um helgina. Er það gert í varúðarskyni vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Stefnt er að því að árshátíðin fari fram í haust. Til stóð að árshátíð Össurar færi fram nú á laugardag. Fyrirtækið hafði þegar leigt Listasafn Reykjavíkur auk þess að ráða tónlistarfólk og skemmtikrafta til að halda uppi stuðinu fram á nótt. Nú hefur Össur hins vegar komið því til skila, jafnt til eigin starfsfólks sem og þeirra sem fengin voru til árshátíðarinnar, að fyrirtækið hafi ákveðið að skjóta henni á frest. Samkvæmt upplýsingum frá talsmanni Össar er það kórónuveiran sem býr að baki ákvörðuninni. Össur sé alþjóðlegt fyrirtæki og starfsmenn ferðist því mikið til og frá landinu vegna vinnu sinnar. „Starfsfólk hefur sýnt þessu skilning en fyrirtækið starfar á heilbrigðissviði og innan þess geira hefur að undanförnu verið gripið til aukinna varúðarráðstafana vegna kórónaveirunnar,“ segir Edda H. Geirsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Össuri. Þannig segir hún að nokkrir starfsmenn fyrirtækisins hér á landi séu í sóttkví sem stendur, án þess þó að nokkur þeirra sé á meðal þeirra 11 sem hafa greinst með smit hér á landi. Ekki er búið að ákveða hvenær óhætt verður að bjóða til nýrrar árshátíðar hjá Össuri en Edda segir að horft sé til haustsins. Nánari dagsetning verði ákveðin í samráði vði starfsmannafélagið.Uppfært 14:30Í upprunalegu útgáfu fréttarinar sagði að árshátíðin hafi átt að fara fram á Hilton. Hið rétta er að Listasafn Reykjavíkur átti að hýsa árshátíðina. Þetta hefur verið leiðrétt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira