Atvinnulíf gæti lamast tímabundið komi til heimsfaraldurs Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. mars 2020 19:00 Við stöndum öll saman í þessu verkefni. Við hvetjum alla til að sýna skilning og ég vona að við getum náð lausn í sátt og samlyndi,“ segir Davíð Þorláksson hjá SA. Komi til heimsfaraldurs kórónuveiru þarf að gera ráð fyrir að vinnumarkaðurinn hér á landi geti lamast frá tveimur vikum og uppí þrjá mánuði samkvæmt viðbragðsáætlun. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að ná sátt um hver réttindi ósmitaðs launafólks í sóttkví eru að sögn formanns VR. Við þurfum að finna lausn í sátt og samlyndi segir forstöðumaður hjá SA. Lára V. Júlíusdóttir sérfræðingur í vinnurétti sagði í hádegisfréttum sammála túlkun verkalýðsfélaga um að þurfi fólk að vera heima í sóttkví að læknisráði eigi það rétt til launa. Þessu eru Samtök atvinnulífsins ósammála. „Ef fólk er í sóttkví og er ekki veikt þá er um að ræða lögmæt forföll en það á ekki rétt á launagreiðslum,“ segir Davíð Þorláksson forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins. Aðspurður að því af hverju túlkun stéttarfélagana og SA sé svona ólík á réttindum launafólks segir Davíð: „Þetta er bara lögfræði, þetta er ekki í fyrsta skiptið sem lagatúlkun er svona ólík,“ segir hann. Davíð segir að meginskilaboð SA til atvinnurekenda séu að sýna launafólki skilning. „Stór fyrirtæki þar sem fáir eru í sóttkví þetta er auðveldara fyrir þau en lítil fyrirtæki þar sem allir eru í sóttkví við biðjum þau líka um að sýna skilning á þessu en einnig um skilning launafólks á þeirra stöðu,“ segir hann. Lára V. Júlíusdóttir benti á í hádegisfréttum að mögulegt væri að vísa málinu fyrir Félagsdóm. Davíð vonar að ekki komi til þess. „Við stöndum öll saman í þessu verkefni. Við hvetjum alla til að sýna skilning og ég vona að við getum náð lausn í sátt og samlyndi,“ segir Davíð. Viðbragðsáætlun Sóttvarnarlæknis og Ríkislögreglustjóra vegna heimsfaraldurs Gríðarleg áhrif komi til heimsfaraldurs Sóttvarnarlæknir hefur unnið viðbragðsáætlun í samvinnu við Ríkislögreglustjóra komi til heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Fram kemur að gera þurfi ráð fyrir að atvinnulífið hér á landi geti lamast frá tveimur vikum og upp í þrjá mánuði. Þá er gert ráð fyrir að 25-50% þjóðarinnar sýkist þrátt fyrir sértækar sóttvarnarráðstafanir. Ef allt fer á versta veg gætu því stórir hópar fólks þurft að fara í sóttkví Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR vonar að hægt sé að ná sameiginlegri lausn um réttindi launafólks í sóttkví. Þurfum að komast að sameiginlegri niðurstöðu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir brýnt á tímum óvissu að launafólk fái önnur skilaboð frá atvinnulífinu. „Í sjálfu sér vænti ég þess að Samtök atvinnulífsins leiðrétti sinn málflutning hið fyrsta,“ segir Ragnar. Ragnar segir mikilvægt að forsvarsfólk SA, verkalýðsfélaga og stjórnvöld eigi fund um málið. „Ég held að það væri miklu farsælla að aðilar myndu setjast niður og komast að sameiginlegri lausn,“ segir Ragnar. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Komi til heimsfaraldurs kórónuveiru þarf að gera ráð fyrir að vinnumarkaðurinn hér á landi geti lamast frá tveimur vikum og uppí þrjá mánuði samkvæmt viðbragðsáætlun. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að ná sátt um hver réttindi ósmitaðs launafólks í sóttkví eru að sögn formanns VR. Við þurfum að finna lausn í sátt og samlyndi segir forstöðumaður hjá SA. Lára V. Júlíusdóttir sérfræðingur í vinnurétti sagði í hádegisfréttum sammála túlkun verkalýðsfélaga um að þurfi fólk að vera heima í sóttkví að læknisráði eigi það rétt til launa. Þessu eru Samtök atvinnulífsins ósammála. „Ef fólk er í sóttkví og er ekki veikt þá er um að ræða lögmæt forföll en það á ekki rétt á launagreiðslum,“ segir Davíð Þorláksson forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins. Aðspurður að því af hverju túlkun stéttarfélagana og SA sé svona ólík á réttindum launafólks segir Davíð: „Þetta er bara lögfræði, þetta er ekki í fyrsta skiptið sem lagatúlkun er svona ólík,“ segir hann. Davíð segir að meginskilaboð SA til atvinnurekenda séu að sýna launafólki skilning. „Stór fyrirtæki þar sem fáir eru í sóttkví þetta er auðveldara fyrir þau en lítil fyrirtæki þar sem allir eru í sóttkví við biðjum þau líka um að sýna skilning á þessu en einnig um skilning launafólks á þeirra stöðu,“ segir hann. Lára V. Júlíusdóttir benti á í hádegisfréttum að mögulegt væri að vísa málinu fyrir Félagsdóm. Davíð vonar að ekki komi til þess. „Við stöndum öll saman í þessu verkefni. Við hvetjum alla til að sýna skilning og ég vona að við getum náð lausn í sátt og samlyndi,“ segir Davíð. Viðbragðsáætlun Sóttvarnarlæknis og Ríkislögreglustjóra vegna heimsfaraldurs Gríðarleg áhrif komi til heimsfaraldurs Sóttvarnarlæknir hefur unnið viðbragðsáætlun í samvinnu við Ríkislögreglustjóra komi til heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Fram kemur að gera þurfi ráð fyrir að atvinnulífið hér á landi geti lamast frá tveimur vikum og upp í þrjá mánuði. Þá er gert ráð fyrir að 25-50% þjóðarinnar sýkist þrátt fyrir sértækar sóttvarnarráðstafanir. Ef allt fer á versta veg gætu því stórir hópar fólks þurft að fara í sóttkví Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR vonar að hægt sé að ná sameiginlegri lausn um réttindi launafólks í sóttkví. Þurfum að komast að sameiginlegri niðurstöðu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir brýnt á tímum óvissu að launafólk fái önnur skilaboð frá atvinnulífinu. „Í sjálfu sér vænti ég þess að Samtök atvinnulífsins leiðrétti sinn málflutning hið fyrsta,“ segir Ragnar. Ragnar segir mikilvægt að forsvarsfólk SA, verkalýðsfélaga og stjórnvöld eigi fund um málið. „Ég held að það væri miklu farsælla að aðilar myndu setjast niður og komast að sameiginlegri lausn,“ segir Ragnar.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira